Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 08:07 Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Getty/Lester Cohen Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. „Óábyrgt fólk er að dreifa lygum sem kosta fólk lífið,“ sagði söngkonan í yfirlýsinu sem birtist á vefsíðu hennar. Gagnrýnin beinist að hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience, sem er vinsælasta hlaðvarpið á Spotify og eitt það vinsælasta í heiminum. Rogan fékk til sín nýlega smitsjúkdómalækni sem hefur talað gegn bólusetningum barna, sem vakti um mikla reiði. Neil Young óskaði eftir því á mánudag að tónlist hans yrði annað hvort fjarlægð af Spotify eða hlaðvarp Rogans. Spotify sagði í yfirlýsingu að fyrirtækinu þætti staðan miður en a tónlist Young yrði fjarlægð. Það hefur þó ekki verið gert þegar þessi frétt er skrifuð. Mitchell sagði í yfirlýsingu sinni, sem gefin var út í gærkvöldi, að hún stæði með félaga sínum Young og með alþjóðasamfélagið vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna. Young og Mitchell hafa verið vinir í áratugi og eru bæði hluti af þeim hópi fólks sem lifði af mænusótt. Bæðu smituðust þau af þeirri veiru snemma á sjötta áratugi síðustu aldar, stuttu áður en bóluefni gegn mænusótt var þróað. Þess má geta að þegar mænusóttarfaraldur reið yfir Bandaríkin snemma og um miðja síðustu öld var ráðist í umfangsmikið bólusetningarátak fyrir stjórnvalda en Franklin D. Roosevelts fyrrverandi forseti hafði verið mikill baráttumaður fyrir þróun bóluefnisins og stóð fyrir átakinu March of Dimes. Mitchell nefndi Rogan ekki sérstaklega í yfirlýsingu sinni eins og Young gerði en hún vísað þó til opins bréfs sem hópur vísinda- og heilbrigðisstarfsmanna sendu Spotify, þar sem fyrirtækið var gagnrýnt fyrir að styðja áfram við hlaðvarp Rogans. Spotify greiddi Rogan 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020 til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Spotify Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Óábyrgt fólk er að dreifa lygum sem kosta fólk lífið,“ sagði söngkonan í yfirlýsinu sem birtist á vefsíðu hennar. Gagnrýnin beinist að hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience, sem er vinsælasta hlaðvarpið á Spotify og eitt það vinsælasta í heiminum. Rogan fékk til sín nýlega smitsjúkdómalækni sem hefur talað gegn bólusetningum barna, sem vakti um mikla reiði. Neil Young óskaði eftir því á mánudag að tónlist hans yrði annað hvort fjarlægð af Spotify eða hlaðvarp Rogans. Spotify sagði í yfirlýsingu að fyrirtækinu þætti staðan miður en a tónlist Young yrði fjarlægð. Það hefur þó ekki verið gert þegar þessi frétt er skrifuð. Mitchell sagði í yfirlýsingu sinni, sem gefin var út í gærkvöldi, að hún stæði með félaga sínum Young og með alþjóðasamfélagið vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna. Young og Mitchell hafa verið vinir í áratugi og eru bæði hluti af þeim hópi fólks sem lifði af mænusótt. Bæðu smituðust þau af þeirri veiru snemma á sjötta áratugi síðustu aldar, stuttu áður en bóluefni gegn mænusótt var þróað. Þess má geta að þegar mænusóttarfaraldur reið yfir Bandaríkin snemma og um miðja síðustu öld var ráðist í umfangsmikið bólusetningarátak fyrir stjórnvalda en Franklin D. Roosevelts fyrrverandi forseti hafði verið mikill baráttumaður fyrir þróun bóluefnisins og stóð fyrir átakinu March of Dimes. Mitchell nefndi Rogan ekki sérstaklega í yfirlýsingu sinni eins og Young gerði en hún vísað þó til opins bréfs sem hópur vísinda- og heilbrigðisstarfsmanna sendu Spotify, þar sem fyrirtækið var gagnrýnt fyrir að styðja áfram við hlaðvarp Rogans. Spotify greiddi Rogan 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020 til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify.
Spotify Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59
Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48