Allt að gerast á Skagaströnd - Tveggja daga ljósalistahátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2022 15:01 Mörg flott og falleg verk verða á hátíðinni. Aðsend Það stendur mikið til á Skagaströnd á morgun og á mánudaginn því þá stendur Nes listamiðstöð fyrir ljósalistahátíðinni “Light up” í samvinnu við níu erlenda listamenn. Alls konar listaverk verða lýst upp með LED ljósum til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd þessa tvo daga. Á Skagaströnd búa tæplega 500 manns. Það er mikill kraftur í Nes Listamiðstöð á staðnum og þeim, sem stjórna miðstöðinni því þeir hafa nú undirbúið ljósahátíðina, sem mikil spenna er fyrir. Janúar er jú mjög dimmur mánuður og því er vel við hæfa að lýsa hann upp í tvo daga frá 18:00 til 21:30 eins og listamennirnir hjá Nes Listamiðstöð munu gera. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í ár og er vonandi komin til að vera.Aðsend Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir er stjórnarformaður miðstöðvarinnar og fer fyrir ljósahátíðinni á Skagaströnd. „Það eru í rauninni alls konar verkefni í gangi, á tjaldsvæðinu er til dæmis einn að vinna með risastórt tungl. Svo erum við að varpa ljósum á húsveggi og á steina, og svo er einn listamaður að búa til eldfjöll úr snjó. Þetta er ótrúlega upplífgandi fyrir bæinn, sérstaklega svona í mesta skammdeginu,“ segir Guðbjörg Eva. En hvernig geta íbúar og gestir notið hátíðarinnar? „Það er bara að fara í göngutúr og rölta um til að sjá öll listaverkin eða bara að kíkja á rúntinn, bara allt eins og fólki finnst best." Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir hátíðna.Einkasafn Þetta er svolítið sniðugt í Covid að gera þetta svona? „Já, við ákváðum að blása þetta ekki af þrátt fyrir allar takmarkanir af því að fólk getur haldið sig svolítið út af fyrir sig. Þó bærinn sé lítill þá eru fjölmargir staðir, sem við erum með verk á, þannig að það ætti ekki að vera neitt vandamál,“ segir Guðbjörg Eva. Guðbjörg Eva segist finna fyrir mikilli tilhlökkun fyrir ljóslistahátíðinni á Skagaströnd á morgun og hinn. „Ég bíð bara alla hjartanlega velkomna að koma hingað á Skagaströnd og sjá allt, sem listamenn eru búnir að setja upp, þetta er ótrúlega flott og spennandi, allavega það sem ég hef séð“. Listaljósahátíðin er aðeins möguleg með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli, Kaupfélagi Skagfirðinga, Samkaupum og ómetanlegri aðstoð frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.Aðsend Skagaströnd Menning Ljósmyndun Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Á Skagaströnd búa tæplega 500 manns. Það er mikill kraftur í Nes Listamiðstöð á staðnum og þeim, sem stjórna miðstöðinni því þeir hafa nú undirbúið ljósahátíðina, sem mikil spenna er fyrir. Janúar er jú mjög dimmur mánuður og því er vel við hæfa að lýsa hann upp í tvo daga frá 18:00 til 21:30 eins og listamennirnir hjá Nes Listamiðstöð munu gera. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í ár og er vonandi komin til að vera.Aðsend Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir er stjórnarformaður miðstöðvarinnar og fer fyrir ljósahátíðinni á Skagaströnd. „Það eru í rauninni alls konar verkefni í gangi, á tjaldsvæðinu er til dæmis einn að vinna með risastórt tungl. Svo erum við að varpa ljósum á húsveggi og á steina, og svo er einn listamaður að búa til eldfjöll úr snjó. Þetta er ótrúlega upplífgandi fyrir bæinn, sérstaklega svona í mesta skammdeginu,“ segir Guðbjörg Eva. En hvernig geta íbúar og gestir notið hátíðarinnar? „Það er bara að fara í göngutúr og rölta um til að sjá öll listaverkin eða bara að kíkja á rúntinn, bara allt eins og fólki finnst best." Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir hátíðna.Einkasafn Þetta er svolítið sniðugt í Covid að gera þetta svona? „Já, við ákváðum að blása þetta ekki af þrátt fyrir allar takmarkanir af því að fólk getur haldið sig svolítið út af fyrir sig. Þó bærinn sé lítill þá eru fjölmargir staðir, sem við erum með verk á, þannig að það ætti ekki að vera neitt vandamál,“ segir Guðbjörg Eva. Guðbjörg Eva segist finna fyrir mikilli tilhlökkun fyrir ljóslistahátíðinni á Skagaströnd á morgun og hinn. „Ég bíð bara alla hjartanlega velkomna að koma hingað á Skagaströnd og sjá allt, sem listamenn eru búnir að setja upp, þetta er ótrúlega flott og spennandi, allavega það sem ég hef séð“. Listaljósahátíðin er aðeins möguleg með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli, Kaupfélagi Skagfirðinga, Samkaupum og ómetanlegri aðstoð frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.Aðsend
Skagaströnd Menning Ljósmyndun Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira