Rússland-Úkraína: samningar frekar en stríð Michelle Yerkin skrifar 15. febrúar 2022 09:00 Heimurinn fylgist með tilefnislausum yfirgangi Rússa gagnvart Úkraínu. Aðgerðir Rússa ógna ekki aðeins Úkraínu heldur Evrópu allri og alþjóðafriði sem byggist á ákveðnum reglum. Markmið okkar eru einföld. Við stöndum með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum til að styðja við evrópska samheldni, styrkja tengsl okkar yfir Atlantshafið og efla lýðræðisríki og -stofnanir. Þetta gerum við til að bæta líf bæði bandarískra ríkisborgara og íslenskra. Þetta gerum við í sameiningu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur talað skýrt: Bandaríkin munu ekki semja um Evrópu án aðkomu Evrópubúa. Við munum ekki semja um Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. Hin raunverulega ógn Undanfarna tvo áratugi hafa Rússar ráðist inn í tvö nágrannalönd, haft afskipti af kosningum annarra landa, notað efnavopn til að myrða á erlendri grund, beitt gasflutningum sem pólitísku vopni og brotið gegn alþjóðlegum vopnaeftirlitssamningum. Árið 2014, eftir að milljónir Úkraínumanna mótmæltu með ákalli um lýðræðislega framtíð, sköpuðu Rússar neyðarástand. Þeir réðust inn á yfirráðasvæði Úkraínu á Krímskaga og yfirtóku það. Þeir hófu stríð í Austur-Úkraínu með rússnesku starfsliði og vopnuðum sveitum sem þeir stjórna, þjálfa, sjá fyrir búnaði og fjármagna. Þetta stríð hefur kostað fleiri en 14.000 Úkraínumenn lífið. Herseta Rússa í Georgíu og Úkraínu stendur enn yfir og þeir hafa svikið loforð sín um að draga herlið sitt til baka frá Moldavíu. Enn á ný valda aðgerðir Rússa hættuástandi, ekki aðeins í Úkraínu heldur í Evrópu allri. Ekki síst vegna herliðsins sem þeir hafa sent að landamærum Úkraínu og telur fleiri en 100.000 hermenn. Pútín Rússlandsforseti kennir Úkraínu ranglega um tilefnislausa hernaðaruppbyggingu Rússa. Þó hefur hernaðaruppbygging Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins alltaf verið eingöngu varnarlegs eðlis. Ólíkt Rússlandi hefur Úkraína staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Minsk-samningunum, sem ætlað var að tryggja vopnahlé í Donbas. Það sem Pútín óttast raunverulega er að framganga lýðræðislegra gilda og mannréttinda haldi áfram að grafa undan völdum hans. Viðbrögð Rússa við þessum ótta koma fram í miskunnarlausum tilraunum til að grafa undan lýðræði í Úkraínu með upplýsingafölsun og hernaðarógnum. Í stuttu máli eru aðgerðir Rússa hættulegar og ýta undir óstöðugleika. Stuðningur við Úkraínu Bandaríkin og bandamenn þeirra og samstarfsaðilar eru staðráðin í að styðja fullveldi Úkraínu og landamærahelgi. Við munum aðstoða Úkraínu í viðleitni hennar við að verjast frekari yfirgangi Rússa. Að auki munum við halda áfram að styðja Úkraínu til að stuðla að lýðræðisumbótum, vinna gegn spillingu og endurheimta og tryggja alþjóðlega viðurkennd landamæri landsins. Evrópskir og bandarískir öryggishagsmunir eru í húfi Eins og kom fram í máli Blinken utanríkisráðherra í Berlín þann 20. janúar er mikið í húfi. Við erum vissulega að tala um framtíð Úkraínu en einnig um þær grundvallarreglur sem hafa stuðlað að öruggari og stöðugri heimi um áratuga skeið. Við eigum ríkra hagsmuna að gæta vegna stöðunnar í Úkraínu vegna þess að við virðum þessar grundvallarreglur sem eru undirstaða alþjóðafriðar og -öryggis: að landamærum og landhelgi ríkis skuli ekki breyta með valdi og að það sé réttur hvers ríkis að taka eigin ákvarðanir og ráða eigin framtíð. Allir meðlimir alþjóðasamfélagsins ættu að mæta afleiðingum gjörða sinna brjóti þeir gegn þeim formlegu skyldum sem þeir taka sér á herðar. Yrði Rússum leyft að brjóta þessar grundvallarreglur án refsingar myndi það senda heimsbyggðinni þau skilaboð að reglurnar séu óþarfar. Aðgerða er þörf Bandaríkin vilja halda áfram að byggja upp alþjóðlegt bandalag samstarfsaðila sem sjá þessa ógn í réttu ljósi, innan Evrópu og víðar. Vinir okkar á Íslandi eru ómissandi hvað þetta varðar. Tenging okkar og samvinna yfir Atlantshafið eru bestu ráðin sem við höfum til að vinna gegn yfirgangi Rússa. Við erum staðráðin í að fara samningaleiðina og höfum talað skýrt fyrir því að diplómatískar aðferðir séu eina varanlega lausnin fyrir alla aðila. Þó skal tekið fram að ef Rússar kjósa hina leiðina og hefja frekari innrás í Úkraínu erum við reiðubúin til að svara slíkum yfirgangi með alvarlegum afleiðingum fyrir Rússa í samstarfi við samstarfsaðila okkar og bandamenn eins og fram hefur komið hjá G7, ESB og Atlantshafsbandalaginu. Þetta væru umtalsverðar refsiaðgerðir – fjárhagslegar aðgerðir, efnahagslegar aðgerðir og aðrar aðgerðir sem við höfum ekki beitt áður. Einnig myndum við efla varnir Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins eftir þörfum, en það er einmitt það sem Pútín segist ekki vilja. Ógn Rússlands gagnvart Úkraínu ógnar lýðræðislegum gildum um allan heim. Bandaríkjamenn og Íslendingar verða að standa með Úkraínu til að tryggja frelsi og stöðugleika í Evrópu. Það tryggir hagsmuni allra sem búa í lýðræðisríkjum, hvort sem það er í Bandaríkjunum, á Íslandi eða í öðrum löndum. Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Heimurinn fylgist með tilefnislausum yfirgangi Rússa gagnvart Úkraínu. Aðgerðir Rússa ógna ekki aðeins Úkraínu heldur Evrópu allri og alþjóðafriði sem byggist á ákveðnum reglum. Markmið okkar eru einföld. Við stöndum með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum til að styðja við evrópska samheldni, styrkja tengsl okkar yfir Atlantshafið og efla lýðræðisríki og -stofnanir. Þetta gerum við til að bæta líf bæði bandarískra ríkisborgara og íslenskra. Þetta gerum við í sameiningu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur talað skýrt: Bandaríkin munu ekki semja um Evrópu án aðkomu Evrópubúa. Við munum ekki semja um Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. Hin raunverulega ógn Undanfarna tvo áratugi hafa Rússar ráðist inn í tvö nágrannalönd, haft afskipti af kosningum annarra landa, notað efnavopn til að myrða á erlendri grund, beitt gasflutningum sem pólitísku vopni og brotið gegn alþjóðlegum vopnaeftirlitssamningum. Árið 2014, eftir að milljónir Úkraínumanna mótmæltu með ákalli um lýðræðislega framtíð, sköpuðu Rússar neyðarástand. Þeir réðust inn á yfirráðasvæði Úkraínu á Krímskaga og yfirtóku það. Þeir hófu stríð í Austur-Úkraínu með rússnesku starfsliði og vopnuðum sveitum sem þeir stjórna, þjálfa, sjá fyrir búnaði og fjármagna. Þetta stríð hefur kostað fleiri en 14.000 Úkraínumenn lífið. Herseta Rússa í Georgíu og Úkraínu stendur enn yfir og þeir hafa svikið loforð sín um að draga herlið sitt til baka frá Moldavíu. Enn á ný valda aðgerðir Rússa hættuástandi, ekki aðeins í Úkraínu heldur í Evrópu allri. Ekki síst vegna herliðsins sem þeir hafa sent að landamærum Úkraínu og telur fleiri en 100.000 hermenn. Pútín Rússlandsforseti kennir Úkraínu ranglega um tilefnislausa hernaðaruppbyggingu Rússa. Þó hefur hernaðaruppbygging Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins alltaf verið eingöngu varnarlegs eðlis. Ólíkt Rússlandi hefur Úkraína staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Minsk-samningunum, sem ætlað var að tryggja vopnahlé í Donbas. Það sem Pútín óttast raunverulega er að framganga lýðræðislegra gilda og mannréttinda haldi áfram að grafa undan völdum hans. Viðbrögð Rússa við þessum ótta koma fram í miskunnarlausum tilraunum til að grafa undan lýðræði í Úkraínu með upplýsingafölsun og hernaðarógnum. Í stuttu máli eru aðgerðir Rússa hættulegar og ýta undir óstöðugleika. Stuðningur við Úkraínu Bandaríkin og bandamenn þeirra og samstarfsaðilar eru staðráðin í að styðja fullveldi Úkraínu og landamærahelgi. Við munum aðstoða Úkraínu í viðleitni hennar við að verjast frekari yfirgangi Rússa. Að auki munum við halda áfram að styðja Úkraínu til að stuðla að lýðræðisumbótum, vinna gegn spillingu og endurheimta og tryggja alþjóðlega viðurkennd landamæri landsins. Evrópskir og bandarískir öryggishagsmunir eru í húfi Eins og kom fram í máli Blinken utanríkisráðherra í Berlín þann 20. janúar er mikið í húfi. Við erum vissulega að tala um framtíð Úkraínu en einnig um þær grundvallarreglur sem hafa stuðlað að öruggari og stöðugri heimi um áratuga skeið. Við eigum ríkra hagsmuna að gæta vegna stöðunnar í Úkraínu vegna þess að við virðum þessar grundvallarreglur sem eru undirstaða alþjóðafriðar og -öryggis: að landamærum og landhelgi ríkis skuli ekki breyta með valdi og að það sé réttur hvers ríkis að taka eigin ákvarðanir og ráða eigin framtíð. Allir meðlimir alþjóðasamfélagsins ættu að mæta afleiðingum gjörða sinna brjóti þeir gegn þeim formlegu skyldum sem þeir taka sér á herðar. Yrði Rússum leyft að brjóta þessar grundvallarreglur án refsingar myndi það senda heimsbyggðinni þau skilaboð að reglurnar séu óþarfar. Aðgerða er þörf Bandaríkin vilja halda áfram að byggja upp alþjóðlegt bandalag samstarfsaðila sem sjá þessa ógn í réttu ljósi, innan Evrópu og víðar. Vinir okkar á Íslandi eru ómissandi hvað þetta varðar. Tenging okkar og samvinna yfir Atlantshafið eru bestu ráðin sem við höfum til að vinna gegn yfirgangi Rússa. Við erum staðráðin í að fara samningaleiðina og höfum talað skýrt fyrir því að diplómatískar aðferðir séu eina varanlega lausnin fyrir alla aðila. Þó skal tekið fram að ef Rússar kjósa hina leiðina og hefja frekari innrás í Úkraínu erum við reiðubúin til að svara slíkum yfirgangi með alvarlegum afleiðingum fyrir Rússa í samstarfi við samstarfsaðila okkar og bandamenn eins og fram hefur komið hjá G7, ESB og Atlantshafsbandalaginu. Þetta væru umtalsverðar refsiaðgerðir – fjárhagslegar aðgerðir, efnahagslegar aðgerðir og aðrar aðgerðir sem við höfum ekki beitt áður. Einnig myndum við efla varnir Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins eftir þörfum, en það er einmitt það sem Pútín segist ekki vilja. Ógn Rússlands gagnvart Úkraínu ógnar lýðræðislegum gildum um allan heim. Bandaríkjamenn og Íslendingar verða að standa með Úkraínu til að tryggja frelsi og stöðugleika í Evrópu. Það tryggir hagsmuni allra sem búa í lýðræðisríkjum, hvort sem það er í Bandaríkjunum, á Íslandi eða í öðrum löndum. Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun