Öll rök og tölfræði segi okkur að aflétta takmörkunum Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 22. janúar 2022 23:46 Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Stöð 2 „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að fara að huga að því að létta af þessum takmörkunum með einhverjum hætti,“ segir þingmaður Viðreisnar og bendir á að sérfræðingar innan Landspítala séu á sama máli. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stöðuna á Landspítala og tölfræði gefa okkur það skýrt til kynna að það sé erfitt að réttlæta tíu manna samkomutakmarkanir til lengri tíma með öllu því tilheyrandi, til dæmis skerðingu á atvinnumöguleikum fólks. „Mér finnst kominn tími til að skoða það verulega að fara að aflétta,“ segir hann. Sjálfstæðismenn séu lamdir til baka Þá segir Sigmar ríkisstjórnina ekki vera samstíga hvað varðar sóttvarnaraðgerðir. „Ég hef verið að hvetja vini mína í Sjálfstæðisflokknum svolítið meira til dáða að stíga fastar niður fæti og reyna að knýja á um breytingar í þá átt. Sjálfstæðismennirnir eru nú lamdir svolítið til baka af VG og Framsókn í þessu.“ Hann segir að taka verði mið af því hversu vel bólusett þjóðin sé og að ómíkronafbrigði kórónuveirunnar sé mun vægara en önnur afbrigði. „Það eru færri að leggjast inn á spítala, miklu færri að leggjast inn á gjörgæslu en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Þannig að öll rök og öll tölfræði hlýtur að segja okkur að við þurfum að skoða þetta mjög rækilega,“ segir Sigmar. Þá segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn megi tala skýrt í þessum málum og reyna að ná afléttingum í gegn. Hann myndi taka undir það. Rætt var við Sigmar Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 að loknu viðtali við færeyska Íslandsvininn Magnus Høgenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Samkomubann á Íslandi Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stöðuna á Landspítala og tölfræði gefa okkur það skýrt til kynna að það sé erfitt að réttlæta tíu manna samkomutakmarkanir til lengri tíma með öllu því tilheyrandi, til dæmis skerðingu á atvinnumöguleikum fólks. „Mér finnst kominn tími til að skoða það verulega að fara að aflétta,“ segir hann. Sjálfstæðismenn séu lamdir til baka Þá segir Sigmar ríkisstjórnina ekki vera samstíga hvað varðar sóttvarnaraðgerðir. „Ég hef verið að hvetja vini mína í Sjálfstæðisflokknum svolítið meira til dáða að stíga fastar niður fæti og reyna að knýja á um breytingar í þá átt. Sjálfstæðismennirnir eru nú lamdir svolítið til baka af VG og Framsókn í þessu.“ Hann segir að taka verði mið af því hversu vel bólusett þjóðin sé og að ómíkronafbrigði kórónuveirunnar sé mun vægara en önnur afbrigði. „Það eru færri að leggjast inn á spítala, miklu færri að leggjast inn á gjörgæslu en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Þannig að öll rök og öll tölfræði hlýtur að segja okkur að við þurfum að skoða þetta mjög rækilega,“ segir Sigmar. Þá segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn megi tala skýrt í þessum málum og reyna að ná afléttingum í gegn. Hann myndi taka undir það. Rætt var við Sigmar Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 að loknu viðtali við færeyska Íslandsvininn Magnus Høgenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Samkomubann á Íslandi Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira