Leikjarisar sameinast: Microsoft kaupir Activision Blizzard Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 13:54 Activision Blizzard á fjölmarga vinsæla tölvuleikjaheima. Forsvarsmenn Microsoft hafa skrifað undir kaupsamning á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard fyrir 68,7 milljarða dala. Lauslega reiknað samsvarar það tæpum níu billjónum króna eða níu þúsund milljörðum. Gangi kaupin eftir verður Microsoft eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims en með í kaupunum fylgja leikir eins og Call of Duty, World of Warcraft, Starcraft, Overwatch og Diablo, auk annarra. Í framtíðinni gætu þessir leikir ekki verið fáanlegir á Playstation, sem er helsti samkeppnisaðili xBox leikjatölva Microsoft. Í frétt Kotaku segir að með tilliti til tekna yrði Microsoft þriðja stærsta leikjafyrirtæki heims, á eftir Tencent og Sony. Á undanförnum árum hefur Microsoft varið fúlgum fjár í smærri leikjafyrirtæki eins og Bethesda Softworks, sem er hvað þekktast fyrir Fallout og Elder Scrolls leikina. Fyrir það fyrirtæki greiddi Microsoft 7,5 milljarða dala. Phil Spencer, forstjóri Microsoft Gaming, segir í tilkynningu á vef fyrirtækisins að þar til samningar klárist og kaupin verði samþykkt af yfirvöldum muni fyrirtækin starfa áfram sem aðskildar einingar. Ekki liggur fyrir hvað verðu um Bobby Kotick, hinn umdeilda forstjóra Activision Blizzard. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa verið undir miklum þrýstingi undanfarna mánuði vegna ásakana og rannsókna á „eitraðri“ starfsmenningu og fjölda kvartana kvenna sem þar hafa unnið í gegnum árin. Sjá einnig: Starfsmenn krefjast þess að forstjóri Activision Blizzard verði rekinn Fyrirtækinu var líkt við svokallað bræðrafélag (fraternity á ensku) og því haldið fram að konur væru ítrekað áreittar kynferðislega og fengju lægri laun. Þá voru forsvarsmenn AB gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi varðandi ábendingar um þessa hegðun. Vonast er til þess að kaupin gangi í gegn á næsta ári. Leikjavísir Microsoft Sony Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Gangi kaupin eftir verður Microsoft eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims en með í kaupunum fylgja leikir eins og Call of Duty, World of Warcraft, Starcraft, Overwatch og Diablo, auk annarra. Í framtíðinni gætu þessir leikir ekki verið fáanlegir á Playstation, sem er helsti samkeppnisaðili xBox leikjatölva Microsoft. Í frétt Kotaku segir að með tilliti til tekna yrði Microsoft þriðja stærsta leikjafyrirtæki heims, á eftir Tencent og Sony. Á undanförnum árum hefur Microsoft varið fúlgum fjár í smærri leikjafyrirtæki eins og Bethesda Softworks, sem er hvað þekktast fyrir Fallout og Elder Scrolls leikina. Fyrir það fyrirtæki greiddi Microsoft 7,5 milljarða dala. Phil Spencer, forstjóri Microsoft Gaming, segir í tilkynningu á vef fyrirtækisins að þar til samningar klárist og kaupin verði samþykkt af yfirvöldum muni fyrirtækin starfa áfram sem aðskildar einingar. Ekki liggur fyrir hvað verðu um Bobby Kotick, hinn umdeilda forstjóra Activision Blizzard. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa verið undir miklum þrýstingi undanfarna mánuði vegna ásakana og rannsókna á „eitraðri“ starfsmenningu og fjölda kvartana kvenna sem þar hafa unnið í gegnum árin. Sjá einnig: Starfsmenn krefjast þess að forstjóri Activision Blizzard verði rekinn Fyrirtækinu var líkt við svokallað bræðrafélag (fraternity á ensku) og því haldið fram að konur væru ítrekað áreittar kynferðislega og fengju lægri laun. Þá voru forsvarsmenn AB gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi varðandi ábendingar um þessa hegðun. Vonast er til þess að kaupin gangi í gegn á næsta ári.
Leikjavísir Microsoft Sony Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira