Sjálfsmark! Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 9. febrúar 2022 08:30 Í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi, þriðjudag, var rætt um húsnæðisverð og aukna verðbólgu. Þar sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, sem einnig er formaður bæjarráðs og varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, að ástæða hækkandi íbúðaverðs væri skortur á íbúðum og lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Og of hátt lóðaverð. Gagnrýndi hann Reykjavík í þeim efnum. En passaði sig á því að nefna ekki vægast sagt dapra stöðu í Hafnarfirði í þessum efnum - í hans eigin heimabæ, þar sem hann hefur farið með völd síðustu fjögur árin með Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúinn hefði nefnilega átt að líta sér nær. Hann sem forystumaður og samstarfsmaður Sjálfstæðisflokksins í meirihluta í Hafnarfirði hefði átt að nefna þá staðreynd, að fólki hefur fækkað í Hafnarfirði. Og ástæðan sú sem bæjarfulltrúinn nefndi sjálfur: Skortur á íbúðum og lóðum í Hafnarfirði! Í Reykjavík og öðrum nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar hefur verið eðlileg fólksfjölgun á síðustu árum. Þar hefur verið framboð. En ekki í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár, þá fækkaði íbúum Hafnarfjarðar í fyrsta skiptið árið 2020 og íbúaþróun er langt undir viðmiðunum og áætlunum. Ábyrgðin á sleninu og skipulagsleysinu er alfarið Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þegar kemur að húsnæðismálum. Í Hafnarfirði og ekki síður landsstjórninni, þar sem þessir sömu flokkar stjórna. Umbótatillögur Samfylkingarinnar liggja fyrir á landsvísu, svo sem stórhækkun húsnæðis- og vaxtabóta. Í Hafnarfirði munu jafnaðarmenn setja íbúðamálin í forgang vinni þeir sigur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Í fótboltanum gerist það stundum, að leikmenn slysast til að skjóta boltanum í eigið mark. Það er kallað sjálfsmark. Það var svo sannarlega skorað sjálfsmark í Kastljósinu í gær. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi, þriðjudag, var rætt um húsnæðisverð og aukna verðbólgu. Þar sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, sem einnig er formaður bæjarráðs og varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, að ástæða hækkandi íbúðaverðs væri skortur á íbúðum og lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Og of hátt lóðaverð. Gagnrýndi hann Reykjavík í þeim efnum. En passaði sig á því að nefna ekki vægast sagt dapra stöðu í Hafnarfirði í þessum efnum - í hans eigin heimabæ, þar sem hann hefur farið með völd síðustu fjögur árin með Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúinn hefði nefnilega átt að líta sér nær. Hann sem forystumaður og samstarfsmaður Sjálfstæðisflokksins í meirihluta í Hafnarfirði hefði átt að nefna þá staðreynd, að fólki hefur fækkað í Hafnarfirði. Og ástæðan sú sem bæjarfulltrúinn nefndi sjálfur: Skortur á íbúðum og lóðum í Hafnarfirði! Í Reykjavík og öðrum nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar hefur verið eðlileg fólksfjölgun á síðustu árum. Þar hefur verið framboð. En ekki í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár, þá fækkaði íbúum Hafnarfjarðar í fyrsta skiptið árið 2020 og íbúaþróun er langt undir viðmiðunum og áætlunum. Ábyrgðin á sleninu og skipulagsleysinu er alfarið Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þegar kemur að húsnæðismálum. Í Hafnarfirði og ekki síður landsstjórninni, þar sem þessir sömu flokkar stjórna. Umbótatillögur Samfylkingarinnar liggja fyrir á landsvísu, svo sem stórhækkun húsnæðis- og vaxtabóta. Í Hafnarfirði munu jafnaðarmenn setja íbúðamálin í forgang vinni þeir sigur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Í fótboltanum gerist það stundum, að leikmenn slysast til að skjóta boltanum í eigið mark. Það er kallað sjálfsmark. Það var svo sannarlega skorað sjálfsmark í Kastljósinu í gær. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun