Fangavarðaskólinn í fjarnámi – 26 nemendur í skólanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2022 14:06 Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans.Í dag eru um 135 fangaverðir starfandi í fangelsum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum þar sem um þriðjungur þeirra eru konur. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans. Fangavörður segir starfið glettilega skemmtilegt og gefandi. Fangavarðaskólinn er í dag eingöngu rekinn sem fjarnámsskóli. Vegna þess hve fangavarðastéttin er fámenn er ekki haldinn skóli á hverju ári, heldur eftir þörfum. Vegna skorts á fangavörðum er skólinn starfræktur um þessar mundir með 26 nemendum en námið hófst 8. nóvember síðastliðinn og stendur til 25. maí í vor. Í skólanum eru eingöngu fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Um 30 prósent af núverandi nemendum eru konur, sem samsvarar hlutfallinu, sem er meðal starfsmanna í fangelsum landsins. En fangavarðastarfið, er það skemmtilegt starf? Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Já, það er nefnilega glettilega skemmtilegt að það er mjög gefandi að sjá þegar við getum sent frá okkur einstaklinga, sem hafa bætt sig og eru jafnvel orðnir fjölskyldumenn í dag, sem voru á mjög slæmum stað þegar þeir komu inn í fangelsin. Okkur þykir mjög vænt um það að sjá það að við erum að skila frá okkur góðri afurð, það má segja það þannig,“ segir Garðar. Eingöngu eru í skólanum fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Full starfsréttindi hljóta starfsmenn að lokinni útskrift frá skólanum. Núna eru 26 fangavarðarnemar við nám.Aðsend Garðar segir störf fangavarða mjög fjölbreytt. „Það er það, mjög skemmtilegt og gefandi, ég er að segja satt. Þú getur talað við hvaða fangavörð sem er því á öllum starfseiningum fangelsiskerfisins er góður starfsandi.“ Helstu greinar sem kenndar eru við Fangavarðaskólann eru: Skýrslugerð og öryggismál; Afbrotafræði; Lögfræði; Fangelsisfræði og siðræn málefni; Sálfræði og félagsráðgjöf; Tölvukerfi og skráningar. Auk áðurnefndra verklegra æfinga sem snúa að tökum, handjárnaæfingum, þvingunarbúnaði og öðru sem stundum þarf að grípa til í samskiptum við erfiða einstaklinga.Guðmundur Gíslason er skólastjóri Fangavarðaskólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðar Svansson, fangavörður og trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, sem mælir 100 prósent með starfi fangavarða, enda sé það skemmtilegt og gefandi starf.Aðsend Fangelsismál Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fangavarðaskólinn er í dag eingöngu rekinn sem fjarnámsskóli. Vegna þess hve fangavarðastéttin er fámenn er ekki haldinn skóli á hverju ári, heldur eftir þörfum. Vegna skorts á fangavörðum er skólinn starfræktur um þessar mundir með 26 nemendum en námið hófst 8. nóvember síðastliðinn og stendur til 25. maí í vor. Í skólanum eru eingöngu fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Um 30 prósent af núverandi nemendum eru konur, sem samsvarar hlutfallinu, sem er meðal starfsmanna í fangelsum landsins. En fangavarðastarfið, er það skemmtilegt starf? Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Já, það er nefnilega glettilega skemmtilegt að það er mjög gefandi að sjá þegar við getum sent frá okkur einstaklinga, sem hafa bætt sig og eru jafnvel orðnir fjölskyldumenn í dag, sem voru á mjög slæmum stað þegar þeir komu inn í fangelsin. Okkur þykir mjög vænt um það að sjá það að við erum að skila frá okkur góðri afurð, það má segja það þannig,“ segir Garðar. Eingöngu eru í skólanum fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Full starfsréttindi hljóta starfsmenn að lokinni útskrift frá skólanum. Núna eru 26 fangavarðarnemar við nám.Aðsend Garðar segir störf fangavarða mjög fjölbreytt. „Það er það, mjög skemmtilegt og gefandi, ég er að segja satt. Þú getur talað við hvaða fangavörð sem er því á öllum starfseiningum fangelsiskerfisins er góður starfsandi.“ Helstu greinar sem kenndar eru við Fangavarðaskólann eru: Skýrslugerð og öryggismál; Afbrotafræði; Lögfræði; Fangelsisfræði og siðræn málefni; Sálfræði og félagsráðgjöf; Tölvukerfi og skráningar. Auk áðurnefndra verklegra æfinga sem snúa að tökum, handjárnaæfingum, þvingunarbúnaði og öðru sem stundum þarf að grípa til í samskiptum við erfiða einstaklinga.Guðmundur Gíslason er skólastjóri Fangavarðaskólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðar Svansson, fangavörður og trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, sem mælir 100 prósent með starfi fangavarða, enda sé það skemmtilegt og gefandi starf.Aðsend
Fangelsismál Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira