Valdníðsla Áshildur Linnet, Bergur Brynjar Álfþórsson, Birgir Örn Ólafsson og Ingþór Guðmundsson skrifa 27. janúar 2022 20:27 Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknaflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Höfundar eru bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vogar Orkumál Suðurnesjalína 2 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknaflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Höfundar eru bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun