Fólk stundum feimið við að taka niður grímuna Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 12. febrúar 2022 22:03 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir enn marga feimna við að taka grímuna af sér eftir að slakað var á samkomutakmörkunum í gær. Hún telur að afnám grímuskyldu eigi eftir að ganga vel og segir það ekki síst létti fyrir starfsfólk. Í gær tóku gildi tilslakanir á samkomutakmörkunum sem fólu meðal annars í sér að grímuskylda var afnumin þar sem hægt er að viðhafa eins metra reglu. Frá og með miðnætti í gær var þannig grímuskylda afnumin í ýmsum verslunum, þar á meðal Krónunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þó ekki þar með sagt að fólk sé alfarið hætt að nota grímu. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tiltölulega feimið við að taka grímuna af sér,“ segir Ásta. „Það kemur hérna gangandi inn, lítur aðeins í kringum sig og áttar sig á því að sumir eru með grímu og aðrir ekki, og spyr jafnvel,“ segir hún enn fremur. Þá segir Ásta að um sé að ræða stórt skref og segir tilmæli heilbrigðisráðherra hafa verið skýr, að grímuskylda væri einungis þar sem ekki væri hægt að viðhalda eins metra reglu. „Við erum auðvitað með gríðarlega stórar verslanir sem hlaupa á þúsundum fermetra og við sjáum það bara eftir reynslu þessara tveggja ára að þetta mun ganga vel, eins og það hefur gert fram að þessu,“ segir Ásta. Aðspurð um hvort það sé ekki léttir fyrir starfsmenn að geta fellt grímuna segir hún svo vera. „Auðvitað eru einhverjir sem vilja bera grímu áfram og þeim er öllum velkomið að gera það, við gefum þeim grímu að kostnaðarlausu, sem og Covid prófi og öðru.“ „En það að vinna allan daginn stanslaust með grímu, það er álag,“ segir Ásta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Kristrún sjálfkjörin en varaformanns- og ritaraslagur enn mögulegur „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Í gær tóku gildi tilslakanir á samkomutakmörkunum sem fólu meðal annars í sér að grímuskylda var afnumin þar sem hægt er að viðhafa eins metra reglu. Frá og með miðnætti í gær var þannig grímuskylda afnumin í ýmsum verslunum, þar á meðal Krónunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þó ekki þar með sagt að fólk sé alfarið hætt að nota grímu. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tiltölulega feimið við að taka grímuna af sér,“ segir Ásta. „Það kemur hérna gangandi inn, lítur aðeins í kringum sig og áttar sig á því að sumir eru með grímu og aðrir ekki, og spyr jafnvel,“ segir hún enn fremur. Þá segir Ásta að um sé að ræða stórt skref og segir tilmæli heilbrigðisráðherra hafa verið skýr, að grímuskylda væri einungis þar sem ekki væri hægt að viðhalda eins metra reglu. „Við erum auðvitað með gríðarlega stórar verslanir sem hlaupa á þúsundum fermetra og við sjáum það bara eftir reynslu þessara tveggja ára að þetta mun ganga vel, eins og það hefur gert fram að þessu,“ segir Ásta. Aðspurð um hvort það sé ekki léttir fyrir starfsmenn að geta fellt grímuna segir hún svo vera. „Auðvitað eru einhverjir sem vilja bera grímu áfram og þeim er öllum velkomið að gera það, við gefum þeim grímu að kostnaðarlausu, sem og Covid prófi og öðru.“ „En það að vinna allan daginn stanslaust með grímu, það er álag,“ segir Ásta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Kristrún sjálfkjörin en varaformanns- og ritaraslagur enn mögulegur „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02