„Það svíður alveg helvíti mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 14:31 Hólmar Örn Eyjólfsson (næstlengst til hægri) ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu, svekktur eftir að Ísland féll úr keppni á HM 2018. Getty/Valery Matytsin Hólmar Örn Eyjólfsson er mættur aftur í íslenska fótboltann eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hann á að baki 19 A-landsleiki og var í mörg ár viðloðandi landsliðið en missti sæti sitt á ögurstundu sumarið 2016. „Það svíður alveg helvíti mikið, og tók þungt á mann,“ sagði Hólmar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, um það þegar hann var ekki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM í Frakklandi. Hólmar var í síðustu viku kynntur sem nýjasti leikmaður Vals og ljóst að þessi 31 árs gamli miðvörður, sem síðast lék með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni, kemur til með að styrkja Valsliðið mikið. Hólmar hefur á löngum ferli einnig leikið í Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Ísrael og Búlgaríu, en hann var á fyrra skeiði sínu með Rosenborg í Noregi árið 2016 þegar kom að þá stærstu stund í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu þá leikmannahópinn sem færi á fyrsta stórmótið í sögu liðsins, EM í Frakklandi. SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur Hólmar hafði verið lykilmaður í U21-landsliðinu sem komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM árið 2011, og verið í A-landsliðinu í aðdraganda EM. Hann var hins vegar ekki einn af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru til að fara á mótið í Frakklandi, þar sem Ísland átti frábært ævintýri og komst í 8-liða úrslit. „Ég held ég hafi fengið SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur um að ég sé ekki í hópnum. Það var alvöru skellur, eftir að hafa verið í nánast öllum hópum fyrir mótið og öllum hópum eftir þetta líka. Að vera droppað út þarna, það sveið,“ sagði Hólmar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni á tal.is/vigtin. Klippa: Þungavigtin - Hólmar um að missa af EM Hólmar komst engu að síður á stórmót með íslenska landsliðinu því hann var valinn í hópinn sem fór á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjunum þremur. Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki 19 A-landsleiki og er hér í baráttu við Jack Grealish í leik við England á Wembley í Þjóðadeildinni í nóvember 2018.Getty/Chloe Knott Fótbolti HM 2018 í Rússlandi EM 2016 í Frakklandi Valur Þungavigtin Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Sjá meira
„Það svíður alveg helvíti mikið, og tók þungt á mann,“ sagði Hólmar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, um það þegar hann var ekki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM í Frakklandi. Hólmar var í síðustu viku kynntur sem nýjasti leikmaður Vals og ljóst að þessi 31 árs gamli miðvörður, sem síðast lék með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni, kemur til með að styrkja Valsliðið mikið. Hólmar hefur á löngum ferli einnig leikið í Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Ísrael og Búlgaríu, en hann var á fyrra skeiði sínu með Rosenborg í Noregi árið 2016 þegar kom að þá stærstu stund í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu þá leikmannahópinn sem færi á fyrsta stórmótið í sögu liðsins, EM í Frakklandi. SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur Hólmar hafði verið lykilmaður í U21-landsliðinu sem komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM árið 2011, og verið í A-landsliðinu í aðdraganda EM. Hann var hins vegar ekki einn af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru til að fara á mótið í Frakklandi, þar sem Ísland átti frábært ævintýri og komst í 8-liða úrslit. „Ég held ég hafi fengið SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur um að ég sé ekki í hópnum. Það var alvöru skellur, eftir að hafa verið í nánast öllum hópum fyrir mótið og öllum hópum eftir þetta líka. Að vera droppað út þarna, það sveið,“ sagði Hólmar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni á tal.is/vigtin. Klippa: Þungavigtin - Hólmar um að missa af EM Hólmar komst engu að síður á stórmót með íslenska landsliðinu því hann var valinn í hópinn sem fór á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjunum þremur. Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki 19 A-landsleiki og er hér í baráttu við Jack Grealish í leik við England á Wembley í Þjóðadeildinni í nóvember 2018.Getty/Chloe Knott
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi EM 2016 í Frakklandi Valur Þungavigtin Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Sjá meira