Af hverju er svona dýrt að gleðja ástina sína með rósum? Ólafur Stephensen skrifar 14. febrúar 2022 10:31 Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Þar sem innlendir blómaræktendur anna engan veginn eftirspurn, allra sízt fyrir stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og konudag, þarf að flytja inn stóran hluta þeirra blóma sem seljast á þessum dögum – og raunar hefur þörfin fyrir innflutning í öðrum mánuðum ársins farið vaxandi undanfarin misseri. Aukinn innflutningur til að anna eftirspurn Á súluritinu og í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig innflutningur á rósum hefur þróazt undanfarin þrjú ár. Langmest af rósum er ævinlega flutt inn í febrúar, ætla má að fluttar séu inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í mánuðinum. Einnig sést glöggt að innflutningur hefur farið vaxandi í öðrum mánuðum ársins. Það er vegna aukinnar eftirspurnar á markaðnum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. Innlendir framleiðendur hafa ekki getað mætt þeirri auknu eftirspurn og fer innflutningur því vaxandi. Eins og sjá má hér að neðan jókst innflutningur á rósum um 86% á milli áranna 2019 og 2021; fór úr 4,2 tonnum í 7,9 tonn. Tollar tvöfalda verðið á Valentínusarrósunum Hagstofa Íslands gefur upp innflutningstölur fyrir blóm í kílóum, en á blóm leggst bæði verðtollur og stykkjatollur. Til að reikna út hvað greitt er í tolla þarf því að áætla hversu mörg stykki eru flutt inn. Hér er miðað við að innflutningurinn sé fyrst og fremst stærri rósir (60-70 cm) og stuðst er við tölur frá innflytjendum um að meðalþyngd á hverju blómi sé 85 grömm. Samkvæmt þeim útreikningi voru fluttar inn tæplega 93.000 rósir á síðasta ári. Þær bera gífurlega háa tolla; 30% verðtoll og auk þess 95 króna stykkjatoll á hvert blóm. Eins og sjá má í töflunni var tollverð (verðið sem aðflutningsgjöld eru reiknuð af) um 164 krónur að meðaltali á hverja rós á síðasta ári og hafði hækkað um 14% frá árinu 2019. Af þeirri upphæð eru greiddar 144 krónur í toll, eða tæplega 88% af tollverðinu. Tollar tvöfalda því um það bil innkaupsverð Valentínusarrósanna. Tollkvótinn er dýr – og dugar fyrir 2% innflutnings Þess má geta að íslenzka ríkið gefur árlega út tollkvóta fyrir rósir upp á heil 2.000 blóm, eða 2,1% af innflutningi síðasta árs. Tollkvótum samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ætlað að efla alþjóðlega samkeppni. Blóm, sem flutt eru inn á tollkvóta, bera 30% verðtoll en stykkjatollurinn er felldur niður. Ríkið býður tollkvótana hins vegar upp. Í síðasta útboði, sem gildir fyrir fyrri hluta ársins, greiddu innflytjendur 61 krónu í útboðsgjald fyrir hvert blóm, eða um tvo þriðju hluta stykkjatollsins. Í stað þess að tollar af rósinni séu 144 krónur að meðaltali, verða þeir 110 krónur. Með öðrum orðum bera blóm flutt inn á tollkvóta 77% af fullum tolli. Það er því afar hæpið að segja að tollkvótinn stuðli að aukinni samkeppni. Hvað ætla ráðherrarnir að gera? FA sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi fyrr í mánuðinum, þar sem ítrekaðar voru fyrri fyrirspurnir félagsins um hvað liði endurskoðun á blómatollum, sem ráðuneytin hófu vinnu við haustið 2019 í framhaldi af beiðni FA og 25 fyrirtækja í blómaverslun. Í bréfinu voru ítrekaðar tillögur FA um leiðir til að lækka tolla og þar með verðlag á blómum, án þess að það ógni rekstrargrundvelli innlendra blómaframleiðenda. Ráðherrarnir sjá vonandi ástæðu til að gera eitthvað í málinu, af því að allir hljóta að sjá að núverandi staða er ómöguleg. Það hefur lengi legið fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á blómamarkaðnum. Þörf fyrir innflutning fer vaxandi og hinar opinberu álögur eru langt umfram allt sem eðlilegt getur talizt. Það er miklu dýrara að gleðja ástina sína með blómum en það þyrfti að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Blóm Neytendur Valentínusardagurinn Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Þar sem innlendir blómaræktendur anna engan veginn eftirspurn, allra sízt fyrir stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og konudag, þarf að flytja inn stóran hluta þeirra blóma sem seljast á þessum dögum – og raunar hefur þörfin fyrir innflutning í öðrum mánuðum ársins farið vaxandi undanfarin misseri. Aukinn innflutningur til að anna eftirspurn Á súluritinu og í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig innflutningur á rósum hefur þróazt undanfarin þrjú ár. Langmest af rósum er ævinlega flutt inn í febrúar, ætla má að fluttar séu inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í mánuðinum. Einnig sést glöggt að innflutningur hefur farið vaxandi í öðrum mánuðum ársins. Það er vegna aukinnar eftirspurnar á markaðnum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. Innlendir framleiðendur hafa ekki getað mætt þeirri auknu eftirspurn og fer innflutningur því vaxandi. Eins og sjá má hér að neðan jókst innflutningur á rósum um 86% á milli áranna 2019 og 2021; fór úr 4,2 tonnum í 7,9 tonn. Tollar tvöfalda verðið á Valentínusarrósunum Hagstofa Íslands gefur upp innflutningstölur fyrir blóm í kílóum, en á blóm leggst bæði verðtollur og stykkjatollur. Til að reikna út hvað greitt er í tolla þarf því að áætla hversu mörg stykki eru flutt inn. Hér er miðað við að innflutningurinn sé fyrst og fremst stærri rósir (60-70 cm) og stuðst er við tölur frá innflytjendum um að meðalþyngd á hverju blómi sé 85 grömm. Samkvæmt þeim útreikningi voru fluttar inn tæplega 93.000 rósir á síðasta ári. Þær bera gífurlega háa tolla; 30% verðtoll og auk þess 95 króna stykkjatoll á hvert blóm. Eins og sjá má í töflunni var tollverð (verðið sem aðflutningsgjöld eru reiknuð af) um 164 krónur að meðaltali á hverja rós á síðasta ári og hafði hækkað um 14% frá árinu 2019. Af þeirri upphæð eru greiddar 144 krónur í toll, eða tæplega 88% af tollverðinu. Tollar tvöfalda því um það bil innkaupsverð Valentínusarrósanna. Tollkvótinn er dýr – og dugar fyrir 2% innflutnings Þess má geta að íslenzka ríkið gefur árlega út tollkvóta fyrir rósir upp á heil 2.000 blóm, eða 2,1% af innflutningi síðasta árs. Tollkvótum samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ætlað að efla alþjóðlega samkeppni. Blóm, sem flutt eru inn á tollkvóta, bera 30% verðtoll en stykkjatollurinn er felldur niður. Ríkið býður tollkvótana hins vegar upp. Í síðasta útboði, sem gildir fyrir fyrri hluta ársins, greiddu innflytjendur 61 krónu í útboðsgjald fyrir hvert blóm, eða um tvo þriðju hluta stykkjatollsins. Í stað þess að tollar af rósinni séu 144 krónur að meðaltali, verða þeir 110 krónur. Með öðrum orðum bera blóm flutt inn á tollkvóta 77% af fullum tolli. Það er því afar hæpið að segja að tollkvótinn stuðli að aukinni samkeppni. Hvað ætla ráðherrarnir að gera? FA sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi fyrr í mánuðinum, þar sem ítrekaðar voru fyrri fyrirspurnir félagsins um hvað liði endurskoðun á blómatollum, sem ráðuneytin hófu vinnu við haustið 2019 í framhaldi af beiðni FA og 25 fyrirtækja í blómaverslun. Í bréfinu voru ítrekaðar tillögur FA um leiðir til að lækka tolla og þar með verðlag á blómum, án þess að það ógni rekstrargrundvelli innlendra blómaframleiðenda. Ráðherrarnir sjá vonandi ástæðu til að gera eitthvað í málinu, af því að allir hljóta að sjá að núverandi staða er ómöguleg. Það hefur lengi legið fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á blómamarkaðnum. Þörf fyrir innflutning fer vaxandi og hinar opinberu álögur eru langt umfram allt sem eðlilegt getur talizt. Það er miklu dýrara að gleðja ástina sína með blómum en það þyrfti að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun