Vaxtaverkir í leikskólamálum í Urriðaholti Vera Rut Ragnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:01 Samkvæmt skilgreiningu orðabókar þýðir „vaxtaverkur“ meðal annars stundarörðuleikar tengdir örri þróun. Um 70% íbúa í Urriðaholti eru undir fertugu og um 16% íbúa hverfisins eru börn á leikskólaaldri. Þess má geta að meðaltal leikskólabarna er almennt um 7% í sveitarfélögum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir tveimur leikskólum auk grunnskóla. Við skipulag Urriðaholts var ekki gert ráð fyrir jafn ungri íbúasamsetningu og úr varð, hvað þá svona mörgum leikskólabörnum. Þar spila fjölmargir þættir inn í en skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, lágir vextir og aðdráttarafl hverfisins hafa gert það að einum vinsælasta kosti síðustu ára. Fleiri börn á leikskóla en ætlað var 212 leikskólabörn eru í leikskóladeild Urriðaholtsskóla og ekki er hægt að taka við fleirum, enda leikskólinn ekki ætlaður nema 140 börnum á sex deildum. Stjórnendur skólans hafa unnið gott starf og reynt eftir fremsta megni að vinna lausnamiðað svo öllum líði vel. Þá hefur elstu börnum á leikskólanum verið komið fyrir í skólastofum grunnskólans, dóttir mín er á meðal þeirra barna. Aðstaðan sem leikskólabörn nota tímabundið verður ætluð frístund og tónment. Ekki þrengt að grunnskólabörnum Á grunnskólastigi Urriðaholsskóla eru 150 börn, elsti bekkurinn núna er 7. bekkur en verður 10. bekkur. Elstu börn skólans byrjuðu í 4. bekk og skólinn vex með þeim og því verða þau alltaf elsti bekkur skólans. Þar sem nemendur á grunnskólastigi eru ekki fleiri fleiri þrengir það ekki að grunnskólabörnum að leikskólinn fái tímabundið rými að láni til að mæta tímabundnum vexti. Það er mikilvægt að taka það fram að list- og verkgreinar eru kenndar í skólanum, ég las nýlega grein þar sem þar var sagt að svo væri ekki en mér finnst mikilvægt að leiðrétta. Ábyrgar framkvæmdir Bærinn fór ábyrgt í framkvæmdir í Urriðaholti og byggði hraða uppbyggingarinnar á fyrirliggjandi gögnum um líklega íbúasamsetningu miðað við fyrri uppbyggingu hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því um margt óvenjuleg staða sem upp hefur komið í Urriðaholtinu, enda fjöldi leikskólabarna langt umfram það sem nokkrar spár gerðu ráð fyrir. Við erum góðu vön og viljum það besta Hér í Garðabæ erum við góðu vön og viljum hafa það þannig áfram. Börn komast enn um 12 mánaða á leikskóla þó að það sé ekki endilega í hverfinu sem við búum í í fyrstu. Garðabær fór í það að byggja leikskólann Mánahvol, sem verður átta deilda leikskóli úr færanlegum einingum til að mæta þeirri tímabundnu þörf sem til staðar er í Urriðaholti meðal annars, en skólinn mun einnig nýtast þegar uppbygging hefst í Hnoðraholti á komandi árum. Til stendur að koma færanlegum einingum einnig fyrir á Holtsvegi á meðan leikskólin þar er í byggingu og börnin sem færu þangað myndu færast í varnalegt húsnæði þegar það er tilbúið. Það verður þó að nefna að húsnæði er ekki allt sem þarf til að reka leikskóla, stór hluti vandamála leikskólanna í landinu er mannekla og Garðabær er því ekki undanskilin. Nú þegar hefur verið farið í mikið markaðsátak til þess að laða að starfsfólk auk þess sem Garðabær hvetur starfsfólks leikskóla til náms og styður það. Hverfin eldast og breytast Ég minnist þess þegar ég var 6 ára í Flataskóla árið 1996, þá var húsnæði skólans sprungið og færanlegum húsum var komið fyrir á skólalóðinni. Fyrsta árið mitt í grunnskóla var ég í færanlegu húsnæði en í þá daga voru vaxtaverkirnir í Flataskóla. Byggt var við skólann til að mæta þeirri þörf en síðan þá hefur hverfið elst, foreldrar jafnaldra minna búa enn þá í grennd við skólann en við erum fullorðin og farin að heiman. Í dag eru færanlegu húsin farin og leikskóladeild komin í skólann þar sem barnafjöldi dróst saman. Til framtíðar má gera ráð fyrir að Flatirnar yngist upp aftur og Flataskóli verði aftur fullnýttur, en sú staða er einmitt uppi nú um stundir í Garðaskóla, þar sem nemendafjöldi hefur aftur náð miklum hæðum eftir að mikil fækkun varð þegar Álftanesskóli tók unglingadeild inn og 7. bekkur færðist aftur í hina hefðbundnu grunnskóla. Það er ekki sjálfgefið að allir innviðir séu komnir til á undan byggð, þó þess væri óskandi. Sem foreldri í Urriðaholtsskóla er ég þakklát því góða starfi sem þar á sér stað og þakklát einstaklega lausnamiðaðri hugsun skólastjórnenda. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og ánægt foreldri í Urriðaholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilgreiningu orðabókar þýðir „vaxtaverkur“ meðal annars stundarörðuleikar tengdir örri þróun. Um 70% íbúa í Urriðaholti eru undir fertugu og um 16% íbúa hverfisins eru börn á leikskólaaldri. Þess má geta að meðaltal leikskólabarna er almennt um 7% í sveitarfélögum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir tveimur leikskólum auk grunnskóla. Við skipulag Urriðaholts var ekki gert ráð fyrir jafn ungri íbúasamsetningu og úr varð, hvað þá svona mörgum leikskólabörnum. Þar spila fjölmargir þættir inn í en skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, lágir vextir og aðdráttarafl hverfisins hafa gert það að einum vinsælasta kosti síðustu ára. Fleiri börn á leikskóla en ætlað var 212 leikskólabörn eru í leikskóladeild Urriðaholtsskóla og ekki er hægt að taka við fleirum, enda leikskólinn ekki ætlaður nema 140 börnum á sex deildum. Stjórnendur skólans hafa unnið gott starf og reynt eftir fremsta megni að vinna lausnamiðað svo öllum líði vel. Þá hefur elstu börnum á leikskólanum verið komið fyrir í skólastofum grunnskólans, dóttir mín er á meðal þeirra barna. Aðstaðan sem leikskólabörn nota tímabundið verður ætluð frístund og tónment. Ekki þrengt að grunnskólabörnum Á grunnskólastigi Urriðaholsskóla eru 150 börn, elsti bekkurinn núna er 7. bekkur en verður 10. bekkur. Elstu börn skólans byrjuðu í 4. bekk og skólinn vex með þeim og því verða þau alltaf elsti bekkur skólans. Þar sem nemendur á grunnskólastigi eru ekki fleiri fleiri þrengir það ekki að grunnskólabörnum að leikskólinn fái tímabundið rými að láni til að mæta tímabundnum vexti. Það er mikilvægt að taka það fram að list- og verkgreinar eru kenndar í skólanum, ég las nýlega grein þar sem þar var sagt að svo væri ekki en mér finnst mikilvægt að leiðrétta. Ábyrgar framkvæmdir Bærinn fór ábyrgt í framkvæmdir í Urriðaholti og byggði hraða uppbyggingarinnar á fyrirliggjandi gögnum um líklega íbúasamsetningu miðað við fyrri uppbyggingu hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því um margt óvenjuleg staða sem upp hefur komið í Urriðaholtinu, enda fjöldi leikskólabarna langt umfram það sem nokkrar spár gerðu ráð fyrir. Við erum góðu vön og viljum það besta Hér í Garðabæ erum við góðu vön og viljum hafa það þannig áfram. Börn komast enn um 12 mánaða á leikskóla þó að það sé ekki endilega í hverfinu sem við búum í í fyrstu. Garðabær fór í það að byggja leikskólann Mánahvol, sem verður átta deilda leikskóli úr færanlegum einingum til að mæta þeirri tímabundnu þörf sem til staðar er í Urriðaholti meðal annars, en skólinn mun einnig nýtast þegar uppbygging hefst í Hnoðraholti á komandi árum. Til stendur að koma færanlegum einingum einnig fyrir á Holtsvegi á meðan leikskólin þar er í byggingu og börnin sem færu þangað myndu færast í varnalegt húsnæði þegar það er tilbúið. Það verður þó að nefna að húsnæði er ekki allt sem þarf til að reka leikskóla, stór hluti vandamála leikskólanna í landinu er mannekla og Garðabær er því ekki undanskilin. Nú þegar hefur verið farið í mikið markaðsátak til þess að laða að starfsfólk auk þess sem Garðabær hvetur starfsfólks leikskóla til náms og styður það. Hverfin eldast og breytast Ég minnist þess þegar ég var 6 ára í Flataskóla árið 1996, þá var húsnæði skólans sprungið og færanlegum húsum var komið fyrir á skólalóðinni. Fyrsta árið mitt í grunnskóla var ég í færanlegu húsnæði en í þá daga voru vaxtaverkirnir í Flataskóla. Byggt var við skólann til að mæta þeirri þörf en síðan þá hefur hverfið elst, foreldrar jafnaldra minna búa enn þá í grennd við skólann en við erum fullorðin og farin að heiman. Í dag eru færanlegu húsin farin og leikskóladeild komin í skólann þar sem barnafjöldi dróst saman. Til framtíðar má gera ráð fyrir að Flatirnar yngist upp aftur og Flataskóli verði aftur fullnýttur, en sú staða er einmitt uppi nú um stundir í Garðaskóla, þar sem nemendafjöldi hefur aftur náð miklum hæðum eftir að mikil fækkun varð þegar Álftanesskóli tók unglingadeild inn og 7. bekkur færðist aftur í hina hefðbundnu grunnskóla. Það er ekki sjálfgefið að allir innviðir séu komnir til á undan byggð, þó þess væri óskandi. Sem foreldri í Urriðaholtsskóla er ég þakklát því góða starfi sem þar á sér stað og þakklát einstaklega lausnamiðaðri hugsun skólastjórnenda. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og ánægt foreldri í Urriðaholti.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun