Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 15:31 Deilum innan Hundaræktarfélagsins var vísað frá Héraðsdómi í dag. Getty Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. Málið má rekja til þess að ræktendurnir tveir voru með bráðabirgðaúrskurði siðanefndar Hundaræktarfélagsins útilokaðir frá allri þátttöku í starfi félagsins og frá því að gegna dómarastörfum og öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið í þrjá mánuði. Úrskurðurinn byggðist á kæru stjórnar Hundaræktarfélagsins til siðanefndar þess, vegna þess að röng tík hafði verið skráð vísvitandi á eitt, tvö eða þrjú vottorð í umsókn um ættbókarskráningu tiltekinna gota. Þá hafi ræktendurnir sömuleiðis ekki mætt með hunda úr ræktun sinni til sýnatöku til sönnunar á ætterni, neitað að gefa upp upplýsingar og svarað fyrirspurnum framkvæmdastjóra með útúrsnúningum. Þá hefðu þeir sömuleiðis tilkynnt félaginu eigendaskipti á tiltekinni tík, sem hafði verið aflífuð nokkru áður. Ræktendurnir hefðu með þessu reynt að láta svo líta út sem sambýlismaður annars þeirra væri eigandi tíkarinnar, sem hafði verið aflífuð, svo hann fengi atkvæðisrétt á aðalfundi Schäfer-deildar félagsins. Þá hafi ræktendurnir einnig verið með aðdróttanir í garð framkvæmdastjóra félagsins, sakað hann um einelti og húsbrot og auk þess hafi þeir reynt að para rakka við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá félaginu. Ræktendurnir kröfuðst þess við héraðsdóm að bráðabirgðaúrskurður siðanefndar vegna þessara mála yrði dæmdur ólögmætur. Þá var þess krafist að útgefnar og greiddar ættbækur tíkar í eigu ræktendanna, yrðu úrskurðaðar eign skráðra hundaeigenda en ekki eign Hundaræktarfélagsins. Málið er enn til umfjöllunar hjá siðanefnd Hundaræktarfélagsins. Hundaræktarfélagið byggði mál sitt að miklu leyti á því að stefnan væri vanreifuð. Málatilbúnaður hafi verið óljós og erfitt væri að átta sig á þýðingu lagatilvísana í stefnu fyrir úrlausn málsins. Þá sneri bráðabirgðaúrskurðurinn að innri málefnum félagsins og ætti hann ekki undir lögsögu dómstóla. Auk þess væri úrskurðurinn fallinn úr gildi. Dómurinn féllst ekki á kröfur ræktendanna og vísaði málinu frá. Ræktendunum var þó gert að greiða málskostnað Hundaræktarfélagsins. Mynd sem áður fylgdi fréttinni sýndi hunda sem ekki tengjast málinu. Myndinni hefur verið skipt út fyrir ótengda mynd og er beðist forláts á þessu. Dómsmál Hundar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Málið má rekja til þess að ræktendurnir tveir voru með bráðabirgðaúrskurði siðanefndar Hundaræktarfélagsins útilokaðir frá allri þátttöku í starfi félagsins og frá því að gegna dómarastörfum og öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið í þrjá mánuði. Úrskurðurinn byggðist á kæru stjórnar Hundaræktarfélagsins til siðanefndar þess, vegna þess að röng tík hafði verið skráð vísvitandi á eitt, tvö eða þrjú vottorð í umsókn um ættbókarskráningu tiltekinna gota. Þá hafi ræktendurnir sömuleiðis ekki mætt með hunda úr ræktun sinni til sýnatöku til sönnunar á ætterni, neitað að gefa upp upplýsingar og svarað fyrirspurnum framkvæmdastjóra með útúrsnúningum. Þá hefðu þeir sömuleiðis tilkynnt félaginu eigendaskipti á tiltekinni tík, sem hafði verið aflífuð nokkru áður. Ræktendurnir hefðu með þessu reynt að láta svo líta út sem sambýlismaður annars þeirra væri eigandi tíkarinnar, sem hafði verið aflífuð, svo hann fengi atkvæðisrétt á aðalfundi Schäfer-deildar félagsins. Þá hafi ræktendurnir einnig verið með aðdróttanir í garð framkvæmdastjóra félagsins, sakað hann um einelti og húsbrot og auk þess hafi þeir reynt að para rakka við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá félaginu. Ræktendurnir kröfuðst þess við héraðsdóm að bráðabirgðaúrskurður siðanefndar vegna þessara mála yrði dæmdur ólögmætur. Þá var þess krafist að útgefnar og greiddar ættbækur tíkar í eigu ræktendanna, yrðu úrskurðaðar eign skráðra hundaeigenda en ekki eign Hundaræktarfélagsins. Málið er enn til umfjöllunar hjá siðanefnd Hundaræktarfélagsins. Hundaræktarfélagið byggði mál sitt að miklu leyti á því að stefnan væri vanreifuð. Málatilbúnaður hafi verið óljós og erfitt væri að átta sig á þýðingu lagatilvísana í stefnu fyrir úrlausn málsins. Þá sneri bráðabirgðaúrskurðurinn að innri málefnum félagsins og ætti hann ekki undir lögsögu dómstóla. Auk þess væri úrskurðurinn fallinn úr gildi. Dómurinn féllst ekki á kröfur ræktendanna og vísaði málinu frá. Ræktendunum var þó gert að greiða málskostnað Hundaræktarfélagsins. Mynd sem áður fylgdi fréttinni sýndi hunda sem ekki tengjast málinu. Myndinni hefur verið skipt út fyrir ótengda mynd og er beðist forláts á þessu.
Dómsmál Hundar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent