Þetta kemur fram á Facebook-síðu Krónunnar. Þar segir að áfram verði lögð áhersla á annars konar sóttvarnir í verslunum Krónunnar, til að mynda aukin þrif og notkun spritts á milli afgreiðslna.
Í september á síðasta ári steig Krónan þetta sama skref og setti viðskiptavinum sínum það í sjálfsvald hvort þeir bæru grímu á meðan þeir versluðu eða ekki. Það var áður en hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar leit dagsins ljós, með tilheyrandi herðingum á samkomutakmörkunum.