Líf telur oddvitaframboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn sér Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2022 13:27 Reykvíkingar skauta að kjörborðinu í borgarstjórnarkosningum hinn 14. maí næst komandi. VísirVilhelm Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna sem sækist eftir að taka við forystusætinu af Líf Magneudóttur í borgarstjórn vill leggja aukna áherslu á velferðarmálin og stöðu jaðarsettra hópa í borginni. Líf lítur ekki á framboð Elínar Oddnýjar sem sérstakt mótframboð gegn henni. Vinstri græn í Reykjavík ákváðu í vikunni að forval fari fram um þrjú efstu sæti hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 14. maí næst komandi. Í gær tilkynnti Líf Magneudóttir að hún sæktist áfram eftir því að leiða Vinstri græn í borginni. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti síðan í morgun að hún stefndi einnig á fyrsta sæti listans. Felur það í sér vantraust á núverandi oddvita? Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfylltrúi stefnir á oddvitasæti VG í borgarstjórn. Flokkurinn hefur einn kjörinn fulltrúa í dag.aðsend „Nei, allas ekki. Við höfum átt gott samstarf á þessu kjörtímabili. Vinstri græn eru yfirleitt samhent og öflug hreyfing sem er sammála um flest. Kannski ekki alveg allt en mér fannst vera kominn tími til að bjóða fram mína krafta í þágu borgarbúa,“ segir Elín Oddný. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs undanfarin sautján ár. Líf hefur sömuleiðis starfað innan hreyfingarinnar í rúman áratug og verið oddviti flokksins í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Hún telur framboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn henni sérstaklega. Líf Magneudóttir hefur skipað oddvitasæti VG í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Og mér finnst það fagnaðarefni að fólk brenni fyrir verkefnunum í borginni. Af því að þau eru gríðarlega mörg og fylgi hjartanu. Þannig að ég fagna bara öllum framboðum,“ segir Líf. Elín Oddný segist mest hafa sinnt velferðar- húsnæðis- og skólamálum á kjörtímabilinu sem er að líða og finnst að vinstra fólk eigi að setja þau mál á oddinn fyrir komandi kosningar. Þau mál séu vissulega komin vel á veg í núverandi meirihlutasamstarfi. „En það eru ennþá biðlistar eftir húsnæði og fólk sem býr við fátækt. Börn sem búa á heimilum þar sem er skortur. Sveitarfélag eins og Reykjavík á að leggja allt sitt að mörkum til að útrýma slíku,“ segir Elín Oddný. Líf segist hafa farið fyrir loftslagsmálum í borginni. Þau skipti miklu máli og hafi áhrif á allt samfélagið og umhverfið, skipulagsmálin og hvernig byggt væri upp í borginni. „Undir minni forystu var gerð mjög stórtæk og yfirgripsmikil áætlun í loftslagsmálum. Ég ætla að halda áfram að beita mér fyrir því og umhverfismálum í víðu samhengi." Hvað með velferðarmálin? „ Þau eru gríðarlega mikilvæg. Ég vil sjá meira gert í málefnum fatlaðs fólks og NPA. Þannig að þar þarf líka heldur betur að taka til hendinni," segirLíf Magneudóttir. Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vinstri græn í Reykjavík ákváðu í vikunni að forval fari fram um þrjú efstu sæti hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 14. maí næst komandi. Í gær tilkynnti Líf Magneudóttir að hún sæktist áfram eftir því að leiða Vinstri græn í borginni. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti síðan í morgun að hún stefndi einnig á fyrsta sæti listans. Felur það í sér vantraust á núverandi oddvita? Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfylltrúi stefnir á oddvitasæti VG í borgarstjórn. Flokkurinn hefur einn kjörinn fulltrúa í dag.aðsend „Nei, allas ekki. Við höfum átt gott samstarf á þessu kjörtímabili. Vinstri græn eru yfirleitt samhent og öflug hreyfing sem er sammála um flest. Kannski ekki alveg allt en mér fannst vera kominn tími til að bjóða fram mína krafta í þágu borgarbúa,“ segir Elín Oddný. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs undanfarin sautján ár. Líf hefur sömuleiðis starfað innan hreyfingarinnar í rúman áratug og verið oddviti flokksins í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Hún telur framboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn henni sérstaklega. Líf Magneudóttir hefur skipað oddvitasæti VG í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Og mér finnst það fagnaðarefni að fólk brenni fyrir verkefnunum í borginni. Af því að þau eru gríðarlega mörg og fylgi hjartanu. Þannig að ég fagna bara öllum framboðum,“ segir Líf. Elín Oddný segist mest hafa sinnt velferðar- húsnæðis- og skólamálum á kjörtímabilinu sem er að líða og finnst að vinstra fólk eigi að setja þau mál á oddinn fyrir komandi kosningar. Þau mál séu vissulega komin vel á veg í núverandi meirihlutasamstarfi. „En það eru ennþá biðlistar eftir húsnæði og fólk sem býr við fátækt. Börn sem búa á heimilum þar sem er skortur. Sveitarfélag eins og Reykjavík á að leggja allt sitt að mörkum til að útrýma slíku,“ segir Elín Oddný. Líf segist hafa farið fyrir loftslagsmálum í borginni. Þau skipti miklu máli og hafi áhrif á allt samfélagið og umhverfið, skipulagsmálin og hvernig byggt væri upp í borginni. „Undir minni forystu var gerð mjög stórtæk og yfirgripsmikil áætlun í loftslagsmálum. Ég ætla að halda áfram að beita mér fyrir því og umhverfismálum í víðu samhengi." Hvað með velferðarmálin? „ Þau eru gríðarlega mikilvæg. Ég vil sjá meira gert í málefnum fatlaðs fólks og NPA. Þannig að þar þarf líka heldur betur að taka til hendinni," segirLíf Magneudóttir.
Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01
Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11