Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2022 16:37 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. „Ábatinn er á bilinu 186 til 236 milljarðar. Sundabrautin styttir leiðir og minni akstur dregur þar af leiðandi bæði úr útblæstri og mengun. Heildaraksturinn gæti minnkað um 150 þúsund kílómetra á hverjum sólarhring,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu sem starfshópur skilaði til ráðherra og borgarstjóra myndi brú kosta um 69 milljarða en göng 83 milljarða. Ríki og borg undirrituðu yfirlýsingu í júlí 2021 um lagningu Sundabrautar þar sem sammælst var um Sundabraut yrði lögð alla leið á Kjalarnes í einni framkvæmd og að brautin yrði tekin í notkun árið 2031. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er sannfærður um að Sundabraut verði komin í gagnið árið 2034.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi segir næstu skref nú skýr og Sundabraut komin í fastar skorður og öruggt ferli. Framundan væri umhverfismat og á sama tíma væri hægt að vinna að breytingum á skipulagi Reykjavíkurborgar og höfuðborgarsvæðisins. Einnig þurfi að fara að undirbúa útboð og ræða við Faxaflóahafnir varðandi útfærslu verði gerð brú yfir Kleppsvík en ekki farið í jarðgöng. Neðansjávargöng yfir Kleppsvík myndu kosta 14 milljörðum meira en brú yfir víkina. Þegar innviðaráðherra og borgarstjóri undirrituðu yfirlýsingu um málið í júlí í fyrra sagði Sigurður Ingi að brúin gæti orðið mikið tákn fyrir Reykjavíkurborg.Vegagerðin Nokkrar deilur hafa staðið um þetta mál í áratugi. Innviðaráðherra segir stofnkostnað meiri við göng en brú. Umferð færi meira óhindrað í gegnum göng en leiðin myndi styttast meira í kílómetrum með brú. Í dag telur Sigurður Ingi báða kostina koma til greina. Hæð brúarinnar ræður miklu um hvort Samskip geti haldið áfram allri starfsemi sinni á þeim stað sem skipafélagið er nú innan mögulegs brúarstæðis.Vegagerðin „Já, þeir koma í raun og veru báðir til greina á þessari stundu. Þó svo ég hafi um nokkurt skeið, og það hefur ekki breyst, talið að brúin hafi fleiri kosti í för með sér. Ekki síst vegna þess að hún er góður ávinningur fyrir gangandi og hjólandi og fyrir almenningssamgöngur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hann reikni með að eiga fundi um þessi mál með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á næstunni. Reykjavík Sundabraut Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarlína Mosfellsbær Tengdar fréttir Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6. júlí 2021 22:15 Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15 „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Ábatinn er á bilinu 186 til 236 milljarðar. Sundabrautin styttir leiðir og minni akstur dregur þar af leiðandi bæði úr útblæstri og mengun. Heildaraksturinn gæti minnkað um 150 þúsund kílómetra á hverjum sólarhring,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu sem starfshópur skilaði til ráðherra og borgarstjóra myndi brú kosta um 69 milljarða en göng 83 milljarða. Ríki og borg undirrituðu yfirlýsingu í júlí 2021 um lagningu Sundabrautar þar sem sammælst var um Sundabraut yrði lögð alla leið á Kjalarnes í einni framkvæmd og að brautin yrði tekin í notkun árið 2031. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er sannfærður um að Sundabraut verði komin í gagnið árið 2034.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi segir næstu skref nú skýr og Sundabraut komin í fastar skorður og öruggt ferli. Framundan væri umhverfismat og á sama tíma væri hægt að vinna að breytingum á skipulagi Reykjavíkurborgar og höfuðborgarsvæðisins. Einnig þurfi að fara að undirbúa útboð og ræða við Faxaflóahafnir varðandi útfærslu verði gerð brú yfir Kleppsvík en ekki farið í jarðgöng. Neðansjávargöng yfir Kleppsvík myndu kosta 14 milljörðum meira en brú yfir víkina. Þegar innviðaráðherra og borgarstjóri undirrituðu yfirlýsingu um málið í júlí í fyrra sagði Sigurður Ingi að brúin gæti orðið mikið tákn fyrir Reykjavíkurborg.Vegagerðin Nokkrar deilur hafa staðið um þetta mál í áratugi. Innviðaráðherra segir stofnkostnað meiri við göng en brú. Umferð færi meira óhindrað í gegnum göng en leiðin myndi styttast meira í kílómetrum með brú. Í dag telur Sigurður Ingi báða kostina koma til greina. Hæð brúarinnar ræður miklu um hvort Samskip geti haldið áfram allri starfsemi sinni á þeim stað sem skipafélagið er nú innan mögulegs brúarstæðis.Vegagerðin „Já, þeir koma í raun og veru báðir til greina á þessari stundu. Þó svo ég hafi um nokkurt skeið, og það hefur ekki breyst, talið að brúin hafi fleiri kosti í för með sér. Ekki síst vegna þess að hún er góður ávinningur fyrir gangandi og hjólandi og fyrir almenningssamgöngur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hann reikni með að eiga fundi um þessi mál með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á næstunni.
Reykjavík Sundabraut Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarlína Mosfellsbær Tengdar fréttir Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6. júlí 2021 22:15 Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15 „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6. júlí 2021 22:15
Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15
„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00
Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06