Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og erfitt reyndist að skilja liðin að. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 14-13, Emsdetten í vil.
Heimamenn í Coburg tóku hins vegar öll völd í síðari hálfleik og skoruðu hvorki meira né minna en 21 mark gegn aðeins 11 mörkum gestanna. Niðurstaðan varð því níu marka sigur Coburg, 34-25.
Coburg situr nú í 13. sæti deildarinnar með 16 stig efti 18 leiki. Liðið hafði tapað seinustu þrem leikjum sínum og sigurinn í kvöld því kærkominn. Emsdetten situr hins vegar í 16. sæti deildarinnar með 14 stig og er án sigurs í seinustu fjórum leikjum.