Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 15:01 Ef allt gengur að óskum munu Færeyingar ekki þurfa að lifa með neinum takmörkunum frá og með þarnæstu mánaðarmótum. Vísir/VIlhelm Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Þórshöfn í gær þar sem Bárður á Steig Níelsen, lögmaður Færeyja, kynnti dagsetta áætlun um afléttingu í skrefum. Sem fyrr segir er stefnt að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars, svo fremi sem sjúkrastofnanir landsins séu ekki undir of miklu álagi og helstu stofnanir geti starfað. Frá og með gærdeginum mega hundrað manns koma saman í Færeyjum en frá og með 1. febrúar munu takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða, veitingastaða og bara verða aflétt. Reglur um einangrun verða rýmkaðar þannig að bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví komist þeir í tæri við einstakling sem reynst hefur smitaður af kórónuveirunni. „Nú munum við líta á Covid-19 sem sjúkdóm sem við þurfum að lifa með, líkt og flesta aðra sjúkdóma. Hver og einn einstaklingur mun fá þá ábyrgð í eigin hendur að ákveða hvort hann vilji taka þá áhættu að smitast, alveg eins og með venjulega inflúensu,“ sagði Bárður. Frá og með 1. febrúar mun einnig vera slakað á notkun PCR-prófa þannig að aðeins þeir sem sýna einkenni, búa með einstaklingi sem hefur sýkst eða hafa greinst jákvæðir á heimaprófi munu þurfa að fara í PCR-próf. Aðrir noti heimapróf. Um fjögur þúsund í einangrun Frá og með 15. febrúar er reiknað með að aðeins þeir sem greinst hafa með kórónuveirunni, hvort sem það er í gegnum PCR-próf eða heimapróf, þurfa að fara í sóttkví. Frá og með 28. febrúar er svo reiknað með því að öllum takmörkunum verði aflétt, svo fremi sem sjúkrastofnanir séu ekki undir álagi og að helstu stofnanir Færeyja séu starfhæfar. Líkt og víða hefur í Færeyjum orðið mikil aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa með Covid-19 og er það rakið til ómíkronafbrigðisins. Um 4.000 manns eru nú í einangrun í Færeyjum með Covid-19 en nokkur hundruð hafa greinst á hverjum degi, flestir þann 18. janúar síðastliðinn, þegar 729 greindust með Covid-19. Sjúkrastofnanir í Færeyjum eru þó ekki undir miklu álagi, sem er ein ástæða þess að ákveðið hefur verið að stefna að fullri afléttingu allra takmarkana. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira
Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Þórshöfn í gær þar sem Bárður á Steig Níelsen, lögmaður Færeyja, kynnti dagsetta áætlun um afléttingu í skrefum. Sem fyrr segir er stefnt að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars, svo fremi sem sjúkrastofnanir landsins séu ekki undir of miklu álagi og helstu stofnanir geti starfað. Frá og með gærdeginum mega hundrað manns koma saman í Færeyjum en frá og með 1. febrúar munu takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða, veitingastaða og bara verða aflétt. Reglur um einangrun verða rýmkaðar þannig að bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví komist þeir í tæri við einstakling sem reynst hefur smitaður af kórónuveirunni. „Nú munum við líta á Covid-19 sem sjúkdóm sem við þurfum að lifa með, líkt og flesta aðra sjúkdóma. Hver og einn einstaklingur mun fá þá ábyrgð í eigin hendur að ákveða hvort hann vilji taka þá áhættu að smitast, alveg eins og með venjulega inflúensu,“ sagði Bárður. Frá og með 1. febrúar mun einnig vera slakað á notkun PCR-prófa þannig að aðeins þeir sem sýna einkenni, búa með einstaklingi sem hefur sýkst eða hafa greinst jákvæðir á heimaprófi munu þurfa að fara í PCR-próf. Aðrir noti heimapróf. Um fjögur þúsund í einangrun Frá og með 15. febrúar er reiknað með að aðeins þeir sem greinst hafa með kórónuveirunni, hvort sem það er í gegnum PCR-próf eða heimapróf, þurfa að fara í sóttkví. Frá og með 28. febrúar er svo reiknað með því að öllum takmörkunum verði aflétt, svo fremi sem sjúkrastofnanir séu ekki undir álagi og að helstu stofnanir Færeyja séu starfhæfar. Líkt og víða hefur í Færeyjum orðið mikil aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa með Covid-19 og er það rakið til ómíkronafbrigðisins. Um 4.000 manns eru nú í einangrun í Færeyjum með Covid-19 en nokkur hundruð hafa greinst á hverjum degi, flestir þann 18. janúar síðastliðinn, þegar 729 greindust með Covid-19. Sjúkrastofnanir í Færeyjum eru þó ekki undir miklu álagi, sem er ein ástæða þess að ákveðið hefur verið að stefna að fullri afléttingu allra takmarkana.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira