Samtal um þriðju vaktina er nauðsynlegt Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 10. febrúar 2022 14:32 Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi. Vísir Frumkvæði eða skortur þar á er oft vandamál sem kemur upp hjá pörum segir Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi í viðtali hjá Reykjavík síðdegis. Hinn aðilinn þarf að vera viljugur til þess að taka þátt í verkefnum innan heimilisins til þess að finna jafnvægi sem hentar öllum en viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. Mæður oftar á þriðju vaktinni Rannsókn sem gerð var um þriðju vaktina á tímum kórónuveirunnar sýndi að yfirgnæfandi líkur voru á því að móðirin væri að taka þriðju vaktina í samböndum þar sem foreldrar eru móðir og faðir. Hafliði segir ábyrgð, álag og frumkvæði oft koma upp í ráðgjöf og þessi umræða um vaktina snýst um að ná jafnvægi hjá pörum þar sem báðir aðilar eru sáttir við skiptingu verkefna. „Með skipulagi og með því að deila niður verkefnum, þá þarf líka að sleppa,“ segir Hafliði um ferlið að verkaskipta innan heimilisins. Þarf að sleppa Það reynist oft erfitt að sleppa tökum á verkefnum því það er ekki traust til staðar eða þá að það er ekki vaninn að skipta þessu. Þá geta komið upp erfiðleikar og togstreita svo fólk þarf að taka gott samtal ef það ætlar að gera þessa nauðsynlegu breytingu. Það þarf að fara yfir það hver á að sinna hvaða verkefni, hvernig það á að framkvæma það, hvar ábyrgðin liggur og svo þarf að leyfa foreldrinu að taka ábyrgðina sem því var úthlutað. Pör þurfa að setjast niður saman og búa til skipulag sem hentar þeim.Getty/ Morsa Images Mismikill metnaður Stundum kemur skiptingin af sjálfum sér því báðir aðilar hafa skilning á því hvað þarf að gera og hvernig á að framkvæma það. Þá er parið samstíga og allir sáttir með skiptingu verkefna og hvernig verkefnunum er sinnt. Vandinn er þegar það er mismikill metnaður og frumkvæði hjá aðilunum í því að gera þetta almennilega. Þá getur það gerst að verkefnin séu ekki jafn vel unnin og þau hafa verið hjá hinum aðilanum upp að þessu og þá myndast pirringur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Bylgjan Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Tengdar fréttir Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? 10. nóvember 2021 07:31 Ein á þriðju vaktinni Margir hafa heyrt hugtakið “þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. 19. október 2020 11:01 Stöndum þriðju vaktina saman! VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? 5. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Mæður oftar á þriðju vaktinni Rannsókn sem gerð var um þriðju vaktina á tímum kórónuveirunnar sýndi að yfirgnæfandi líkur voru á því að móðirin væri að taka þriðju vaktina í samböndum þar sem foreldrar eru móðir og faðir. Hafliði segir ábyrgð, álag og frumkvæði oft koma upp í ráðgjöf og þessi umræða um vaktina snýst um að ná jafnvægi hjá pörum þar sem báðir aðilar eru sáttir við skiptingu verkefna. „Með skipulagi og með því að deila niður verkefnum, þá þarf líka að sleppa,“ segir Hafliði um ferlið að verkaskipta innan heimilisins. Þarf að sleppa Það reynist oft erfitt að sleppa tökum á verkefnum því það er ekki traust til staðar eða þá að það er ekki vaninn að skipta þessu. Þá geta komið upp erfiðleikar og togstreita svo fólk þarf að taka gott samtal ef það ætlar að gera þessa nauðsynlegu breytingu. Það þarf að fara yfir það hver á að sinna hvaða verkefni, hvernig það á að framkvæma það, hvar ábyrgðin liggur og svo þarf að leyfa foreldrinu að taka ábyrgðina sem því var úthlutað. Pör þurfa að setjast niður saman og búa til skipulag sem hentar þeim.Getty/ Morsa Images Mismikill metnaður Stundum kemur skiptingin af sjálfum sér því báðir aðilar hafa skilning á því hvað þarf að gera og hvernig á að framkvæma það. Þá er parið samstíga og allir sáttir með skiptingu verkefna og hvernig verkefnunum er sinnt. Vandinn er þegar það er mismikill metnaður og frumkvæði hjá aðilunum í því að gera þetta almennilega. Þá getur það gerst að verkefnin séu ekki jafn vel unnin og þau hafa verið hjá hinum aðilanum upp að þessu og þá myndast pirringur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Bylgjan Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Tengdar fréttir Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? 10. nóvember 2021 07:31 Ein á þriðju vaktinni Margir hafa heyrt hugtakið “þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. 19. október 2020 11:01 Stöndum þriðju vaktina saman! VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? 5. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? 10. nóvember 2021 07:31
Ein á þriðju vaktinni Margir hafa heyrt hugtakið “þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. 19. október 2020 11:01
Stöndum þriðju vaktina saman! VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? 5. nóvember 2021 09:30