Frá þessu greinir fréttamiðillinn Aflafréttir.is. Báturinn var bundinn við flotbryggju í Sandgerðishöfn en stuðpúði á bryggjunni brotnaði af og járn, sem heldur stuðpúðanum, stóð eitt eftir og stakkst inn í skrokk skipsins, svo sjór flæddi inn.
Að sögn Aflafrétta voru allir meðlimir björgunarsveitarinnar Siguvonar í Sandgerði, sem mannar bátinn, í útkalli og því enginn á svæðinu til þess að fylgjast með bátnum á þessum tíma. Sömuleiðis hafi hafnarvörður heldur ekki verið á svæðinu.
Hannes Hafstein fer nú í slipp og samkvæmt Aflafréttum þýðir það að enginn björgunarbátur verður tiltækur á svæðinu, því hinn bátur Sigurvonar er bilaður þessa dagana.