Hún fékk það verkefni að læra sörfa þrátt fyrir að kunna ekki að synda.
„Ég var ekkert eðlilega hrædd og ég er mjög stolt af mér.“
Í þáttunum í vetur koma fram þau Áslaug Arna, Villi Neto, Jógvan Hansen, Lil Curly, Donna Cruz og fleiri fara einnig á vit ævintýranna með Alex Michael Green. Þættirnir eru framleiddir af Skot Production fyrir Stöð 2+.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.