Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 77-94| Þriðja tap Keflavíkur á heimavelli Andri Már Eggertsson skrifar 27. janúar 2022 21:51 Stjarnan - Keflavík. Subway deild karla. Vetur 2021-2022. Körfubolti. Bára Dröfn Kristinsdóttir Keflavík tapaði sínum þriðja leik á heimavelli í Subway-deildinni gegn ÍR. Gestirnir frá Breiðholti áttu skínandi seinni hálfleik sem endaði í 17 stiga sigri ÍR-inga. Leikurinn fór fjörlega af stað. Fyrstu þrjár körfur leiksins voru þriggja stiga körfur en alls komu sextán þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Sigvaldi Eggertsson átti skemmtileg tilþrif í 1. leikhluta þar sem hann hitti úr þriggja stiga skoti og fékk villu að auki sem hann nýtti og endaði á að gera fjögur stig í sömu sókn. Aðeins tveir leikmenn ÍR skoruðu á fyrstu tíu mínútum leiksins. Þeir Igor Maric og Sigvaldi skiptu fyrstu 21 stigi ÍR á milli sín. Sóknarleikur ÍR datt mikið niður þegar Sigvaldi fór út af og skoruðu gestirnir ekki í tæplega fjórar mínútur. Eftir að hafa misst af síðasta leik mætti Jaka Brodnik tvíefldur til leiks og gerði 17 stig í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Keflavíkur var vel útfærður í fyrri hálfleik og tókst þeim bæði að gera auðveldar körfur inn í teig sem og setja niður þriggja stiga skot. Heimamenn voru sjö stigum yfir í hálfleik 49-42. ÍR átti sviðið í 3. leikhluta. ÍR-ingar náðu góðu áhlaupi þar sem þeir gerðu ellefu stig í röð og sáu fyrir öllu sem Keflavík reyndi að gera sóknarlega. Ófarir Keflvíkinga héldu áfram í 4. leikhluta. Heimamenn fóru að láta dómarana fara óstjórnlega í taugarnar á sér og virtist hreinlega ekkert ganga upp. Gestirnir héldu áfram að spila með sjálfstraustið í botni. Það er óhætt að fullyrða að seinni hálfleikur ÍR-inga var það besta sem liðið hefur sýnt í vetur. ÍR vann síðari hálfleik 28-52 og endaði leikurinn í sautján stiga sigri 77-94. Af hverju vann ÍR? Það var hvergi veikan blett að finna á seinni hálfleik ÍR-inga. Gestirnir frá Breiðholti spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. ÍR fór töluvert betur með sóknir sínar heldur en Keflavík sem tapaði átján boltum í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Byrjunarlið ÍR sá að mestu leyti um þennan leik. Igor Maric átti góðan leik og var stigahæstur með 26 stig. Sigvaldi Eggertsson byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði 10 stig á tæplega sex mínútum í 1. leikhluta. Sigvaldi endaði með 21 stig. Hvað gekk illa? Eftir að hafa verið sjö stigum yfir í hálfleik hrundi leikur Keflavíkur í seinni hálfleik. Jaka Brodnik sem gerði 17 stig í fyrri hálfleik gerði aðeins 3 stig í seinni hálfleik. Allir leikmenn Keflavíkur geta verið svekktir með sína frammistöðu í seinni hálfleik og er ljóst að Keflavík saknar Vals Orra Valssonar mikið. Hvað gerist næst? Eftir viku mætast Keflavík og Breiðablik í Blue-höllinni klukkan 18:15. Föstudaginn eftir viku fær ÍR Íslandsmeistarana frá Þorlákshöfn í heimsókn klukkan 18:15. Hjalti: Fórum að láta dómarana stjórna okkar leik Helgi Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur með úrslit kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur með tap kvöldsins. „ÍR hélt áfram að spila körfubolta allan leikinn á meðan við fórum að tuða í dómurunum. Ef þú ferð að einbeita þér að einhverju sem þú getur ekki stjórnað þá getur þú ekki spilað svo einfalt er það,“ sagði Hjalti Þór svekktur eftir leik. Seinni hálfleikur Keflavíkur var afleiddur og taldi Hjalti það vera vegna þess hans lið fór að tuða í dómurunum. „Í seinni hálfleik fórum við bara að tuða í dómurunum. Við héldum að það væri eitthvað að hjá þeim en ekki okkur. ÍR spiluðu fast á meðan vorum við linir.“ „Varnarlega vorum við að gefa þeim opin skot eða auðveld færi nálægt hringnum. Það voru engin samskipti hjá okkur varnarlega og fór allt úrskeiðis. Þetta eru engin geimvísindi þetta snýst bara um að menn leggi sig fram,“ sagði Hjalti að lokum. Subway-deild karla Keflavík ÍF ÍR
Keflavík tapaði sínum þriðja leik á heimavelli í Subway-deildinni gegn ÍR. Gestirnir frá Breiðholti áttu skínandi seinni hálfleik sem endaði í 17 stiga sigri ÍR-inga. Leikurinn fór fjörlega af stað. Fyrstu þrjár körfur leiksins voru þriggja stiga körfur en alls komu sextán þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Sigvaldi Eggertsson átti skemmtileg tilþrif í 1. leikhluta þar sem hann hitti úr þriggja stiga skoti og fékk villu að auki sem hann nýtti og endaði á að gera fjögur stig í sömu sókn. Aðeins tveir leikmenn ÍR skoruðu á fyrstu tíu mínútum leiksins. Þeir Igor Maric og Sigvaldi skiptu fyrstu 21 stigi ÍR á milli sín. Sóknarleikur ÍR datt mikið niður þegar Sigvaldi fór út af og skoruðu gestirnir ekki í tæplega fjórar mínútur. Eftir að hafa misst af síðasta leik mætti Jaka Brodnik tvíefldur til leiks og gerði 17 stig í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Keflavíkur var vel útfærður í fyrri hálfleik og tókst þeim bæði að gera auðveldar körfur inn í teig sem og setja niður þriggja stiga skot. Heimamenn voru sjö stigum yfir í hálfleik 49-42. ÍR átti sviðið í 3. leikhluta. ÍR-ingar náðu góðu áhlaupi þar sem þeir gerðu ellefu stig í röð og sáu fyrir öllu sem Keflavík reyndi að gera sóknarlega. Ófarir Keflvíkinga héldu áfram í 4. leikhluta. Heimamenn fóru að láta dómarana fara óstjórnlega í taugarnar á sér og virtist hreinlega ekkert ganga upp. Gestirnir héldu áfram að spila með sjálfstraustið í botni. Það er óhætt að fullyrða að seinni hálfleikur ÍR-inga var það besta sem liðið hefur sýnt í vetur. ÍR vann síðari hálfleik 28-52 og endaði leikurinn í sautján stiga sigri 77-94. Af hverju vann ÍR? Það var hvergi veikan blett að finna á seinni hálfleik ÍR-inga. Gestirnir frá Breiðholti spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. ÍR fór töluvert betur með sóknir sínar heldur en Keflavík sem tapaði átján boltum í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Byrjunarlið ÍR sá að mestu leyti um þennan leik. Igor Maric átti góðan leik og var stigahæstur með 26 stig. Sigvaldi Eggertsson byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði 10 stig á tæplega sex mínútum í 1. leikhluta. Sigvaldi endaði með 21 stig. Hvað gekk illa? Eftir að hafa verið sjö stigum yfir í hálfleik hrundi leikur Keflavíkur í seinni hálfleik. Jaka Brodnik sem gerði 17 stig í fyrri hálfleik gerði aðeins 3 stig í seinni hálfleik. Allir leikmenn Keflavíkur geta verið svekktir með sína frammistöðu í seinni hálfleik og er ljóst að Keflavík saknar Vals Orra Valssonar mikið. Hvað gerist næst? Eftir viku mætast Keflavík og Breiðablik í Blue-höllinni klukkan 18:15. Föstudaginn eftir viku fær ÍR Íslandsmeistarana frá Þorlákshöfn í heimsókn klukkan 18:15. Hjalti: Fórum að láta dómarana stjórna okkar leik Helgi Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur með úrslit kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur með tap kvöldsins. „ÍR hélt áfram að spila körfubolta allan leikinn á meðan við fórum að tuða í dómurunum. Ef þú ferð að einbeita þér að einhverju sem þú getur ekki stjórnað þá getur þú ekki spilað svo einfalt er það,“ sagði Hjalti Þór svekktur eftir leik. Seinni hálfleikur Keflavíkur var afleiddur og taldi Hjalti það vera vegna þess hans lið fór að tuða í dómurunum. „Í seinni hálfleik fórum við bara að tuða í dómurunum. Við héldum að það væri eitthvað að hjá þeim en ekki okkur. ÍR spiluðu fast á meðan vorum við linir.“ „Varnarlega vorum við að gefa þeim opin skot eða auðveld færi nálægt hringnum. Það voru engin samskipti hjá okkur varnarlega og fór allt úrskeiðis. Þetta eru engin geimvísindi þetta snýst bara um að menn leggi sig fram,“ sagði Hjalti að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti