Verslunum Olís á landsbyggðinni breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 14:47 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís. Nýtt félag verður stofnað innan Haga á næstu mánuðum sem er ætlað að sjá um þjónustu og sölu á hreinlætis-, rekstrar- og heilbrigðisvörum til stórnotenda. Nýja rekstrareiningin mun fá heitið Stórkaup en Hagar lokuðu samnefndri verslun sinni í maí á síðasta ári. Að sögn Haga mun nýja einingin taka við hlutverki Rekstrarlands sem er í dag hluti af Olís, dótturfélagi Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samstæðunni sem segir að Stórkaup muni nýta sterka innviði Haga þegar kemur að innkaupum- og vöruhúsarekstri. Með nýja félaginu vonast stjórnendur til að skerpa á skipulagi þjónustu og sölu til stórnotenda. „Samhliða opnun Stórkaups er unnið að aðlögun á útibúneti Olís á landsbyggðinni, einkum þjónustuskipulagi, en á næstu mánuðum verður verslunum breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur. Þetta mun gera Olís kleift að skerpa á fókus, varðveita þá sérstöðu sína sem fólgin er í nærþjónustu um allt land og veita enn betri þjónustu í þeim vöruflokkum sem eftir standa.“ Stefnt er að því að klára yfirfærslu verkefna til nýju rekstrareiningarinnar þann 1. maí. Árni Ingvarsson mun leiða Stórkaup. Horfi til breyttra neysluvenja „Með tilfærslu verkefna Olís innan samstæðu Haga hefur skapast grundvöllur fyrir rekstrareiningu sem sinnir stórnotendum umfram það sem við höfum hingað til gert og nýtum til þess styrkleika félagsins, einkum á sviði innkaupa og í starfsemi vöruhúsa. Samhliða horfum við til breyttra neysluvenja á matvöru á síðustu árum, þar sem hlutdeild veitingastaða, mötuneyta og framleiðenda á tilbúinni matvöru hefur heldur aukist í ýmsum vöruflokkum sem hafa augljósa snertifleti við núverandi starfsemi Haga. Stórkaup er ætlað það hlutverk að þjóna stórnotendum um aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin verða hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf., í tilkynningu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að fyrirtækið hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref til að efla hagkvæmi í rekstri og skerpa áherslur starfseminnar. Endurskipulagning á fyrirtækjasviði sé mikilvægur liður í þessum aðgerðum. „Við höfum fulla trú á að þessir vöruflokkar komi til með að blómstra innan Stórkaups þar sem þeir munu verða í enn frekari fókus og unnt verður að bæta við nýjum og spennandi vöruflokkum innan þessarar nýju einingar með tíð og tíma. Á sama tíma gera þessar aðgerðir okkur hjá Olís kleift að sníða sölu- og dreifikerfi okkar betur að þeim vöruflokkum sem eftir standa og skerpa fókus enn frekar á okkar kjarnarekstur,“ segir Frosti. Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Að sögn Haga mun nýja einingin taka við hlutverki Rekstrarlands sem er í dag hluti af Olís, dótturfélagi Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samstæðunni sem segir að Stórkaup muni nýta sterka innviði Haga þegar kemur að innkaupum- og vöruhúsarekstri. Með nýja félaginu vonast stjórnendur til að skerpa á skipulagi þjónustu og sölu til stórnotenda. „Samhliða opnun Stórkaups er unnið að aðlögun á útibúneti Olís á landsbyggðinni, einkum þjónustuskipulagi, en á næstu mánuðum verður verslunum breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur. Þetta mun gera Olís kleift að skerpa á fókus, varðveita þá sérstöðu sína sem fólgin er í nærþjónustu um allt land og veita enn betri þjónustu í þeim vöruflokkum sem eftir standa.“ Stefnt er að því að klára yfirfærslu verkefna til nýju rekstrareiningarinnar þann 1. maí. Árni Ingvarsson mun leiða Stórkaup. Horfi til breyttra neysluvenja „Með tilfærslu verkefna Olís innan samstæðu Haga hefur skapast grundvöllur fyrir rekstrareiningu sem sinnir stórnotendum umfram það sem við höfum hingað til gert og nýtum til þess styrkleika félagsins, einkum á sviði innkaupa og í starfsemi vöruhúsa. Samhliða horfum við til breyttra neysluvenja á matvöru á síðustu árum, þar sem hlutdeild veitingastaða, mötuneyta og framleiðenda á tilbúinni matvöru hefur heldur aukist í ýmsum vöruflokkum sem hafa augljósa snertifleti við núverandi starfsemi Haga. Stórkaup er ætlað það hlutverk að þjóna stórnotendum um aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin verða hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf., í tilkynningu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að fyrirtækið hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref til að efla hagkvæmi í rekstri og skerpa áherslur starfseminnar. Endurskipulagning á fyrirtækjasviði sé mikilvægur liður í þessum aðgerðum. „Við höfum fulla trú á að þessir vöruflokkar komi til með að blómstra innan Stórkaups þar sem þeir munu verða í enn frekari fókus og unnt verður að bæta við nýjum og spennandi vöruflokkum innan þessarar nýju einingar með tíð og tíma. Á sama tíma gera þessar aðgerðir okkur hjá Olís kleift að sníða sölu- og dreifikerfi okkar betur að þeim vöruflokkum sem eftir standa og skerpa fókus enn frekar á okkar kjarnarekstur,“ segir Frosti.
Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00