Meiri borg Birkir Ingibjartsson skrifar 27. janúar 2022 08:31 Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg. Ekki endilega hærri hús eða margfalt fleiri íbúar. Alls ekki meiri umferð. Ég vil meira af iðandi mannlífi, grænum svæðum og grósku. Þegar maður skoðar gamlar myndir frá Reykjavík fær maður oft á tilfinninguna að svona hafi þetta verið ef við flettum nokkra áratugi aftur. Borgin var minni en það var meiri borg þar sem hún var. Bakarí á einu horni, apótek á því næsta og rakarastofa handan götunnar og ekki einn einasta bíl að sjá. Þéttleikinn var meiri og fólkið á götunum fleira. Auðvitað eru þetta draumar um horfna tíma með sinn eigin vanda en það tapaðist margt úr bæjarlífinu þegar nálægðin milli ólíkra starfsgreina hvarf. Þegar Reykjavík var þanin út og borgarhlutar aðskildir með stofnbrautum og mislægum gatnamótum. Ekki misskilja mig, ég held að skipulagssaga 20. aldar Reykjavíkur hafi verið eðlilegt viðbragð við áskorunum og lausnum þess tíma. Afsprengi þeirrar sögu er líka í grunninn frábær borg með mörg tækifæri. Tækifæri sem þarf að varðveita og styrkja en einnig tækifæri til að breyta og búa til enn betra borgarumhverfi. Stundum held ég að núverandi aðstæður hafi jafnvel verið hugmynd höfunda Aðalskipulags Reykjavíkur 1960 - að byggja dreift og víða en skilja eftir óskilgreindar eyður þar á milli. Þær væru framtíðarinnar að fylla upp í. Útkoman eru úthverfi borgarinnar sem eru hverju öðru skemmtilegra. Hvert með sitt einkenni og sterka tengingu við náttúruna sem umlykur og fléttar sig inn í borgina. Á milli þeirra liggur hinsvegar vandinn, stórar umferðargötur og gatnamót sem aðskilja borgina í afmörkuð hólf og magn bílaumferðar sem er úr öllu samhengi við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Lausnir 20. aldarinnar eiga ekki við lengur en í raun má segja að margar lausnir 19. aldar séu nær því að vera það sem okkur vantar núna. Lausnir sem bjuggu til það iðandi mannlíf sem var í litla bænum Reykjavík. Við þurfum að vera vistvænni og treysta á eigin orku til að ferðast á milli staða. Við eigum að labba og hjóla meira styttri vegalengdir og um leið gera kröfu um að sú þjónusta sem er okkur nauðsynleg sé í kallfæri. Við þurfum meiri þéttleika og til að sinna honum öflugar almenningssamgöngur sem nýta landrýmið á skynsamlegan máta og tengja úthverfin með vistvænum hætti við atvinnu- og menntakjarnann vestar í borginni. Einhverskonar 19. aldar sporvagnalausn fyrir 21. öldina. #borgarlinan. Meiri borg snýst um að spila úr núverandi gæðum Reykjavíkur þannig að fjölskrúðugt mannlif þrífist í návist við öfluga þjónustu og starfsemi. Meiri borg eru fjölbreyttar samgöngur sem fólk getur notað eftir hentugleika. Hjóla í vinnuna, labba í búðina, Borgarlínan á barinn. Meiri borg er að standa vörð um grænu lungun okkar en flétta þau saman við nýja byggð eins og kostur er. Meiri borg er þéttari en líka nánari, með meiri mannleg samskipti og tengsl við samborgarana með því að deila borgarrýminu og vera samferða. Meiri borg er afstaða. Viljum við vera lítil eða meiri? Hér eru allar aðstæður til staðar til að búa til frábært borgarumhverfi en það er okkar að grípa tækifærin sem liggja í loftinu og þora fylgja þeim eftir. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg. Ekki endilega hærri hús eða margfalt fleiri íbúar. Alls ekki meiri umferð. Ég vil meira af iðandi mannlífi, grænum svæðum og grósku. Þegar maður skoðar gamlar myndir frá Reykjavík fær maður oft á tilfinninguna að svona hafi þetta verið ef við flettum nokkra áratugi aftur. Borgin var minni en það var meiri borg þar sem hún var. Bakarí á einu horni, apótek á því næsta og rakarastofa handan götunnar og ekki einn einasta bíl að sjá. Þéttleikinn var meiri og fólkið á götunum fleira. Auðvitað eru þetta draumar um horfna tíma með sinn eigin vanda en það tapaðist margt úr bæjarlífinu þegar nálægðin milli ólíkra starfsgreina hvarf. Þegar Reykjavík var þanin út og borgarhlutar aðskildir með stofnbrautum og mislægum gatnamótum. Ekki misskilja mig, ég held að skipulagssaga 20. aldar Reykjavíkur hafi verið eðlilegt viðbragð við áskorunum og lausnum þess tíma. Afsprengi þeirrar sögu er líka í grunninn frábær borg með mörg tækifæri. Tækifæri sem þarf að varðveita og styrkja en einnig tækifæri til að breyta og búa til enn betra borgarumhverfi. Stundum held ég að núverandi aðstæður hafi jafnvel verið hugmynd höfunda Aðalskipulags Reykjavíkur 1960 - að byggja dreift og víða en skilja eftir óskilgreindar eyður þar á milli. Þær væru framtíðarinnar að fylla upp í. Útkoman eru úthverfi borgarinnar sem eru hverju öðru skemmtilegra. Hvert með sitt einkenni og sterka tengingu við náttúruna sem umlykur og fléttar sig inn í borgina. Á milli þeirra liggur hinsvegar vandinn, stórar umferðargötur og gatnamót sem aðskilja borgina í afmörkuð hólf og magn bílaumferðar sem er úr öllu samhengi við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Lausnir 20. aldarinnar eiga ekki við lengur en í raun má segja að margar lausnir 19. aldar séu nær því að vera það sem okkur vantar núna. Lausnir sem bjuggu til það iðandi mannlíf sem var í litla bænum Reykjavík. Við þurfum að vera vistvænni og treysta á eigin orku til að ferðast á milli staða. Við eigum að labba og hjóla meira styttri vegalengdir og um leið gera kröfu um að sú þjónusta sem er okkur nauðsynleg sé í kallfæri. Við þurfum meiri þéttleika og til að sinna honum öflugar almenningssamgöngur sem nýta landrýmið á skynsamlegan máta og tengja úthverfin með vistvænum hætti við atvinnu- og menntakjarnann vestar í borginni. Einhverskonar 19. aldar sporvagnalausn fyrir 21. öldina. #borgarlinan. Meiri borg snýst um að spila úr núverandi gæðum Reykjavíkur þannig að fjölskrúðugt mannlif þrífist í návist við öfluga þjónustu og starfsemi. Meiri borg eru fjölbreyttar samgöngur sem fólk getur notað eftir hentugleika. Hjóla í vinnuna, labba í búðina, Borgarlínan á barinn. Meiri borg er að standa vörð um grænu lungun okkar en flétta þau saman við nýja byggð eins og kostur er. Meiri borg er þéttari en líka nánari, með meiri mannleg samskipti og tengsl við samborgarana með því að deila borgarrýminu og vera samferða. Meiri borg er afstaða. Viljum við vera lítil eða meiri? Hér eru allar aðstæður til staðar til að búa til frábært borgarumhverfi en það er okkar að grípa tækifærin sem liggja í loftinu og þora fylgja þeim eftir. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun