Fjölbreytt vistkerfi í ónotuðu landi Atli Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 10:31 Við Reykvíkingar búum svo sannarlega í fallegri borg þar sem við erum svo heppin að búa að fjölbreyttri menningu og náttúru. Samt sem áður eyðum við miklum tíma og pening í að viðhalda einhæfum vistkerfum á stórum landsvæðum án þess að fá út úr þeim þá virkni sem getur nýst okkur betur. Þessi svæði eru hljóðmanir, umferðareyjur og önnur græn svæði. Þessi gras svæði eru afar einhæf vistkerfi sem styðja ekki líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að kosta borgarbúa háar fjárhæðir ár hvert í slætti, eftirliti, losun úrgangs og svo framvegis. Jákvæðar afleiðingar þess að gróðursetja trjágróður á þessum gras svæðum eru margþættar. Trjágróður stuðlar að betri hljóðvist þar sem svæðin liggja að umferðaræðum ásamt því að draga úr mengun með bindingu kolefnis og dreifingu ryks frá vegum. Líffræðilegur fjölbreytileiki eykst og styður betur við fugla og skordýra flóru. Þéttur trjágróður á þessum svæðum getur líka dregið úr vindi í hverfum borgarinnar og stuðlað að fleiri, fjölbreyttari og skjólsamari útivistarsvæðum borgarbúa. Jákvæð aukaverkun trjágróðurs á þessum grassvæðum felst líka í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði fyrir Reykjavíkurborg. Sláttur á landsvæði sem nemur mörgum tugum ferkílómetra gæti fallið niður að miklu leiti. Þar að auki þarf ekki lengur að ferja gras í flutningabíla förmum til meðhöndlunar sem eitt og sér dregur úr mengun og kostnaði en afleiddar áhrif væru meðal annar minna álag á sorphirðustöðvar. Nýtum landið okkar betur og búum til vistfræðilega fjölbreytt græn svæði innan Reykjavíkur sem hafa víðtæk jákvæð áhrif og stuðla að betra umhverfi bæði fyrir okkur íbúana og umhverfið okkar allt í heild. Höfundur er landfræðingur og Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Skipulag Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Við Reykvíkingar búum svo sannarlega í fallegri borg þar sem við erum svo heppin að búa að fjölbreyttri menningu og náttúru. Samt sem áður eyðum við miklum tíma og pening í að viðhalda einhæfum vistkerfum á stórum landsvæðum án þess að fá út úr þeim þá virkni sem getur nýst okkur betur. Þessi svæði eru hljóðmanir, umferðareyjur og önnur græn svæði. Þessi gras svæði eru afar einhæf vistkerfi sem styðja ekki líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að kosta borgarbúa háar fjárhæðir ár hvert í slætti, eftirliti, losun úrgangs og svo framvegis. Jákvæðar afleiðingar þess að gróðursetja trjágróður á þessum gras svæðum eru margþættar. Trjágróður stuðlar að betri hljóðvist þar sem svæðin liggja að umferðaræðum ásamt því að draga úr mengun með bindingu kolefnis og dreifingu ryks frá vegum. Líffræðilegur fjölbreytileiki eykst og styður betur við fugla og skordýra flóru. Þéttur trjágróður á þessum svæðum getur líka dregið úr vindi í hverfum borgarinnar og stuðlað að fleiri, fjölbreyttari og skjólsamari útivistarsvæðum borgarbúa. Jákvæð aukaverkun trjágróðurs á þessum grassvæðum felst líka í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði fyrir Reykjavíkurborg. Sláttur á landsvæði sem nemur mörgum tugum ferkílómetra gæti fallið niður að miklu leiti. Þar að auki þarf ekki lengur að ferja gras í flutningabíla förmum til meðhöndlunar sem eitt og sér dregur úr mengun og kostnaði en afleiddar áhrif væru meðal annar minna álag á sorphirðustöðvar. Nýtum landið okkar betur og búum til vistfræðilega fjölbreytt græn svæði innan Reykjavíkur sem hafa víðtæk jákvæð áhrif og stuðla að betra umhverfi bæði fyrir okkur íbúana og umhverfið okkar allt í heild. Höfundur er landfræðingur og Reykvíkingur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun