Sterkur leiðtogi skiptir máli Þorsteinn Hallgrímsson skrifar 3. febrúar 2022 08:31 Kæri lesandi, fram undan er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í þessu prófkjöri er í fyrsta skipti í langan tíma fleiri en einn í framboði í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins og er það vel. Það skiptir miklu máli að hafa sterkan leiðtoga sem leiðir listann og hefur góða blöndu af þekkingu, reynslu og hæfileikum til þess að gera það. Leiðtoginn þarf að vera góður stjórnandi, vera góður í mannlegum samskiptum, drífandi og hvetjandi, vera góður að fá fólk til að vinna með sér, og draga fram það besta hjá samstarfsfólki sínu. Leiðtoginn þarf að vera góð fyrirmynd, vera heiðarlegur og hafa gott mannorð. Ég hef þekkt Ásgeir Sveinsson um árabil en hann býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og hann hefur alla þessa eiginleika og meira til. Hann hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar á þessu kjörtímabili og einnig gegnt embætti formanns bæjarráðs. Ásgeir hefur starfað af krafti að bæjarmálunum, er vel inni í öllum málaflokkum og margt af því sem hann lagði áherslu á fyrir síðustu kosningar hefur verið framkvæmt á þessu kjörtímabili. Ásgeir hefur mikla reynslu sem leiðtogi og stjórnandi úr atvinnulífinu. Sem farsæll framkvæmdastjóri hjá HJ ehf. í 12 ár skilaði naut hann mikillar velgengni. Verkefnin í þannig starfi eru mörg, ólík og flókin, þar má nefna daglegan rekstur, umsjón með mannauðsmálum, fjármálastjórnun og samningagerð bæði við alþjóðleg fyrirtæki og innlend. Ásgeir hefur einnig mikla reynslu af stjórnun í félagsmálum, var formaður karlahandboltans hjá Aftureldingu 2013–2019 á miklum uppbyggingar- og uppgangstímum. Hann hefur langa reynslu sem handboltaþjálfari hjá Aftureldingu, hefur setið í stjórnum félaga og fyrirtækja og syngur í Karlakór Kjalnesinga. Það eru mörg spennandi verkefni og tækifæri fram undan í Mosfellsbæ. Það skiptir miklu máli fyrir okkur Mosfellinga að sterkur leiðtogi leiði lista Sjálfstæðisflokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þess vegna ætla ég að kjósa Ásgeir Sveinsson í 1. sætið og hvet þig, lesandi góður, til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, fram undan er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í þessu prófkjöri er í fyrsta skipti í langan tíma fleiri en einn í framboði í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins og er það vel. Það skiptir miklu máli að hafa sterkan leiðtoga sem leiðir listann og hefur góða blöndu af þekkingu, reynslu og hæfileikum til þess að gera það. Leiðtoginn þarf að vera góður stjórnandi, vera góður í mannlegum samskiptum, drífandi og hvetjandi, vera góður að fá fólk til að vinna með sér, og draga fram það besta hjá samstarfsfólki sínu. Leiðtoginn þarf að vera góð fyrirmynd, vera heiðarlegur og hafa gott mannorð. Ég hef þekkt Ásgeir Sveinsson um árabil en hann býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og hann hefur alla þessa eiginleika og meira til. Hann hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar á þessu kjörtímabili og einnig gegnt embætti formanns bæjarráðs. Ásgeir hefur starfað af krafti að bæjarmálunum, er vel inni í öllum málaflokkum og margt af því sem hann lagði áherslu á fyrir síðustu kosningar hefur verið framkvæmt á þessu kjörtímabili. Ásgeir hefur mikla reynslu sem leiðtogi og stjórnandi úr atvinnulífinu. Sem farsæll framkvæmdastjóri hjá HJ ehf. í 12 ár skilaði naut hann mikillar velgengni. Verkefnin í þannig starfi eru mörg, ólík og flókin, þar má nefna daglegan rekstur, umsjón með mannauðsmálum, fjármálastjórnun og samningagerð bæði við alþjóðleg fyrirtæki og innlend. Ásgeir hefur einnig mikla reynslu af stjórnun í félagsmálum, var formaður karlahandboltans hjá Aftureldingu 2013–2019 á miklum uppbyggingar- og uppgangstímum. Hann hefur langa reynslu sem handboltaþjálfari hjá Aftureldingu, hefur setið í stjórnum félaga og fyrirtækja og syngur í Karlakór Kjalnesinga. Það eru mörg spennandi verkefni og tækifæri fram undan í Mosfellsbæ. Það skiptir miklu máli fyrir okkur Mosfellinga að sterkur leiðtogi leiði lista Sjálfstæðisflokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þess vegna ætla ég að kjósa Ásgeir Sveinsson í 1. sætið og hvet þig, lesandi góður, til að gera slíkt hið sama.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun