Sögufölsun skuggastjórnenda verkalýðshreyfingarinnar Vilhjálmur Birgisson skrifar 11. febrúar 2022 11:30 Það var nú undarleg sögufölsun sem kom fram í pistli frá Gunnari Karli starfsmanni stéttarfélags Bárunnar á Selfossi á Vísi í gær þar sem hann fjallaði að stærstum hluta um formannskosningarnar í Eflingu. En í þessum pistli er því haldið ranglega fram að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað verkafólki meiri ávinningi en lífskjarasamningurinn sem undirritaður var 2019. Það er grátbroslegt að sjá skuggastjórnendur verkalýðshreyfingarinnar sem félagi Ragnar Þór talaði um í pistli sínum í gær væla eins og stungnir grísir yfir því að nokkuð vel hafi tekist til við gerð lífskjarasamningsins sem leiddur var undir forystu Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness. Svona sögufölsun eins og sést hjá Gunnari Karli er til þess eins að reyna að telja launafólki trú um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Öll svona afbökun á sannleikanum er til þess fallin að reyna að hafa áhrif á formannskosningar í Eflingu. Það er ekki bara að lífskjarasamningurinn hafi skilað umtalsvert fleiri krónum í launaumslag verkafólks heldur fylgdi með aðgerðapakki frá stjórnvöldum sem var kostnaðarmetinn af stjórnvöldum upp á 80 milljarða til að styðja við lífskjarasamninginn. Okkur tókst í lífskjarasamningum að til dæmis lækka skattbyrði lágtekjufólks með samkomulagi við stjórnvöld og skilaði sú skattalækkun ein og sér tæplega 12.000 krónum til lágtekjufólks. Þetta er hægt að sjá með nákvæmum hætti á reiknivél um staðgreiðslu hjá ríkisskattstjóra. Samhliða lífskjarasamningum funduðum við líka með Seðlabankanum þar sem lögð var ofuráhersla á að skapa forsendur fyrir Seðlabankann til að lækka stýrivexti bankans, og það tókst. Það var meira að segja skrifað í forsendur lífskjarasamningsins að ef stýrivextir Seðlabankans myndu ekki lækka um 2% yrði lífskjarasamningurinn uppsegjanlegur. En skoðum þessa ótrúlega röngu staðhæfingu um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Algengasti launaflokkur verkafólks er lfl. 7 en hann hækkaði úr 211.211 kr. árið 2014 í 272.261 kr. á samningstímanum eða sem nemur 61.050 kr. nánar tiltekið 29%. Þessi sami launaflokkur nr. 7 hækkaði hinsvegar í lífskjarasamningum úr 272.261. í 362.261 kr. og stendur í þeirri upphæð í dag. Semsagt hækkaði um 90.000 kr. á samningstímanum eða sem nemur 33%. Þessu til viðbótar liggur fyrir að við sömdum líka um svokallaðan hagvaxtarauka og mun hagvaxtaraukinn sem samið var um í lífskjarasamningnum virkjast á þessu ári. Afar líklegt er að hann muni skila launafólki 13.000 kr. sem koma þá til hækkunar 1. maí á þessu ári. Ef það raungerist sem afar miklar líkur eru á miðað við stöðuna eins og hún er í dag þá hafa launataxtar verkafólks hækkað um 103.000 kr. Að halda því fram að samningurinn 2015 hafi skilað verkafólki meiru er ótrúlegt þegar liggur fyrir að launataxtar hækkuðu um 61.050 kr. á samningstímanum 2015 en að öllum líkindum 103.000 í lífskjarasamningnum. Þetta þýðir að lífskjarasamningurinn skilar 38% launahækkun en samningurinn 2015 29%. Því til viðbótar er 80 milljarða aðgerðapakki sem fylgdi með lífskjarasamningnum þar sem skattalækkun upp á 12.000 kr. er m.a. hluti af. Vaxtalækkun En aðalkjarabótin fyrir verkafólk og íslensk heimili liggur í lækkun vaxta eins og var eitt af stóru markmiðum lífskjarasamningsins og það tókst en fyrir lífskjarasamninginn voru stýrivextir 4,25% og fóru lægst niður í 0,75% þótt vissulega hafi þeir hækkað að nýju og standi núna í 2,75% En skoðum vextina sem heimilunum var boðið upp á árið 2015 en óverðtryggðir vextir voru þá 7,25% en eru í dag 4,20%. Verðtryggðir vextir voru 3,65% en eru í dag 1,9%. Þessi vaxtamunur á 35 milljóna húsnæðisláni þýðir að greiðslubyrði hefur lækkað miðað við vextina 2015 um 90.000 á mánuði eða 1,1 milljón á ársgrundvelli. Af verðtryggðu láni að sömu fjárhæð er lækkun á greiðslubyrði 50.000 kr. á mánuði eða 600.000 á ársgrundvelli. Það er sorglegt þegar aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar vilja ekki viðurkenna að lífskjarasamningurinn undir forystu Verkalýðsfélags Akraness, Eflingar og VR hafi ekki skilað afar góðum árangri þótt alltaf megi gera betur enda lýkur kjarabaráttu launafólks aldrei. Það er rétt hjá félaga Ragnari Þór að hatrið og níðið í garð þeirra sem hafa gagnrýnt stefnur og markmið ASÍ á liðnum árum og áratugum er grímulaust. Allir sem þekkja til innan verkalýðshreyfingarinnar vita hvernig fulltrúalýðræðið virkar inni á þingum ASÍ og innan landssambanda ASÍ. Því má klárlega segja að það sé ekkert verið að kjósa eingöngu um forystu í Eflingu heldur hefur sú kosning áhrif á fulltrúalýðræðið inni á þingum ASÍ og SGS. Það má segja að kosningar í Eflingu, sem er næststærsta stéttarfélag landsins, muni hafa áhrif á stefnu og markmið verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni og nú sé kannski að renna upp sá dagur að loksins verði lokauppgjör innan verkalýðshreyfingarinnar. En rétt skal vera rétt og ég vísa svona sögufölsun á bug sérstaklega þegar verið er að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Eflingu með slíku bulli! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það var nú undarleg sögufölsun sem kom fram í pistli frá Gunnari Karli starfsmanni stéttarfélags Bárunnar á Selfossi á Vísi í gær þar sem hann fjallaði að stærstum hluta um formannskosningarnar í Eflingu. En í þessum pistli er því haldið ranglega fram að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað verkafólki meiri ávinningi en lífskjarasamningurinn sem undirritaður var 2019. Það er grátbroslegt að sjá skuggastjórnendur verkalýðshreyfingarinnar sem félagi Ragnar Þór talaði um í pistli sínum í gær væla eins og stungnir grísir yfir því að nokkuð vel hafi tekist til við gerð lífskjarasamningsins sem leiddur var undir forystu Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness. Svona sögufölsun eins og sést hjá Gunnari Karli er til þess eins að reyna að telja launafólki trú um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Öll svona afbökun á sannleikanum er til þess fallin að reyna að hafa áhrif á formannskosningar í Eflingu. Það er ekki bara að lífskjarasamningurinn hafi skilað umtalsvert fleiri krónum í launaumslag verkafólks heldur fylgdi með aðgerðapakki frá stjórnvöldum sem var kostnaðarmetinn af stjórnvöldum upp á 80 milljarða til að styðja við lífskjarasamninginn. Okkur tókst í lífskjarasamningum að til dæmis lækka skattbyrði lágtekjufólks með samkomulagi við stjórnvöld og skilaði sú skattalækkun ein og sér tæplega 12.000 krónum til lágtekjufólks. Þetta er hægt að sjá með nákvæmum hætti á reiknivél um staðgreiðslu hjá ríkisskattstjóra. Samhliða lífskjarasamningum funduðum við líka með Seðlabankanum þar sem lögð var ofuráhersla á að skapa forsendur fyrir Seðlabankann til að lækka stýrivexti bankans, og það tókst. Það var meira að segja skrifað í forsendur lífskjarasamningsins að ef stýrivextir Seðlabankans myndu ekki lækka um 2% yrði lífskjarasamningurinn uppsegjanlegur. En skoðum þessa ótrúlega röngu staðhæfingu um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Algengasti launaflokkur verkafólks er lfl. 7 en hann hækkaði úr 211.211 kr. árið 2014 í 272.261 kr. á samningstímanum eða sem nemur 61.050 kr. nánar tiltekið 29%. Þessi sami launaflokkur nr. 7 hækkaði hinsvegar í lífskjarasamningum úr 272.261. í 362.261 kr. og stendur í þeirri upphæð í dag. Semsagt hækkaði um 90.000 kr. á samningstímanum eða sem nemur 33%. Þessu til viðbótar liggur fyrir að við sömdum líka um svokallaðan hagvaxtarauka og mun hagvaxtaraukinn sem samið var um í lífskjarasamningnum virkjast á þessu ári. Afar líklegt er að hann muni skila launafólki 13.000 kr. sem koma þá til hækkunar 1. maí á þessu ári. Ef það raungerist sem afar miklar líkur eru á miðað við stöðuna eins og hún er í dag þá hafa launataxtar verkafólks hækkað um 103.000 kr. Að halda því fram að samningurinn 2015 hafi skilað verkafólki meiru er ótrúlegt þegar liggur fyrir að launataxtar hækkuðu um 61.050 kr. á samningstímanum 2015 en að öllum líkindum 103.000 í lífskjarasamningnum. Þetta þýðir að lífskjarasamningurinn skilar 38% launahækkun en samningurinn 2015 29%. Því til viðbótar er 80 milljarða aðgerðapakki sem fylgdi með lífskjarasamningnum þar sem skattalækkun upp á 12.000 kr. er m.a. hluti af. Vaxtalækkun En aðalkjarabótin fyrir verkafólk og íslensk heimili liggur í lækkun vaxta eins og var eitt af stóru markmiðum lífskjarasamningsins og það tókst en fyrir lífskjarasamninginn voru stýrivextir 4,25% og fóru lægst niður í 0,75% þótt vissulega hafi þeir hækkað að nýju og standi núna í 2,75% En skoðum vextina sem heimilunum var boðið upp á árið 2015 en óverðtryggðir vextir voru þá 7,25% en eru í dag 4,20%. Verðtryggðir vextir voru 3,65% en eru í dag 1,9%. Þessi vaxtamunur á 35 milljóna húsnæðisláni þýðir að greiðslubyrði hefur lækkað miðað við vextina 2015 um 90.000 á mánuði eða 1,1 milljón á ársgrundvelli. Af verðtryggðu láni að sömu fjárhæð er lækkun á greiðslubyrði 50.000 kr. á mánuði eða 600.000 á ársgrundvelli. Það er sorglegt þegar aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar vilja ekki viðurkenna að lífskjarasamningurinn undir forystu Verkalýðsfélags Akraness, Eflingar og VR hafi ekki skilað afar góðum árangri þótt alltaf megi gera betur enda lýkur kjarabaráttu launafólks aldrei. Það er rétt hjá félaga Ragnari Þór að hatrið og níðið í garð þeirra sem hafa gagnrýnt stefnur og markmið ASÍ á liðnum árum og áratugum er grímulaust. Allir sem þekkja til innan verkalýðshreyfingarinnar vita hvernig fulltrúalýðræðið virkar inni á þingum ASÍ og innan landssambanda ASÍ. Því má klárlega segja að það sé ekkert verið að kjósa eingöngu um forystu í Eflingu heldur hefur sú kosning áhrif á fulltrúalýðræðið inni á þingum ASÍ og SGS. Það má segja að kosningar í Eflingu, sem er næststærsta stéttarfélag landsins, muni hafa áhrif á stefnu og markmið verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni og nú sé kannski að renna upp sá dagur að loksins verði lokauppgjör innan verkalýðshreyfingarinnar. En rétt skal vera rétt og ég vísa svona sögufölsun á bug sérstaklega þegar verið er að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Eflingu með slíku bulli! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun