Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 11:27 Neyðarbirgðum komið fyrir í flugvél hers Ástralíu. AP/LACW Kate Czerny Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. Gríðarlega kröftugt sprengigos í nálægu eldfjalli sendi ösku og flóðbylgjur yfir eyjaklasann og eru vatnsból menguð. Flóðbylgjurnar ollu líka miklum skemmdum og er vitað til þess að minnst þrír eru látnir. Í frétt Reuters er haft eftir Branko Sugar að unnið sé að því að hreinsa vatnsból en það gangi erfiðlega. Það sé þeirra eina drykkjarvatn og sé mengað. Þá eigi fólk erfitt með andardrátt vegna allrar öskunnar sem liggur yfir eyjunum. Sjá einnig: Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Hjálparstarfið til Tonga þykir tiltölulega flókið en snúa þurfti einni flugvél aftur til Ástralíu vegna þess að einn þar um borð greindist með Covid-19. Hingað til hefur kórónuveiran ekki teygt anga sína til Tonga og vonast yfirvöld þar til þess að halda veirunni fjarri. Því þurfa hjálparstörfin í raun að vera snertilaus. Skemmdirnar á Tonga eru miklar.AP/Marian Kupu Ríkisstjórn Tonga lét snúa flugvélinni við þrátt fyrir að ríkisstjórn Ástralíu hafði heitið því að hægt væri að veita hjálparstarf í senn draga úr líkum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Áhöfnin hafði skilað inn neikvæðum hraðprófum en einn greindist smitaður í PCR-prófi. Samkvæmt frétt Guardian voru birgðirnar í flugvélinni færðar yfir í aðra flugvél og henni flogið af stað til Tonga í morgun. Tonga Náttúruhamfarir Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Gríðarlega kröftugt sprengigos í nálægu eldfjalli sendi ösku og flóðbylgjur yfir eyjaklasann og eru vatnsból menguð. Flóðbylgjurnar ollu líka miklum skemmdum og er vitað til þess að minnst þrír eru látnir. Í frétt Reuters er haft eftir Branko Sugar að unnið sé að því að hreinsa vatnsból en það gangi erfiðlega. Það sé þeirra eina drykkjarvatn og sé mengað. Þá eigi fólk erfitt með andardrátt vegna allrar öskunnar sem liggur yfir eyjunum. Sjá einnig: Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Hjálparstarfið til Tonga þykir tiltölulega flókið en snúa þurfti einni flugvél aftur til Ástralíu vegna þess að einn þar um borð greindist með Covid-19. Hingað til hefur kórónuveiran ekki teygt anga sína til Tonga og vonast yfirvöld þar til þess að halda veirunni fjarri. Því þurfa hjálparstörfin í raun að vera snertilaus. Skemmdirnar á Tonga eru miklar.AP/Marian Kupu Ríkisstjórn Tonga lét snúa flugvélinni við þrátt fyrir að ríkisstjórn Ástralíu hafði heitið því að hægt væri að veita hjálparstarf í senn draga úr líkum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Áhöfnin hafði skilað inn neikvæðum hraðprófum en einn greindist smitaður í PCR-prófi. Samkvæmt frétt Guardian voru birgðirnar í flugvélinni færðar yfir í aðra flugvél og henni flogið af stað til Tonga í morgun.
Tonga Náttúruhamfarir Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05
Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05