Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi? Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:00 Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn. Það er stundum erfitt að ímynda sér hvað það er stutt síðan hlutirnir voru allt öðruvísi. Fyrir 100 árum var líf á Íslandi allt annað en það er í dag. Mataræðið í sveitinni hjá afa samanstóð af því sem kom frá býlinu ásamt einstaka munaðarvörum eins og sykri og kaffi. Fjölbreytnin var ekki mikil miðað við það sem þekkist í dag og það er ekki hægt að segja að það hefði verið auðvelt að vera vegan á þeim tíma. Í dag get ég skroppið í búðina og fengið mat frá öllum heimshornum. Úrvalið er gífurlegt og virðist aukast með hverju árinu. Ég er þakklát þessu úrvali en ókosturinn er án efa sá að erfiðara er að rekja uppruna matvælanna. Það er nánast engin leið fyrir neytendur að tryggja að allt sem þeir kaupa hafi verið framleitt með siðferðislegum hætti. Á meðan stóðu flest matvæli nærri heimilunum hér í denn. Fólk fann bragðmun á smjöri eftir því hvaðan það kom og var gjarnan meðvitað um það í sveitunum ef einhver fór illa með dýrin sín. Litlum býlum hefur fækkað á landinu og nú eru þau orðin stærri, með afkastameiri framleiðslu og eru minni hluti af lífum margra í sveitum landsins. Erfitt er að rekja uppruna mjólkurinnar til ákveðinna búa. Fyrir neytendur er erfiðara að fylgjast með því hvernig staðið er að framleiðslunni og því hefur eftirlit með dýravelferð aldrei verið mikilvægara. Ég velti stundum fyrir mér hvort viðhorf okkar til dýranna hafi breyst á þessum tíma. Flest okkar erum við fjarlæg þeim og sjáum aldrei hvernig þau enda á disknum okkar. Ég trúi því að við viljum flest að vel sé farið með dýr. Lögin okkar um dýravelferð eru falleg en endurspegla engan veginn raunveruleika dýra á Íslandi í dag. Við höfum séð ný mál koma upp á yfirborðið trekk í trekk. Blóðmerahaldið, legusárin í svínabúum landsins, brúneggjamálið, slæm meðferð eldisfiska og fleira. En hver er staðan? Verksmiðjubúum á Íslandi fjölgar og erfitt er að afla sér upplýsinga um þann iðnað. Það er lágmarkskrafa að almenningur sé upplýstur um velferð dýra í landinu. Ég vil að farið sé eftir lögum um dýravelferð og þau orðuð á þann hátt að þau geri raunverulega gagn. Ég vil að upplýsingar um dýravelferð séu aðgengilegar almenningi og að öllum sé ljóst hvaða aðferðum er beitt innan veggja verksmiðjubúa á Íslandi. Í kvöld stýri ég málþinginu “Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?” sem haldið er af Samtökum grænkera á Íslandi og Landvernd í tilefni af Veganúar. Málþingið hefst kl. 20 og verður aðgengilegt öllum rafrænt á Facebook. Ég hvet ykkur eindregið til þess að mæta, hlýða á umræðurnar, spyrja spurninga og kynna ykkur málefnið. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Veganúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn. Það er stundum erfitt að ímynda sér hvað það er stutt síðan hlutirnir voru allt öðruvísi. Fyrir 100 árum var líf á Íslandi allt annað en það er í dag. Mataræðið í sveitinni hjá afa samanstóð af því sem kom frá býlinu ásamt einstaka munaðarvörum eins og sykri og kaffi. Fjölbreytnin var ekki mikil miðað við það sem þekkist í dag og það er ekki hægt að segja að það hefði verið auðvelt að vera vegan á þeim tíma. Í dag get ég skroppið í búðina og fengið mat frá öllum heimshornum. Úrvalið er gífurlegt og virðist aukast með hverju árinu. Ég er þakklát þessu úrvali en ókosturinn er án efa sá að erfiðara er að rekja uppruna matvælanna. Það er nánast engin leið fyrir neytendur að tryggja að allt sem þeir kaupa hafi verið framleitt með siðferðislegum hætti. Á meðan stóðu flest matvæli nærri heimilunum hér í denn. Fólk fann bragðmun á smjöri eftir því hvaðan það kom og var gjarnan meðvitað um það í sveitunum ef einhver fór illa með dýrin sín. Litlum býlum hefur fækkað á landinu og nú eru þau orðin stærri, með afkastameiri framleiðslu og eru minni hluti af lífum margra í sveitum landsins. Erfitt er að rekja uppruna mjólkurinnar til ákveðinna búa. Fyrir neytendur er erfiðara að fylgjast með því hvernig staðið er að framleiðslunni og því hefur eftirlit með dýravelferð aldrei verið mikilvægara. Ég velti stundum fyrir mér hvort viðhorf okkar til dýranna hafi breyst á þessum tíma. Flest okkar erum við fjarlæg þeim og sjáum aldrei hvernig þau enda á disknum okkar. Ég trúi því að við viljum flest að vel sé farið með dýr. Lögin okkar um dýravelferð eru falleg en endurspegla engan veginn raunveruleika dýra á Íslandi í dag. Við höfum séð ný mál koma upp á yfirborðið trekk í trekk. Blóðmerahaldið, legusárin í svínabúum landsins, brúneggjamálið, slæm meðferð eldisfiska og fleira. En hver er staðan? Verksmiðjubúum á Íslandi fjölgar og erfitt er að afla sér upplýsinga um þann iðnað. Það er lágmarkskrafa að almenningur sé upplýstur um velferð dýra í landinu. Ég vil að farið sé eftir lögum um dýravelferð og þau orðuð á þann hátt að þau geri raunverulega gagn. Ég vil að upplýsingar um dýravelferð séu aðgengilegar almenningi og að öllum sé ljóst hvaða aðferðum er beitt innan veggja verksmiðjubúa á Íslandi. Í kvöld stýri ég málþinginu “Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?” sem haldið er af Samtökum grænkera á Íslandi og Landvernd í tilefni af Veganúar. Málþingið hefst kl. 20 og verður aðgengilegt öllum rafrænt á Facebook. Ég hvet ykkur eindregið til þess að mæta, hlýða á umræðurnar, spyrja spurninga og kynna ykkur málefnið. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Veganúar.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun