Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 15:01 Ef allt gengur að óskum munu Færeyingar ekki þurfa að lifa með neinum takmörkunum frá og með þarnæstu mánaðarmótum. Vísir/VIlhelm Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Þórshöfn í gær þar sem Bárður á Steig Níelsen, lögmaður Færeyja, kynnti dagsetta áætlun um afléttingu í skrefum. Sem fyrr segir er stefnt að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars, svo fremi sem sjúkrastofnanir landsins séu ekki undir of miklu álagi og helstu stofnanir geti starfað. Frá og með gærdeginum mega hundrað manns koma saman í Færeyjum en frá og með 1. febrúar munu takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða, veitingastaða og bara verða aflétt. Reglur um einangrun verða rýmkaðar þannig að bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví komist þeir í tæri við einstakling sem reynst hefur smitaður af kórónuveirunni. „Nú munum við líta á Covid-19 sem sjúkdóm sem við þurfum að lifa með, líkt og flesta aðra sjúkdóma. Hver og einn einstaklingur mun fá þá ábyrgð í eigin hendur að ákveða hvort hann vilji taka þá áhættu að smitast, alveg eins og með venjulega inflúensu,“ sagði Bárður. Frá og með 1. febrúar mun einnig vera slakað á notkun PCR-prófa þannig að aðeins þeir sem sýna einkenni, búa með einstaklingi sem hefur sýkst eða hafa greinst jákvæðir á heimaprófi munu þurfa að fara í PCR-próf. Aðrir noti heimapróf. Um fjögur þúsund í einangrun Frá og með 15. febrúar er reiknað með að aðeins þeir sem greinst hafa með kórónuveirunni, hvort sem það er í gegnum PCR-próf eða heimapróf, þurfa að fara í sóttkví. Frá og með 28. febrúar er svo reiknað með því að öllum takmörkunum verði aflétt, svo fremi sem sjúkrastofnanir séu ekki undir álagi og að helstu stofnanir Færeyja séu starfhæfar. Líkt og víða hefur í Færeyjum orðið mikil aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa með Covid-19 og er það rakið til ómíkronafbrigðisins. Um 4.000 manns eru nú í einangrun í Færeyjum með Covid-19 en nokkur hundruð hafa greinst á hverjum degi, flestir þann 18. janúar síðastliðinn, þegar 729 greindust með Covid-19. Sjúkrastofnanir í Færeyjum eru þó ekki undir miklu álagi, sem er ein ástæða þess að ákveðið hefur verið að stefna að fullri afléttingu allra takmarkana. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Þórshöfn í gær þar sem Bárður á Steig Níelsen, lögmaður Færeyja, kynnti dagsetta áætlun um afléttingu í skrefum. Sem fyrr segir er stefnt að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars, svo fremi sem sjúkrastofnanir landsins séu ekki undir of miklu álagi og helstu stofnanir geti starfað. Frá og með gærdeginum mega hundrað manns koma saman í Færeyjum en frá og með 1. febrúar munu takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða, veitingastaða og bara verða aflétt. Reglur um einangrun verða rýmkaðar þannig að bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví komist þeir í tæri við einstakling sem reynst hefur smitaður af kórónuveirunni. „Nú munum við líta á Covid-19 sem sjúkdóm sem við þurfum að lifa með, líkt og flesta aðra sjúkdóma. Hver og einn einstaklingur mun fá þá ábyrgð í eigin hendur að ákveða hvort hann vilji taka þá áhættu að smitast, alveg eins og með venjulega inflúensu,“ sagði Bárður. Frá og með 1. febrúar mun einnig vera slakað á notkun PCR-prófa þannig að aðeins þeir sem sýna einkenni, búa með einstaklingi sem hefur sýkst eða hafa greinst jákvæðir á heimaprófi munu þurfa að fara í PCR-próf. Aðrir noti heimapróf. Um fjögur þúsund í einangrun Frá og með 15. febrúar er reiknað með að aðeins þeir sem greinst hafa með kórónuveirunni, hvort sem það er í gegnum PCR-próf eða heimapróf, þurfa að fara í sóttkví. Frá og með 28. febrúar er svo reiknað með því að öllum takmörkunum verði aflétt, svo fremi sem sjúkrastofnanir séu ekki undir álagi og að helstu stofnanir Færeyja séu starfhæfar. Líkt og víða hefur í Færeyjum orðið mikil aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa með Covid-19 og er það rakið til ómíkronafbrigðisins. Um 4.000 manns eru nú í einangrun í Færeyjum með Covid-19 en nokkur hundruð hafa greinst á hverjum degi, flestir þann 18. janúar síðastliðinn, þegar 729 greindust með Covid-19. Sjúkrastofnanir í Færeyjum eru þó ekki undir miklu álagi, sem er ein ástæða þess að ákveðið hefur verið að stefna að fullri afléttingu allra takmarkana.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira