Kalla eftir fjölgun lögreglumanna og auknum rannsóknarheimildum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2022 07:36 Fjölga þarf lögreglumönnum og auka rannsóknarheimildir lögreglu, að sögn stjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Landssambands lögreglumanna hefur gefið út ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi lögreglumanna í kjölfar atvika þar sem skotvopnum hefur verið beitt. Í ályktuninni ítrekar stjórnin ákall sambandsins eftir fleiri lögreglumönnum og aukinni þjálfun, sem séu ein leið til að auka öryggi í samfélaginu. „Staðreyndin er sú að í dag er allt of hátt hlutfall ófaglærðra lögreglumanna við störf í útkallsliði lögreglu sem hafa hvorki heimild né hafa öðlast þjálfun til að nota öll þau tæki sem lögregla býr yfir. Hluti af útkallsliði lögreglu eru nemar sem eru skemur á veg komnir í almennri þjálfun lögreglumanna. Hafa verður í huga að almennir lögreglumenn, héraðslögreglumenn og afleysingamenn eru oftast fyrsta viðbragð í útkalli á vettvang. Ótti um eigið öryggi er verulegur og þessi störf sem áður þóttu spennandi í almennri löggæslu þykja nú lítt eftirsóknarverð sökum hættueiginleika og starfsálags ásamt því sem laun eru í engu samræmi við ábyrgð og álag í starfi,“ segir í ályktuninni. Stjórnin segir að í ljósi atburða síðustu daga, vikna og jafnvel ára sé brýn nauðsyn á að skipuleggja til framtíðar fjölgun lögreglumanna og þá sérstaklega í almennri löggæslu, þar sem það séu þeir sem koma oftast fyrstir að málum. Um umræðu um rafbyssur til handa lögreglunni segir stjórnin að skoða þurfi þann möguleika en hún bendir jafnframt á að slíkar byssur séu ekki nothæfar þegar verið sé að beita skotvopnum. Þá segir stjórnin mikilvægt að styrkja möguleika lögreglu til rannsókna, ekki síst til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi. „Með öllu er óviðunandi að Ísland búi ekki yfir sambærilegum heimildum, t.d. til gagna- og upplýsingaskipta og nágrannalöndin, og hætta er á að Ísland sitji eftir í réttarþróun sem veikur hlekkur meðal ríkja í baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi, gegn netglæpum og annarri brotastarfsemi sem þrífst þvert á landamæri.“ Lögreglan Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í ályktuninni ítrekar stjórnin ákall sambandsins eftir fleiri lögreglumönnum og aukinni þjálfun, sem séu ein leið til að auka öryggi í samfélaginu. „Staðreyndin er sú að í dag er allt of hátt hlutfall ófaglærðra lögreglumanna við störf í útkallsliði lögreglu sem hafa hvorki heimild né hafa öðlast þjálfun til að nota öll þau tæki sem lögregla býr yfir. Hluti af útkallsliði lögreglu eru nemar sem eru skemur á veg komnir í almennri þjálfun lögreglumanna. Hafa verður í huga að almennir lögreglumenn, héraðslögreglumenn og afleysingamenn eru oftast fyrsta viðbragð í útkalli á vettvang. Ótti um eigið öryggi er verulegur og þessi störf sem áður þóttu spennandi í almennri löggæslu þykja nú lítt eftirsóknarverð sökum hættueiginleika og starfsálags ásamt því sem laun eru í engu samræmi við ábyrgð og álag í starfi,“ segir í ályktuninni. Stjórnin segir að í ljósi atburða síðustu daga, vikna og jafnvel ára sé brýn nauðsyn á að skipuleggja til framtíðar fjölgun lögreglumanna og þá sérstaklega í almennri löggæslu, þar sem það séu þeir sem koma oftast fyrstir að málum. Um umræðu um rafbyssur til handa lögreglunni segir stjórnin að skoða þurfi þann möguleika en hún bendir jafnframt á að slíkar byssur séu ekki nothæfar þegar verið sé að beita skotvopnum. Þá segir stjórnin mikilvægt að styrkja möguleika lögreglu til rannsókna, ekki síst til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi. „Með öllu er óviðunandi að Ísland búi ekki yfir sambærilegum heimildum, t.d. til gagna- og upplýsingaskipta og nágrannalöndin, og hætta er á að Ísland sitji eftir í réttarþróun sem veikur hlekkur meðal ríkja í baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi, gegn netglæpum og annarri brotastarfsemi sem þrífst þvert á landamæri.“
Lögreglan Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira