Töldu enga ógn stafa af gíslatökumanninum eftir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 11:24 Malik Faisal Akram tók gísla í bænahúsi gyðinga í Texas á laugardaginn og var skotinn til bana eftir rúmlega tíu klukkustunda umsátur. EPA/RALPH LAUER Leyniþjónusta Bretlands var með Malik Faisal Akram til rannsóknar árið 2020. Þar á bæ var komist að þeirri niðurstöðu að af honum stafaði engin ógn og því gat hann ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann keypti sér byssu og tók fjóra gísla um síðustu helgi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsl við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Samkvæmt heimildum Guardian var rannsókn MI5 á Akram ekki umfangsmikil og lauk henni á seinni hluta ársins 2020. Að rannsókninni lokinni var komist að þeirri niðurstöðu að engin ógn stafaði af Akram og var máli hans lokað. Guardian segir að Bandaríkjamönnum hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um hann. Akram tók gísla í bænahúsi gyðinga í Texas á laugardaginn og var skotinn til bana eftir rúmlega tíu klukkustunda umsátur. Þá kastaði Charlie Cytron-Walker, rabbíni, stól í Akram og notuðu hann og tveir aðrir tækifærið til að flýja. Þegar þeir sluppu réðust lögregluþjónar til atlögu gegn Akram sem dó. Lögreglan hefur enn ekki greint frá því hvort Akram hafi verið skotinn af lögregluþjónum eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Sjá einnig: Rabbíni kastaði stól í gíslatökumanninn og gíslarnir flúðu Akram var 44 ára gamall og frá Blackburn í Englandi. Hann hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann er talinn hafa keypt sér skammbyssu í einkasölu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er að skoða ferðir hans í Bandaríkjunum og virðist sem hann hafi haldið til í skýlum fyrir heimilislausa. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmanni eins neyðarskýlis að Akram hafi verið skutlað þangað af manni sem faðmaði hann. Bandaríkin Bretland Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsl við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Samkvæmt heimildum Guardian var rannsókn MI5 á Akram ekki umfangsmikil og lauk henni á seinni hluta ársins 2020. Að rannsókninni lokinni var komist að þeirri niðurstöðu að engin ógn stafaði af Akram og var máli hans lokað. Guardian segir að Bandaríkjamönnum hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um hann. Akram tók gísla í bænahúsi gyðinga í Texas á laugardaginn og var skotinn til bana eftir rúmlega tíu klukkustunda umsátur. Þá kastaði Charlie Cytron-Walker, rabbíni, stól í Akram og notuðu hann og tveir aðrir tækifærið til að flýja. Þegar þeir sluppu réðust lögregluþjónar til atlögu gegn Akram sem dó. Lögreglan hefur enn ekki greint frá því hvort Akram hafi verið skotinn af lögregluþjónum eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Sjá einnig: Rabbíni kastaði stól í gíslatökumanninn og gíslarnir flúðu Akram var 44 ára gamall og frá Blackburn í Englandi. Hann hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann er talinn hafa keypt sér skammbyssu í einkasölu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er að skoða ferðir hans í Bandaríkjunum og virðist sem hann hafi haldið til í skýlum fyrir heimilislausa. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmanni eins neyðarskýlis að Akram hafi verið skutlað þangað af manni sem faðmaði hann.
Bandaríkin Bretland Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54
Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47