Ég vil ávinna mér virðingu Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 07:30 Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar. Þegar að mér bauðst að verða varaformaður félagsins var það því formaður og framkvæmdastjóri höfðu sagt af sér og yfirgefið skipið sem þau höfðu sjálf siglt í ólgusjó. Eftir að þau yfirgáfu skipið tók við stormasamur tími þar sem allir lögðust á eitt til þess að sjá til þess að skrifstofan yrði ekki óstarfhæf svo stéttarfélagið geti enn sinnt kjarnaþjónustu sinni og liðsinnt félagsfólki okkar. Með samstöðu tókst það, en það reynir nú þegar á samstöðu verkalýðsins til að bregðast við þeim grafalvarlega vanda sem steðjar að íslensku samfélagi eftir heimsfaraldurinn. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er samstaða gagnvart sameiginlegum stórum hagsmunamálum á borð við húsnæðismál, vaxtamál og skattamál. Í Eflingu eru 30.000 félagar sem geta hreyft samfélagið í rétta átt með samstilltu átaki og unnið gegn ójöfnuði og sundrungu í samfélaginu. Við náum hins vegar engu fram með innbyrðis átökum þar sem við setjum persónur ofar félagsmönnum. Starf Eflingar er of mikilvægt til þess. Við erum á leið í erfiða kjarasamninga og nú er ekki tímapunkturinn til að veikja félagið okkar með átökum og að hreinsa út okkar góða og reynslumikla fólk sem starfar fyrir félagið. Nú hefur fyrrum formaður boðað endurkomu sína sem mun einkennast af meiri hörku og sterkari stjórnarháttum. Hún mun heimta virðingu og hlýðni. Eflingarlistinn varð til því að fyrri stjórnendur brugðust skyldum sínum, og uppbygging hans er mótsvar við því sem virkaði ekki hjá fyrirverum okkar. Listinn var lýðræðislega samstilltur, en fjölbreytni hans endurspeglar félagsmenn okkar sem koma úr ýmsum áttum. Sem formannsefni flokksins heimta ég ekki virðingu, heldur vil ég ávinna mér hana með baráttu minni. Ég býð mig fram til þess að standa vörð um hagsmuni félagsmanna okkar, til að styðja við þá sem veikast standa og til að efna til enn sterkari samstöðu verkafólk landsins með Eflingu fremst í fylkingu. Ég vil aftur leggja allt í veðið og þarf þinn stuðning við Eflingarlistann til þess. Höfundur er varaformaður Eflingar og í framboði sem formaður A-lista Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Ólöf Helga Adolfsdóttir Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar. Þegar að mér bauðst að verða varaformaður félagsins var það því formaður og framkvæmdastjóri höfðu sagt af sér og yfirgefið skipið sem þau höfðu sjálf siglt í ólgusjó. Eftir að þau yfirgáfu skipið tók við stormasamur tími þar sem allir lögðust á eitt til þess að sjá til þess að skrifstofan yrði ekki óstarfhæf svo stéttarfélagið geti enn sinnt kjarnaþjónustu sinni og liðsinnt félagsfólki okkar. Með samstöðu tókst það, en það reynir nú þegar á samstöðu verkalýðsins til að bregðast við þeim grafalvarlega vanda sem steðjar að íslensku samfélagi eftir heimsfaraldurinn. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er samstaða gagnvart sameiginlegum stórum hagsmunamálum á borð við húsnæðismál, vaxtamál og skattamál. Í Eflingu eru 30.000 félagar sem geta hreyft samfélagið í rétta átt með samstilltu átaki og unnið gegn ójöfnuði og sundrungu í samfélaginu. Við náum hins vegar engu fram með innbyrðis átökum þar sem við setjum persónur ofar félagsmönnum. Starf Eflingar er of mikilvægt til þess. Við erum á leið í erfiða kjarasamninga og nú er ekki tímapunkturinn til að veikja félagið okkar með átökum og að hreinsa út okkar góða og reynslumikla fólk sem starfar fyrir félagið. Nú hefur fyrrum formaður boðað endurkomu sína sem mun einkennast af meiri hörku og sterkari stjórnarháttum. Hún mun heimta virðingu og hlýðni. Eflingarlistinn varð til því að fyrri stjórnendur brugðust skyldum sínum, og uppbygging hans er mótsvar við því sem virkaði ekki hjá fyrirverum okkar. Listinn var lýðræðislega samstilltur, en fjölbreytni hans endurspeglar félagsmenn okkar sem koma úr ýmsum áttum. Sem formannsefni flokksins heimta ég ekki virðingu, heldur vil ég ávinna mér hana með baráttu minni. Ég býð mig fram til þess að standa vörð um hagsmuni félagsmanna okkar, til að styðja við þá sem veikast standa og til að efna til enn sterkari samstöðu verkafólk landsins með Eflingu fremst í fylkingu. Ég vil aftur leggja allt í veðið og þarf þinn stuðning við Eflingarlistann til þess. Höfundur er varaformaður Eflingar og í framboði sem formaður A-lista Eflingar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar