Sjálfsmildi og jákvæð líkamsímynd hjálpa við að mæta því sem þarf hverju sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 11:31 Erna Kristín, jafnan þekkt undir Instagram nafni sínu Ernuland, leggur áherslu á jákvæða líkamsímynd á sínum miðlum og í sinni fræðslu. Aðsend Erna Kristín er menntaður guðfræðingur sem heldur uppi Instagram aðganginum @ernuland, þar sem hún leggur áherslu á jákvæða líkamsímynd og dreifir uppbyggilegum boðskap. Hún hefur einnig gefið út bækur á borð við Ég vel mig og Fullkomlega Ófullkomin þar sem þetta jákvæða hugarfar í eigin garð er í forgrunni. Erna Kristín er viðmælandi Innblástursins að þessu sinni. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég er ólétt mamma sem býr í blómabænum Hveragerði og vinnur á samfélagsmiðlum. Ég er menntuð guðfræðingur með diplómu í sálgæslu og elska ekkert meira en að ferðast með fjölskyldunni og skoða heiminn. View this post on Instagram A post shared by (@ernuland) Hvað veitir þér innblástur? Alls konar fólk! Fólk sem eltir draumana sína og fólk sem er samkvæmt sjálfu sér. Það er ekkert sem gefur mér meiri innblástur en að sjá manneskju vera hún sjálf og blómstra í eigin skinni. Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Hlusta á líkama og sál. Leyfa sér að hvílast ef það þarf og öfugt. Hlusta á þau merki sem líkaminn gefur okkur og sýna sér sjálfsmildi. Einnig tel ég að með jákvæðri líkamsímynd getir þú náð mjög langt þegar það kemur að andlegri líðan og hefur það hjá mér verið algjör ástæða þess að andleg heilsa geti haldist stöðug. Maður er mun betur undirbúinn að mæta því sem þarf hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by (@ernuland) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Ég vakna og hef litla gorminn minn til í skólann. Eftir að ég varð ólétt af tvíburum þá elska ég að skríða aftur upp í rúm og næla mér í nokkrar auka klukkustundir af svefni. Enginn dagur er eins hjá mér og fer hann mikið eftir verkefnum sem ég er að vinna að hverju sinni. Það gerir vinnuna svo skemmtilega og hentar mjög vel fyrir ADHD heilan minn. Þegar ég hef lokið því sem ég ætla að gera fyrir daginn þá er klukkan yfirleitt að ganga 15 en þá sæki ég strákinn minn og elskum við að skella okkur í sund eftir skóla, eða fyrir háttatíma og enda gjarnan dagarnir okkar þar. View this post on Instagram A post shared by (@ernuland) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Klárlega hvað það er óútreiknanlegt. Ég var búin að reyna plana næstu ár sundur og saman en verð síðan óvænt ólétt af tvíburum. Því hefur stefnan gjörbreyst og svo margt annað spennandi að fara að gerast í kjölfarið af stækkandi fjölskyldu. Ég vil lifa lífinu með allar dyr opnar og öll tækifærin sömuleiðis. Það er svo miklu skemmtilegra. Lífið Heilsa Innblásturinn Tengdar fréttir „Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun“ „Það er rosalega mikil áhersla á að fólk taki sig saman í andlitinu eftir hátíðirnar, eins og maður hafi verið að gera eitthvað af sér með því að hvílast og njóta með fólkinu sem maður elskar. Janúar er mánuðurinn sem óraunhæfar væntingar brotna og margir upplifa sig ekki nóg,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari í samtali við Vísi. 6. janúar 2022 20:00 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hún hefur einnig gefið út bækur á borð við Ég vel mig og Fullkomlega Ófullkomin þar sem þetta jákvæða hugarfar í eigin garð er í forgrunni. Erna Kristín er viðmælandi Innblástursins að þessu sinni. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég er ólétt mamma sem býr í blómabænum Hveragerði og vinnur á samfélagsmiðlum. Ég er menntuð guðfræðingur með diplómu í sálgæslu og elska ekkert meira en að ferðast með fjölskyldunni og skoða heiminn. View this post on Instagram A post shared by (@ernuland) Hvað veitir þér innblástur? Alls konar fólk! Fólk sem eltir draumana sína og fólk sem er samkvæmt sjálfu sér. Það er ekkert sem gefur mér meiri innblástur en að sjá manneskju vera hún sjálf og blómstra í eigin skinni. Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Hlusta á líkama og sál. Leyfa sér að hvílast ef það þarf og öfugt. Hlusta á þau merki sem líkaminn gefur okkur og sýna sér sjálfsmildi. Einnig tel ég að með jákvæðri líkamsímynd getir þú náð mjög langt þegar það kemur að andlegri líðan og hefur það hjá mér verið algjör ástæða þess að andleg heilsa geti haldist stöðug. Maður er mun betur undirbúinn að mæta því sem þarf hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by (@ernuland) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Ég vakna og hef litla gorminn minn til í skólann. Eftir að ég varð ólétt af tvíburum þá elska ég að skríða aftur upp í rúm og næla mér í nokkrar auka klukkustundir af svefni. Enginn dagur er eins hjá mér og fer hann mikið eftir verkefnum sem ég er að vinna að hverju sinni. Það gerir vinnuna svo skemmtilega og hentar mjög vel fyrir ADHD heilan minn. Þegar ég hef lokið því sem ég ætla að gera fyrir daginn þá er klukkan yfirleitt að ganga 15 en þá sæki ég strákinn minn og elskum við að skella okkur í sund eftir skóla, eða fyrir háttatíma og enda gjarnan dagarnir okkar þar. View this post on Instagram A post shared by (@ernuland) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Klárlega hvað það er óútreiknanlegt. Ég var búin að reyna plana næstu ár sundur og saman en verð síðan óvænt ólétt af tvíburum. Því hefur stefnan gjörbreyst og svo margt annað spennandi að fara að gerast í kjölfarið af stækkandi fjölskyldu. Ég vil lifa lífinu með allar dyr opnar og öll tækifærin sömuleiðis. Það er svo miklu skemmtilegra.
Lífið Heilsa Innblásturinn Tengdar fréttir „Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun“ „Það er rosalega mikil áhersla á að fólk taki sig saman í andlitinu eftir hátíðirnar, eins og maður hafi verið að gera eitthvað af sér með því að hvílast og njóta með fólkinu sem maður elskar. Janúar er mánuðurinn sem óraunhæfar væntingar brotna og margir upplifa sig ekki nóg,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari í samtali við Vísi. 6. janúar 2022 20:00 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
„Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun“ „Það er rosalega mikil áhersla á að fólk taki sig saman í andlitinu eftir hátíðirnar, eins og maður hafi verið að gera eitthvað af sér með því að hvílast og njóta með fólkinu sem maður elskar. Janúar er mánuðurinn sem óraunhæfar væntingar brotna og margir upplifa sig ekki nóg,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari í samtali við Vísi. 6. janúar 2022 20:00