Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2022 13:50 Jón Gunnarssondómsmálaráðherra er sakaður um að hafa skipað Útlendingastofnun að verða ekki við beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að skila umsögnum um umsóknir um 170 manns um íslenskan ríkisborgararétt. Hér má sjá þá nafna Gunnarsson og Sigurðsson í þingsal í morgun. Vísir/SigurjónÓ Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. Undanfarnar vikur hafa þingmenn krafist þess í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun afhendi allsherjar- og menntamálanefnd umsagnir sínar og Ríkislögreglustjóra við um 170 umsóknir fólks um ríkisborgararétt svo nefndin geti tekið afstöðu til þeirra og afgreitt. Þingmenn, bæði í stjórnarandstöðu og í stjórnarliði, fullyrða að bæði ráðherrann og stofnunin séu að brjóta lög. Það væri ótvírætt í lögum að Alþingi veitti ríkisborgararétt þótt Útlendingastofnun gæti einnig gert það með stjórnvaldsaðgerð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Dómsmálaráðherra segir hins vegar að fyrirkomulag sem haft hafi verið í þessum málum í áraraðir hafi veitt þeim sem sækja um ríkisborgararétt til Alþingis forgang umfram þá sem sæki um til Útlendingastofnunar. Hann og Útlendingastofnun séu að fara að tilmælum Umboðsmanns Alþingis sem hafi gert athugasemdir við þetta. Útlendingastofnun hefur tekið upp það verklag að klára ekki umsagnir sínar til Alþingis um umsóknir fólks um ríkisborgararétt sem beint er til Alþingis allar í einu fyrir tiltekinn tímafrest svo Alþingi geti afgreitt þær. Þess í stað hefur stofnunin tekið allar umsóknir fyrir í þeirri röð sem þær berast stofnuninni óháð því hvort þeim er beint til Alþingis eða stofnunarinnar sjálfrar.Vísir/Friðrik Þór Boðað var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem mættust stálin stinn í skilningi þingmanna og ráðherrans á lögunum. Enn einn daginn fóru þingmenn því upp undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi í morgun og skoruðu á Birgi Ármannsson forseta þingsins að krefjast þess að ráðherra og Útlendingastofnun færu að lögum. „Það er hvergi kveðið á um það sérstaklega í lögunum að það eigi að hraða þessum umsóknum eitthvað umfram aðrar,” sagði dómsmálaráðherra á þingfundi í morgun. En í þessum orðum felst grundvallarágreiningur hans við þingið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir skýrt í lögum að Alþingi veiti ríkisborgararétt með lögum.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði málflutning ráðherrans vera með miklum ólíkindum. „Að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra koma hérna upp og þvæla öllu út og suður. Það er mjög, mjög skýrt í lögum um ríkisborgararétt að meginreglan er sú að Alþingi veiti ríkisborgararétt með lögum. Þetta er 6. grein laga um ríkisborgararétt. Síðan er Útlendingastofnun heimilt að veita ríkisborgararétt að ákveðnum lagaskilyrðum uppfylltum,“ sagði Þórhildur Sunna. Formaður Samfylkingarinnar minnti dómsmálaráðherra á að hann væri ekki sólkonungur og sæti í ráðherrastóli í skjóli Alþingis.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði dómsmálaráðherra geta fabúlerað endalaust um hvernig heimurinn ætti að ganga og honum fyndist að hann ætti að vera. „Ég vil bara benda hæstvirtum ráðherra á að hann er ekki sólkonungur sem þiggur vald sitt frá Guði. Heldur starfar hann í umboði þingsins og ber að vinna samkvæmt lögum sem þar eru sett,“ sagði Logi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata skorar á Jón Gunnarsson að segja af sér ráðherraembætti.Vísir/Vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata sagði meint lögbrot Jóns Gunnarssonar þeim mun alvarlegri þar sem hann væri ráðherra dómsmála. „Og það er aðeins ein leið út úr þessu. Hún er að hæstvirtur ráðherra segi af sér eða verði látinn segja af sér,“ sagði Gísli Rafn Fjölmargir aðrir þingmenn tóku til máls, flestir úr röðum stjórnarandstöðu en allir sem tóku til máls ítrekuðu að Útlendingastofnun ætti að afhenda Alþingi umbeðnar upplýsingar. Enda var á það bent að Ísland væri lýðveldi með þingbundinni stjórn. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar lauk opnum fundi nefndarinnar í morgun á að segja að hún hefði fullan skilning á því verklagi Útlendingastofnunar að taka umsóknir fyrir í tímaröð. Bryndís Haraldsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar vonar að nefndin nái samkomulagi um það í sátt við dómsmálaráðuneytið hvernig staðið verði að veitingu ríkisborgararéttar á Alþingi. Hins vegar þurfi að afgreiða þær um 170 umsóknir sem nú þegar liggi fyrir.Vísir/Vilhelm „En eins og hæstvirtur ráðherra kom inn á hér áðan, að það væri hægt að senda þær (til nefndarinnar) eftir því sem það vinnst hjá stofnuninni; það er alveg rétt að það hentar ekki þessari nefnd og Alþingi Íslendinga að fá hér inn tvær til þrjár umsóknir á mánuði. Þess vegna held ég að þessu samtali verði að halda áfram,” sagði Bryndís. Nefndin þyrfti í vonandi góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið að komast að niðurstöðu um hvernig væri best að haga verklaginu til framtíðar. „En það breytir auðvitað ekki þeirri stöðu að við þurfum að afgreiða þessar umsóknir sem bárust á sínum tíma. Um 170 umsóknir,“ sagði Bryndís og ítrekaði þann vilja nefndarinnar að hún fengi að sjá þær umsagnir sem allra fyrst. Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Svarar fyrir umdeildar breytingar á veitingu ríkisborgararéttar Allsherjar- og menntamálanefnd hefur boðað Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á sinn fund í dag, klukkan 9.10. Fundurinn er í beinni útsendingu. 10. febrúar 2022 08:50 Ætlar ekki að vera með „VIP-leið fyrir sérhóp“ Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, segir þingmenn stjórnarandstöðunnar misskilja breytingar sem hann gerði á reglum um afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsóknum um ríkisborgararétt. Hann hafi með breytingunum komið í veg fyrir að sumir nytu hraðari afgreiðslu umsóknar um ríkisborgararétt en aðrir. 28. janúar 2022 09:07 Útlendingastofnun neitar að fylgja skipulagi stjórnsýslunnar Það er í fréttum núna hvernig Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt samkvæmt lögum. Þetta er ríkisstofnun sem neitar að fylgja skipulagi stjórnsýslunnar á Íslandi og á ekki að gerast. 4. janúar 2022 08:30 Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29. desember 2021 23:20 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa þingmenn krafist þess í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun afhendi allsherjar- og menntamálanefnd umsagnir sínar og Ríkislögreglustjóra við um 170 umsóknir fólks um ríkisborgararétt svo nefndin geti tekið afstöðu til þeirra og afgreitt. Þingmenn, bæði í stjórnarandstöðu og í stjórnarliði, fullyrða að bæði ráðherrann og stofnunin séu að brjóta lög. Það væri ótvírætt í lögum að Alþingi veitti ríkisborgararétt þótt Útlendingastofnun gæti einnig gert það með stjórnvaldsaðgerð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Dómsmálaráðherra segir hins vegar að fyrirkomulag sem haft hafi verið í þessum málum í áraraðir hafi veitt þeim sem sækja um ríkisborgararétt til Alþingis forgang umfram þá sem sæki um til Útlendingastofnunar. Hann og Útlendingastofnun séu að fara að tilmælum Umboðsmanns Alþingis sem hafi gert athugasemdir við þetta. Útlendingastofnun hefur tekið upp það verklag að klára ekki umsagnir sínar til Alþingis um umsóknir fólks um ríkisborgararétt sem beint er til Alþingis allar í einu fyrir tiltekinn tímafrest svo Alþingi geti afgreitt þær. Þess í stað hefur stofnunin tekið allar umsóknir fyrir í þeirri röð sem þær berast stofnuninni óháð því hvort þeim er beint til Alþingis eða stofnunarinnar sjálfrar.Vísir/Friðrik Þór Boðað var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem mættust stálin stinn í skilningi þingmanna og ráðherrans á lögunum. Enn einn daginn fóru þingmenn því upp undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi í morgun og skoruðu á Birgi Ármannsson forseta þingsins að krefjast þess að ráðherra og Útlendingastofnun færu að lögum. „Það er hvergi kveðið á um það sérstaklega í lögunum að það eigi að hraða þessum umsóknum eitthvað umfram aðrar,” sagði dómsmálaráðherra á þingfundi í morgun. En í þessum orðum felst grundvallarágreiningur hans við þingið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir skýrt í lögum að Alþingi veiti ríkisborgararétt með lögum.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði málflutning ráðherrans vera með miklum ólíkindum. „Að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra koma hérna upp og þvæla öllu út og suður. Það er mjög, mjög skýrt í lögum um ríkisborgararétt að meginreglan er sú að Alþingi veiti ríkisborgararétt með lögum. Þetta er 6. grein laga um ríkisborgararétt. Síðan er Útlendingastofnun heimilt að veita ríkisborgararétt að ákveðnum lagaskilyrðum uppfylltum,“ sagði Þórhildur Sunna. Formaður Samfylkingarinnar minnti dómsmálaráðherra á að hann væri ekki sólkonungur og sæti í ráðherrastóli í skjóli Alþingis.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði dómsmálaráðherra geta fabúlerað endalaust um hvernig heimurinn ætti að ganga og honum fyndist að hann ætti að vera. „Ég vil bara benda hæstvirtum ráðherra á að hann er ekki sólkonungur sem þiggur vald sitt frá Guði. Heldur starfar hann í umboði þingsins og ber að vinna samkvæmt lögum sem þar eru sett,“ sagði Logi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata skorar á Jón Gunnarsson að segja af sér ráðherraembætti.Vísir/Vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata sagði meint lögbrot Jóns Gunnarssonar þeim mun alvarlegri þar sem hann væri ráðherra dómsmála. „Og það er aðeins ein leið út úr þessu. Hún er að hæstvirtur ráðherra segi af sér eða verði látinn segja af sér,“ sagði Gísli Rafn Fjölmargir aðrir þingmenn tóku til máls, flestir úr röðum stjórnarandstöðu en allir sem tóku til máls ítrekuðu að Útlendingastofnun ætti að afhenda Alþingi umbeðnar upplýsingar. Enda var á það bent að Ísland væri lýðveldi með þingbundinni stjórn. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar lauk opnum fundi nefndarinnar í morgun á að segja að hún hefði fullan skilning á því verklagi Útlendingastofnunar að taka umsóknir fyrir í tímaröð. Bryndís Haraldsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar vonar að nefndin nái samkomulagi um það í sátt við dómsmálaráðuneytið hvernig staðið verði að veitingu ríkisborgararéttar á Alþingi. Hins vegar þurfi að afgreiða þær um 170 umsóknir sem nú þegar liggi fyrir.Vísir/Vilhelm „En eins og hæstvirtur ráðherra kom inn á hér áðan, að það væri hægt að senda þær (til nefndarinnar) eftir því sem það vinnst hjá stofnuninni; það er alveg rétt að það hentar ekki þessari nefnd og Alþingi Íslendinga að fá hér inn tvær til þrjár umsóknir á mánuði. Þess vegna held ég að þessu samtali verði að halda áfram,” sagði Bryndís. Nefndin þyrfti í vonandi góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið að komast að niðurstöðu um hvernig væri best að haga verklaginu til framtíðar. „En það breytir auðvitað ekki þeirri stöðu að við þurfum að afgreiða þessar umsóknir sem bárust á sínum tíma. Um 170 umsóknir,“ sagði Bryndís og ítrekaði þann vilja nefndarinnar að hún fengi að sjá þær umsagnir sem allra fyrst.
Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Svarar fyrir umdeildar breytingar á veitingu ríkisborgararéttar Allsherjar- og menntamálanefnd hefur boðað Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á sinn fund í dag, klukkan 9.10. Fundurinn er í beinni útsendingu. 10. febrúar 2022 08:50 Ætlar ekki að vera með „VIP-leið fyrir sérhóp“ Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, segir þingmenn stjórnarandstöðunnar misskilja breytingar sem hann gerði á reglum um afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsóknum um ríkisborgararétt. Hann hafi með breytingunum komið í veg fyrir að sumir nytu hraðari afgreiðslu umsóknar um ríkisborgararétt en aðrir. 28. janúar 2022 09:07 Útlendingastofnun neitar að fylgja skipulagi stjórnsýslunnar Það er í fréttum núna hvernig Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt samkvæmt lögum. Þetta er ríkisstofnun sem neitar að fylgja skipulagi stjórnsýslunnar á Íslandi og á ekki að gerast. 4. janúar 2022 08:30 Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29. desember 2021 23:20 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Bein útsending: Svarar fyrir umdeildar breytingar á veitingu ríkisborgararéttar Allsherjar- og menntamálanefnd hefur boðað Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á sinn fund í dag, klukkan 9.10. Fundurinn er í beinni útsendingu. 10. febrúar 2022 08:50
Ætlar ekki að vera með „VIP-leið fyrir sérhóp“ Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, segir þingmenn stjórnarandstöðunnar misskilja breytingar sem hann gerði á reglum um afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsóknum um ríkisborgararétt. Hann hafi með breytingunum komið í veg fyrir að sumir nytu hraðari afgreiðslu umsóknar um ríkisborgararétt en aðrir. 28. janúar 2022 09:07
Útlendingastofnun neitar að fylgja skipulagi stjórnsýslunnar Það er í fréttum núna hvernig Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt samkvæmt lögum. Þetta er ríkisstofnun sem neitar að fylgja skipulagi stjórnsýslunnar á Íslandi og á ekki að gerast. 4. janúar 2022 08:30
Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29. desember 2021 23:20