Brúskur er nýjasta tískan hjá kindum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2022 20:16 Jökull Helgason, sauðfjárbóndi á Ósabakka í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er að gera skemmtilega tilraun með ræktun á Brúskfé. Hann er mjög ánægður með árangurinn enn sem komið er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brúskfé er nýjasta tískan þegar íslenska sauðkindin er annars vegar en bóndi á Skeiðunum hefur náð góðum árangri með ræktun fjárins. Brúskurinn, sem er hárbrúskur er á hausnum á kindunum en þó ekki á enninu, heldur í hnakkanum. Í fjárhúsinu á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Jökull Helgason, fjárbóndi verið að reyna sig áfram eð ræktun á Brúskfé sér og öðrum til ánægju. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hann er með nokkrar fallegar brúskindur en brúskarnir sjást oftast best á ferukollóttu fé. „Þær eru hreinferukollóttar þessar en þá eru þær með genin beggja vegna frá. Það kemur ekki svona góður brúskur nema að það sé ferukollótt í báðum foreldrunum. Maður verður bara að halda áfram og vera með einhvern fjölda til að finna réttu einstaklingana til þess að framrækta og þannig er hægt að ná stofni upp, sem maður er sáttur við, bæði gagnvart gerð og gæðum og svo brúsknum,“ segir Jökull. En er hann eitthvað að klippa kindurnar svo brúskurinn verði fallegur? „Nei, nei, þær verða bara svona, ég klippti þær ekkert og nota ekki hársprey,“ segir Jökull hlægjandi og bætir strax við; „Svo í mars þá klippi ég brúskinn af því hann náttúrulega dettur af og ef ekki þá verður hann að flóka, þannig að það er best að hreinsa um brúskinn í mars og svo kemur nýr brúskur fyrir næsta haust.“ Hér eru þrjár kindur hjá Jökli með myndarlegan brúsk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jökull segir ótrúlega gaman að prófa sig áfram í ræktuninni hvort sem það er Brúskfé eða með mismunandi liti á fénu eða eitthvað allt annað. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman af þessu, ég er eflaust eitthvað smá skrýtinn en það fylgir bara, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, það verður að vera það,“ segir brúskbóndinn á Ósabakka. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í fjárhúsinu á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Jökull Helgason, fjárbóndi verið að reyna sig áfram eð ræktun á Brúskfé sér og öðrum til ánægju. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hann er með nokkrar fallegar brúskindur en brúskarnir sjást oftast best á ferukollóttu fé. „Þær eru hreinferukollóttar þessar en þá eru þær með genin beggja vegna frá. Það kemur ekki svona góður brúskur nema að það sé ferukollótt í báðum foreldrunum. Maður verður bara að halda áfram og vera með einhvern fjölda til að finna réttu einstaklingana til þess að framrækta og þannig er hægt að ná stofni upp, sem maður er sáttur við, bæði gagnvart gerð og gæðum og svo brúsknum,“ segir Jökull. En er hann eitthvað að klippa kindurnar svo brúskurinn verði fallegur? „Nei, nei, þær verða bara svona, ég klippti þær ekkert og nota ekki hársprey,“ segir Jökull hlægjandi og bætir strax við; „Svo í mars þá klippi ég brúskinn af því hann náttúrulega dettur af og ef ekki þá verður hann að flóka, þannig að það er best að hreinsa um brúskinn í mars og svo kemur nýr brúskur fyrir næsta haust.“ Hér eru þrjár kindur hjá Jökli með myndarlegan brúsk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jökull segir ótrúlega gaman að prófa sig áfram í ræktuninni hvort sem það er Brúskfé eða með mismunandi liti á fénu eða eitthvað allt annað. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman af þessu, ég er eflaust eitthvað smá skrýtinn en það fylgir bara, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, það verður að vera það,“ segir brúskbóndinn á Ósabakka.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira