Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.
Þar segir að veiðitími tarfa sé frá 1. ágúst til 15. september en veiðitími kúa frá 1. ágúst til 20. september. Umhverfisstofnun getur hins vegar heimilað veiðar á törfum frá 1. júlí.
„Fyrstu tvær vikur veiðitímabilsins er veiðimönnum gert að forðast í lengstu lög að fella mylkar kýr svo draga megi eftir megni úr áhrifum veiðanna á kálfa. Þess í stað eru veiðimenn eindregið hvattir til að veiða eingöngu geldar kýr. Er í þessu sambandi bent á hlutverk og skyldur leiðsögumanna við að aðstoða og leiðbeina veiðimönnum við val á bráð,“ segir á Stjórnarráðsvefnum.
Þar segir jafnframt að veturgamlir tarfar séu alfriðaðir og óheimilt sé að veiða kálfa.
Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu veiðiheimilda.