Ísland sendir fimm keppendur til leiks í Kína en leikarnir hefjast á föstudaginn og standa til 20. febrúar.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá því að miðli sínum að allir keppendur á Vetrarólympíuleikunum fá veglega gjöf frá Samsung eða sérstaka Ólympíuútgáfu af Galaxy Z Flip 3 5G símanum. Hér fyrir neðan má sjá keppendur Íslands í skíðagöngu með símana.
Þetta eru þau Kristrún Guðnadóttir, Isak Stianson Pedersen og Snorri Einarsson sem öll keppa í skíðagöngu en að auki munu þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Sturla Snær Snorrason keppa í alpagreinum.
Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) fékk Ísland úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn keppanda í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíðagöngu kvenna og tvo keppendur í skíðagöngu karla. Ísland nýtti þann kvóta að fullu.