Sonur Quist Møller segir að hann hafi fengið blóðtappa í hjarta fyrir um viku síðan og svo andast um miðjan dag í gær, að því er segir í frétt DR.
Quist Møller var afkastamikill barnabókahöfundur, en Íslendingar kannast líklega helst við bækurnar um Skógardýrið Húgó sem birtist fyrst í bók árið 1993 og voru þýddar yfir á íslensku, auk þess sem sjónvarpsþættir um Húgó nutu sömuleiðis mikilla vinsælda.
Quist Møller starfaði einnig sem tónlistarmaður, leikari og leikstjóri.