Snorri fór vel af stað og var í 23. sæti eftir tvo hringi af 24. Hann var meðal 30 fremstu keppenda stærstan hluta keppninnar og kom að lokum í mark í 29. sæti af 70 keppendum á tímanum 1:22:50.1, sem verður að teljast frábær árangur hjá kappanum.
Eins og áður segir voru það tveir Rússar sem komu fyrstir í mark. Alexander Bolshunov fagnaði sigri þegar hann kom fyrstur í mark á tímanum 1:16:09.8, og rúmrí mínútu á eftir honum kom landi hans, Denis Spitsov, á tímanum 1:17:20.8.
Finninn Iivo Nikshanen varð þriðji á tímanum 1:18:10.0 og í fjórða til sjötta sæti voru tveir Norðmenn og einn Svíi, en þetta er í fyrsta skipti sem hvorki Svíi né Norðmaður hafnar í verðlaunasæti.