Af hverju svona fáir og hvar eru konurnar? Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2022 14:04 Þau virðast vera óárennileg húsakynni Ríkisútvarpsins við Efstaleiti, en fjölmargir velta því nú fyrir sér hvers vegna svo fáir sækja um stöðu fréttastjóra og dagskrárstjóra Rásar 2. vísir/vilhelm Hópur umsækjenda um frétta- og dagskrárstjórastöðu á Ríkisútvarpinu ohf. er þannig vaxinn og svo fámennur að vakið hefur nokkra furðu. „Hvað skyldi valda því að einungis ein kona sækir um þegar tvær eftirsóknarverðar stjórnunarstöður eru í boði hjá RÚV ohf....?“ spyr Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra á Facebooksíðu sinni. En hún sótti einmitt sjálf um stöðu útvarpsstjóra þegar svo Stefán Eiríksson var ráðinn. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að aðeins fjórir sækist eftir fréttastjórastöðunni sem auglýst var laus eftir að Rakel Þorbergsdóttir fór frá borði. Allt eru það karlar: Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri sækir um, það gerir Þórir Guðmundsson einnig en hann er fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þór Jónsson sviðsstjóri og fyrrverandi ritstjóri Tímans sækir einnig um sem og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Samhliða var auglýst starf dagskrárstjóra en Baldvin Þór Bergsson söðlaði um og er nú ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar sækja um þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Til marks um kreppu á fjölmiðlamarkaði Eins og Kolbrún bendir á er aðeins ein kona meðal umsækjenda meðal þessara níu umskækjenda. Þá vekur furðu hversu fáir sækja um. Ýmsar kenningar um hvað valdi því eru settar fram á Facebook-vegg Kolbrúnar. Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins segir þetta glatað. „Ekki síst vegna þess að það eru nánast bara karlar í stjórnunarstöðum á RÚV.“ Egill Helgason segir það einnig spurningu hvernig á því standi að umsóknirnar eru svona fáar? „Ég held að það sé ansi mikið til marks um þá kreppu sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Það þykir einfaldlega ekki eftirsóknarvert að starfa þar.“ Þórhildur bætir því við að þetta sé ef til vill til marks um til marks um aðdráttaraflið sem RÚV hefur sem vinnustaður? Miðað við fólksflótta þaðan undanfarna mánuði.“ Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem áður starfaði í starfsmannahaldi og fjármáladeild RÚV í 12 ár segist ekki muna eftir því að hafa séð svo fáa umsækjendur. Hún telur að þar kunni að hafa áhrif að fréttamenn RÚV hafi sótt alvarlegum atlögum peningamanna og ekki verið varðir. Að umsóknarferlið sé leikrit Heiða B. Heiðars, sem var auglýsingastjóri Stundarinnar segir það ekki eftirsóknarvert fyrir konur að starfa við fjölmiðlun. „Af því að konur í þessum geira fá yfir sig holskeflu af ógeði um störf sín,“ segir Heiða og heldur áfram: „Konur í fjölmiðlum þurfa að þola hótanir, ógeðsleg nafnaköll og í verstu tilfellunum verða þær fyrir umsátri af höndum karla sem telja sig hafa eitthvað upp á þær að klaga.“ Atli Þór Fanndal, sem starfar sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International telur annað og meira kunni að ráða því hversu fáir sæki um: „Fólk hefur nú kannski ekki mikla trú á að ráðningaferlið sé annað en leikrit. Það er vinna að sækja um.“ Þá er eftir sá möguleiki að einhverjir umsækjendur vilji ekki að nöfn sín birtist en það þurfti heljarinnar tak til að svæla út nöfn um umsækjendur útvarpsstjóra á sínum tíma. Hvað sem veldur er þetta mikill munur frá því sem var þegar Baldvin Þór Bergsson hreppti stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Hvað skyldi valda því að einungis ein kona sækir um þegar tvær eftirsóknarverðar stjórnunarstöður eru í boði hjá RÚV ohf....?“ spyr Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra á Facebooksíðu sinni. En hún sótti einmitt sjálf um stöðu útvarpsstjóra þegar svo Stefán Eiríksson var ráðinn. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að aðeins fjórir sækist eftir fréttastjórastöðunni sem auglýst var laus eftir að Rakel Þorbergsdóttir fór frá borði. Allt eru það karlar: Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri sækir um, það gerir Þórir Guðmundsson einnig en hann er fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þór Jónsson sviðsstjóri og fyrrverandi ritstjóri Tímans sækir einnig um sem og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Samhliða var auglýst starf dagskrárstjóra en Baldvin Þór Bergsson söðlaði um og er nú ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar sækja um þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Til marks um kreppu á fjölmiðlamarkaði Eins og Kolbrún bendir á er aðeins ein kona meðal umsækjenda meðal þessara níu umskækjenda. Þá vekur furðu hversu fáir sækja um. Ýmsar kenningar um hvað valdi því eru settar fram á Facebook-vegg Kolbrúnar. Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins segir þetta glatað. „Ekki síst vegna þess að það eru nánast bara karlar í stjórnunarstöðum á RÚV.“ Egill Helgason segir það einnig spurningu hvernig á því standi að umsóknirnar eru svona fáar? „Ég held að það sé ansi mikið til marks um þá kreppu sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Það þykir einfaldlega ekki eftirsóknarvert að starfa þar.“ Þórhildur bætir því við að þetta sé ef til vill til marks um til marks um aðdráttaraflið sem RÚV hefur sem vinnustaður? Miðað við fólksflótta þaðan undanfarna mánuði.“ Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem áður starfaði í starfsmannahaldi og fjármáladeild RÚV í 12 ár segist ekki muna eftir því að hafa séð svo fáa umsækjendur. Hún telur að þar kunni að hafa áhrif að fréttamenn RÚV hafi sótt alvarlegum atlögum peningamanna og ekki verið varðir. Að umsóknarferlið sé leikrit Heiða B. Heiðars, sem var auglýsingastjóri Stundarinnar segir það ekki eftirsóknarvert fyrir konur að starfa við fjölmiðlun. „Af því að konur í þessum geira fá yfir sig holskeflu af ógeði um störf sín,“ segir Heiða og heldur áfram: „Konur í fjölmiðlum þurfa að þola hótanir, ógeðsleg nafnaköll og í verstu tilfellunum verða þær fyrir umsátri af höndum karla sem telja sig hafa eitthvað upp á þær að klaga.“ Atli Þór Fanndal, sem starfar sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International telur annað og meira kunni að ráða því hversu fáir sæki um: „Fólk hefur nú kannski ekki mikla trú á að ráðningaferlið sé annað en leikrit. Það er vinna að sækja um.“ Þá er eftir sá möguleiki að einhverjir umsækjendur vilji ekki að nöfn sín birtist en það þurfti heljarinnar tak til að svæla út nöfn um umsækjendur útvarpsstjóra á sínum tíma. Hvað sem veldur er þetta mikill munur frá því sem var þegar Baldvin Þór Bergsson hreppti stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira