Fimmtíu stiga sýning hjá Antetokounmpo Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 07:31 Giannis Antetokounmpo keyrir að körfu Indiana Pacers en Tyrese Haliburton reynir að verjast. AP/Aaron Gash Meistarar Milwaukee Bucks áttu ekki í vandræðum með að leggja Indiana Pacers að velli, 128-119, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, þökk sé Grikkjanum Giannis Antetokounmpo. Antetokounmpo átti sinn stigahæsta leik í vetur en hann skoraði 50 stig og var aðeins tveimur stigum frá metinu sínu. Þá tók hann 14 fráköst. Antetokounmpo missti af tapleik Milwaukee gegn Portland Trail Blazers á mánudaginn vegna eymsla í vinstri ökkla en var á miklu flugi í nótt og skoraði 12 stig strax í fyrsta leikhluta, þar á meðal tvær frábærar troðslur og þriggja stiga körfu. Þetta var fjórði 50 stiga leikur Antetokounmpo á ferlinum og sá fyrsti síðan að Milwaukee tryggði sér NBA-meistaratitilinn í fyrra. Giannis has scored 50 points 4 times in his career. Check out some of the best buckets from his 50 point performances...What's your favorite performance by @Giannis_An34 ?@Bucks x #FearTheDeer pic.twitter.com/gkCFLwsSL4— NBA (@NBA) February 16, 2022 Milwaukee er nú með 36 sigra og 23 töp í 3. sæti austurdeildar, á eftir Miami Heat og Chicago Bulls sem eru með 37 sigra og 21 tap. Miami tapaði 107-99 fyrir Dallas Mavericks í nótt. Liðin sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra mættust einnig í nótt, þar sem Phoenix Suns unnu LA Clippers 103-96. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og sautjándi sigurinn í síðustu átján leikjum, enda er liðið með gott forskot á toppi vesturdeildarinnar og núna 47 sigra en tíu töp. Devin Booker var stigahæstur Phoenix með 26 stig og Chris Paul skoraði 17 stig og átti 14 stoðsendingar. Úrslit næturinnar: Atlanta 124-116 Cleveland Miami 99-107 Dallas Philadelphia 87-135 Boston Milwaukee 128-119 Indiana Minnesota 126-120 Charlotte New Orleans 109-121 Memphis Phoenix 103-96 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Antetokounmpo átti sinn stigahæsta leik í vetur en hann skoraði 50 stig og var aðeins tveimur stigum frá metinu sínu. Þá tók hann 14 fráköst. Antetokounmpo missti af tapleik Milwaukee gegn Portland Trail Blazers á mánudaginn vegna eymsla í vinstri ökkla en var á miklu flugi í nótt og skoraði 12 stig strax í fyrsta leikhluta, þar á meðal tvær frábærar troðslur og þriggja stiga körfu. Þetta var fjórði 50 stiga leikur Antetokounmpo á ferlinum og sá fyrsti síðan að Milwaukee tryggði sér NBA-meistaratitilinn í fyrra. Giannis has scored 50 points 4 times in his career. Check out some of the best buckets from his 50 point performances...What's your favorite performance by @Giannis_An34 ?@Bucks x #FearTheDeer pic.twitter.com/gkCFLwsSL4— NBA (@NBA) February 16, 2022 Milwaukee er nú með 36 sigra og 23 töp í 3. sæti austurdeildar, á eftir Miami Heat og Chicago Bulls sem eru með 37 sigra og 21 tap. Miami tapaði 107-99 fyrir Dallas Mavericks í nótt. Liðin sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra mættust einnig í nótt, þar sem Phoenix Suns unnu LA Clippers 103-96. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og sautjándi sigurinn í síðustu átján leikjum, enda er liðið með gott forskot á toppi vesturdeildarinnar og núna 47 sigra en tíu töp. Devin Booker var stigahæstur Phoenix með 26 stig og Chris Paul skoraði 17 stig og átti 14 stoðsendingar. Úrslit næturinnar: Atlanta 124-116 Cleveland Miami 99-107 Dallas Philadelphia 87-135 Boston Milwaukee 128-119 Indiana Minnesota 126-120 Charlotte New Orleans 109-121 Memphis Phoenix 103-96 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Atlanta 124-116 Cleveland Miami 99-107 Dallas Philadelphia 87-135 Boston Milwaukee 128-119 Indiana Minnesota 126-120 Charlotte New Orleans 109-121 Memphis Phoenix 103-96 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira