Þætti vænt um ef bankarnir kæmu með tillögu um hvernig létta á undir heimilunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 10. febrúar 2022 21:37 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra talar fyrir því að bankarnir leggi sitt á vogarskálarnar til að létta undir heimilunum sem horfa fram á erfiða stöðu vegna vaxtahækkana. Vísir/Vilhelm Stóru viðskiptabankarnir þrír skila allir methagnaði á síðasta ári enda höfðu stjórnvöld gert rekstrarumhverfi þeirra hagstætt í faraldrinum. Íslandsbanki birti í dag hagnað upp á 23,7 milljarða króna en áður hafði Landsbankinn greint frá 28,9 milljarða hagnaði og Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða. Landsbankinn hefur greint frá því að hluthöfum verði greiddir rúmir 14 milljarðar í arð, en ríkið á um 95 prósent í bankanum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur kallað eftir því að bankarnir í landinu taki þátt í að koma samfélaginu út úr faraldrinum. Með „ofurhagnaði“ sínum séu þeir í góðri stöðu til að létta undir með heimilunum, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. „Ég tel bara mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því tímabili sem er framundan, þessu svokallaða „post-Covid“ tímabili. Það er mjög augljóst að þessar vaxtahækkanir koma mjög misvel við heimilin í landinu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir þessa aðstoð sérstaklega mikilvæga fyrir ungt fólk og tekjulága, sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna vaxtahækkana. „Sum heimili skulda lítið og þá kemur þetta ekki eins illa við þau en svo er það unga fólkið sem er jafnvel nýfarið inn á markaðinn. Þá er þetta erfitt og ég tel að bankarnir eigi að koma að þessu og aðstoða þessi heimili og líka tekjulægstu heimilin,“ segir Lilja. En hvernig leggur hún til að farið verði að þessu? „Ég er svolítið að varpa boltanum yfir til þeirra en eins og við vitum er hluti af þeim í ríkiseigu og mér þætti hreinlega vænt um það ef þeir kæmu sjálfi með tillögu að þessu,“ segir Lilja og nefnir að stjórnvöld geti líka gripið inn í og nefnir til dæmis aðferðir Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. „Árið 1981 setti hún á svona skatt til að koma til móts við akkúrat svipaðar aðstæður til að jafna stöðu fólksins í landinu,“ segir Lilja og segist stöðugt ræða efnahagsmálin við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við erum alltaf að ræða efnahagsmálin,“ segir Lilja. Efnahagsmál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Íslandsbanki birti í dag hagnað upp á 23,7 milljarða króna en áður hafði Landsbankinn greint frá 28,9 milljarða hagnaði og Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða. Landsbankinn hefur greint frá því að hluthöfum verði greiddir rúmir 14 milljarðar í arð, en ríkið á um 95 prósent í bankanum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur kallað eftir því að bankarnir í landinu taki þátt í að koma samfélaginu út úr faraldrinum. Með „ofurhagnaði“ sínum séu þeir í góðri stöðu til að létta undir með heimilunum, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. „Ég tel bara mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því tímabili sem er framundan, þessu svokallaða „post-Covid“ tímabili. Það er mjög augljóst að þessar vaxtahækkanir koma mjög misvel við heimilin í landinu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir þessa aðstoð sérstaklega mikilvæga fyrir ungt fólk og tekjulága, sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna vaxtahækkana. „Sum heimili skulda lítið og þá kemur þetta ekki eins illa við þau en svo er það unga fólkið sem er jafnvel nýfarið inn á markaðinn. Þá er þetta erfitt og ég tel að bankarnir eigi að koma að þessu og aðstoða þessi heimili og líka tekjulægstu heimilin,“ segir Lilja. En hvernig leggur hún til að farið verði að þessu? „Ég er svolítið að varpa boltanum yfir til þeirra en eins og við vitum er hluti af þeim í ríkiseigu og mér þætti hreinlega vænt um það ef þeir kæmu sjálfi með tillögu að þessu,“ segir Lilja og nefnir að stjórnvöld geti líka gripið inn í og nefnir til dæmis aðferðir Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. „Árið 1981 setti hún á svona skatt til að koma til móts við akkúrat svipaðar aðstæður til að jafna stöðu fólksins í landinu,“ segir Lilja og segist stöðugt ræða efnahagsmálin við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við erum alltaf að ræða efnahagsmálin,“ segir Lilja.
Efnahagsmál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57
Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21