„Það kom smá babb í bátinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 14:43 Svona var staðan á sjöunda tímanum í morgun. Síðan þá hafa sveitungar lagt hönd á plóg. North West Hotel & Restaurant Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum. „Það bara sprakk upp útidyrahurðin okkar,“ segir Kristinn Bjarnason eigandi staðarins. Hann segir vindinn hafa legið beint á útidyrnar með þeim afleiðingum að hún sprakk upp. „Svo var fólk að reyna að halda þessu lokuðu eins og hægt var, en það var erfitt.“ Eins og svo oft áður voru það liðsmenn björgunarsveitanna, í þessu tilfelli Húna frá Hvammstanga, sem mættu og negldu hurðina fasta. „Veðrið var algjörlega ruglað,“ segir Kristinn. Tryggingarnar séu lottó Til stóð að opna staðinn í dag klukkan 17 eftir nokkurra vikna lokun. Þau voru búin að mæta nokkrum dögum fyrr til að gera allt klárt. Þrífa og undirbúa matvæli. Gera allt klárt. „En það kom smá babb í bátinn,“ segir Kristinn á léttum nótum. Veitingastaðurinn á fallegum sumardegi.North West Hotel & Restaurant „Það er erfitt að meta tjónið. Það er rosaleg bleyta í húsgögnum og borðum. Svo voru tölvukerfin fyrir kælana og annað undirlögð í snjó,“ segir Kristinn. Þetta hafi verið hressandi í morgunsárið. „Svo er alltaf spurning hvort maður hafi verið rétt tryggður. Það er lottóið.“ Borgarbörn með ævintýraþrá Veitingastaðurinn og gistiheimilið er rekið í gömlu Víðigerði, miðja vegu á milli Hvammstanga og Blönduóss, og um miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kristinn útskýrir að hann sé borgarbarn en ævintýraþrá hafi dregið borgarbúana út á landið fyrir tíu árum. Þar séu þau enn enda líði þeim vel í sveitinni. „Við ætluðum að taka flipp úti á landi í tvö til þrjú ár og erum enn í því flippi.“ Sem fyrr segir stendur til að opna á nýjan leik á morgun klukkan 17. Veður Húnaþing vestra Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það bara sprakk upp útidyrahurðin okkar,“ segir Kristinn Bjarnason eigandi staðarins. Hann segir vindinn hafa legið beint á útidyrnar með þeim afleiðingum að hún sprakk upp. „Svo var fólk að reyna að halda þessu lokuðu eins og hægt var, en það var erfitt.“ Eins og svo oft áður voru það liðsmenn björgunarsveitanna, í þessu tilfelli Húna frá Hvammstanga, sem mættu og negldu hurðina fasta. „Veðrið var algjörlega ruglað,“ segir Kristinn. Tryggingarnar séu lottó Til stóð að opna staðinn í dag klukkan 17 eftir nokkurra vikna lokun. Þau voru búin að mæta nokkrum dögum fyrr til að gera allt klárt. Þrífa og undirbúa matvæli. Gera allt klárt. „En það kom smá babb í bátinn,“ segir Kristinn á léttum nótum. Veitingastaðurinn á fallegum sumardegi.North West Hotel & Restaurant „Það er erfitt að meta tjónið. Það er rosaleg bleyta í húsgögnum og borðum. Svo voru tölvukerfin fyrir kælana og annað undirlögð í snjó,“ segir Kristinn. Þetta hafi verið hressandi í morgunsárið. „Svo er alltaf spurning hvort maður hafi verið rétt tryggður. Það er lottóið.“ Borgarbörn með ævintýraþrá Veitingastaðurinn og gistiheimilið er rekið í gömlu Víðigerði, miðja vegu á milli Hvammstanga og Blönduóss, og um miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kristinn útskýrir að hann sé borgarbarn en ævintýraþrá hafi dregið borgarbúana út á landið fyrir tíu árum. Þar séu þau enn enda líði þeim vel í sveitinni. „Við ætluðum að taka flipp úti á landi í tvö til þrjú ár og erum enn í því flippi.“ Sem fyrr segir stendur til að opna á nýjan leik á morgun klukkan 17.
Veður Húnaþing vestra Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira