Landhelgisgæslan var í eftirlitisflugi á svæðinu og kom fyrst auga á borgarísjakann sem áhöfn á varðskipinu Þór hafði séð fyrr um daginn. Áhöfn Þórs varaði við þeim ísjaka í kjölfarið en hann var þá staðsettur um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa.
Hér að neðan má sjá myndband af borgarísjakanum sem varað hafði verið við.
Í eftirlitsflugi kom þyrlusveit Landhelgisgæslunnar auga á enn stærri borgarísjaka. Sigmanni Gæslunnar var í kjölfarið slakað niður á jakann til að kanna aðstæður en þegar sigmaðurinn var hífður aftur upp var ákveðið að lenda þyrlunni á ísjakanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en Gæslan segir mikilvægt að þeir sem eigi leið um svæðið séu meðvitaðir um satðsetningu ísjakanna.
