Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 15:30 Sýnatökum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað nokkuð eftir að sóttkví var afnumin. Vísir/Vilhelm Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. Fyrir helgi var greint frá því að biðtíminn gæti verið allt að þrír sólarhringar og virðist hann lítið hafa styst frá þeim tíma. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segir að enn sé verið að vinna upp þann hala sem myndaðist þegar hvað mest barst af sýnum en halinn er að styttast. Hún segir ómögulegt að segja til um það hvort að biðtímin komi til með að styttast verulega á næstu dögum. „Til að allt gangi að óskum má sýnum ekki fjölga, tækin mega ekki bila og starfsfólkið ekki að verða veikt svo einhverju nemi. Allt er þetta mjög óljóst,“ segir Guðrún. Fyrir helgi greindi Guðrún frá því að um eða yfir sjö þúsund sýni væru að berast á sólarhring en deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring. Þannig höfðu sýni safnast upp milli daga sem lengdi biðina enn frekar. „Það eina sem við getum sagt er að halinn lengist ekki,“ segir Guðrún í dag. Heilsugæslan tekur færri sýni en spítalinn fær fleiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til síðastliðinn fimmtudag að hraðprófum yrði beitt í auknum mæli í ljósi mikils álags á veirufræðideildinni. Þannig yrði þak sett á fjölda PCR sýna sem yrðu tekin á dag og aðrir sendir í hraðpróf. Degi síðar var þó tilkynnt að sóttkví yrði ekki lengur beitt og þar með ætti sýnum að fækka. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að það hafi ekki komið til þess að beita hraðprófum líkt og sóttvarnalæknir lagði til. „Nú duttu sóttkvíarsýnin út og það eru ekki það mörg PCR hjá okkur, þetta eru á milli tvö til þrjú þúsund PCR sýni á dag hjá okkur og okkur er sagt að það eigi að ganga,“ segir Ragnheiður. Guðrún bendir þó á að Landspítali fái fleiri sýni en bara þau sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tekur, til að mynda frá Keflavíkurflugvelli, frá sjúklingum og starfsmönnum Landspítala, frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilsugæslum á landinu. „Svo er mikilvægt að hafa í huga að við getum ekki haft áhrif að þann tíma sem líður frá því að sýnið er tekið, þangað til það kemur til okkar á deildina. Sá tími er stundum langur og bætist þá við vinnslutímann,“ segir Guðrún. Mögulega hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en þar tók hann undir að nokkuð löng bið væri eftir niðurstöðum. Eins og stendur greinast um 40 prósent þeirra sem mæta í einkennasýnatökur með Covid. „Enn sem komið er þá er það þannig að spítalinn ræður ekki alveg við þann fjölda sýna sem eru tekin daglega núna þannig það dregst aðeins að fá svar,“ sagði Óskar. Að sögn Óskars er mögulegt að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi sýnataka, til að mynda að hraðpróf yrðu tekin gild líkt og PCR sýnatökur. „Það eru sum lönd sem taka mark á hraðgreiningarprófum, þannig ef þú færð jákvætt úr hraðgreiningarprófi, sem þú tekur jafnvel sjálfur, þá tilkynnir þú það bara á ákveðinn stað og þá er það komið inn til jafngildis við aðrar rannsóknir,“ sagði Óskar. Það er þó ekki staðan hér á landi en Óskar segir að það sé vel mögulegt að það verði tekið upp. „Það er mjög lítið um falskt jákvætt sýni, það er að þú mælist eins og þú sért með Covid en ert það í raun ekki. En það er hins vegar eitthvað um falskt neikvætt sýni, þess vegna er enn mælst til að taka PCR sýni úr öllum sem eru með einkenni,“ sagði Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16. febrúar 2022 13:13 Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16. febrúar 2022 10:24 Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. 11. febrúar 2022 19:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fyrir helgi var greint frá því að biðtíminn gæti verið allt að þrír sólarhringar og virðist hann lítið hafa styst frá þeim tíma. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segir að enn sé verið að vinna upp þann hala sem myndaðist þegar hvað mest barst af sýnum en halinn er að styttast. Hún segir ómögulegt að segja til um það hvort að biðtímin komi til með að styttast verulega á næstu dögum. „Til að allt gangi að óskum má sýnum ekki fjölga, tækin mega ekki bila og starfsfólkið ekki að verða veikt svo einhverju nemi. Allt er þetta mjög óljóst,“ segir Guðrún. Fyrir helgi greindi Guðrún frá því að um eða yfir sjö þúsund sýni væru að berast á sólarhring en deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring. Þannig höfðu sýni safnast upp milli daga sem lengdi biðina enn frekar. „Það eina sem við getum sagt er að halinn lengist ekki,“ segir Guðrún í dag. Heilsugæslan tekur færri sýni en spítalinn fær fleiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til síðastliðinn fimmtudag að hraðprófum yrði beitt í auknum mæli í ljósi mikils álags á veirufræðideildinni. Þannig yrði þak sett á fjölda PCR sýna sem yrðu tekin á dag og aðrir sendir í hraðpróf. Degi síðar var þó tilkynnt að sóttkví yrði ekki lengur beitt og þar með ætti sýnum að fækka. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að það hafi ekki komið til þess að beita hraðprófum líkt og sóttvarnalæknir lagði til. „Nú duttu sóttkvíarsýnin út og það eru ekki það mörg PCR hjá okkur, þetta eru á milli tvö til þrjú þúsund PCR sýni á dag hjá okkur og okkur er sagt að það eigi að ganga,“ segir Ragnheiður. Guðrún bendir þó á að Landspítali fái fleiri sýni en bara þau sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tekur, til að mynda frá Keflavíkurflugvelli, frá sjúklingum og starfsmönnum Landspítala, frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilsugæslum á landinu. „Svo er mikilvægt að hafa í huga að við getum ekki haft áhrif að þann tíma sem líður frá því að sýnið er tekið, þangað til það kemur til okkar á deildina. Sá tími er stundum langur og bætist þá við vinnslutímann,“ segir Guðrún. Mögulega hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en þar tók hann undir að nokkuð löng bið væri eftir niðurstöðum. Eins og stendur greinast um 40 prósent þeirra sem mæta í einkennasýnatökur með Covid. „Enn sem komið er þá er það þannig að spítalinn ræður ekki alveg við þann fjölda sýna sem eru tekin daglega núna þannig það dregst aðeins að fá svar,“ sagði Óskar. Að sögn Óskars er mögulegt að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi sýnataka, til að mynda að hraðpróf yrðu tekin gild líkt og PCR sýnatökur. „Það eru sum lönd sem taka mark á hraðgreiningarprófum, þannig ef þú færð jákvætt úr hraðgreiningarprófi, sem þú tekur jafnvel sjálfur, þá tilkynnir þú það bara á ákveðinn stað og þá er það komið inn til jafngildis við aðrar rannsóknir,“ sagði Óskar. Það er þó ekki staðan hér á landi en Óskar segir að það sé vel mögulegt að það verði tekið upp. „Það er mjög lítið um falskt jákvætt sýni, það er að þú mælist eins og þú sért með Covid en ert það í raun ekki. En það er hins vegar eitthvað um falskt neikvætt sýni, þess vegna er enn mælst til að taka PCR sýni úr öllum sem eru með einkenni,“ sagði Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16. febrúar 2022 13:13 Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16. febrúar 2022 10:24 Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. 11. febrúar 2022 19:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16. febrúar 2022 13:13
Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16. febrúar 2022 10:24
Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41
Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52
Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. 11. febrúar 2022 19:01