Köngulóin ber fræðiheitið Pholcus phalangoides og fannst fyrst í Reykjavík árið 1988. Síðan þá hefur hún reglulega fundist víðsvegar á landinu og telur Erlingur Ólafsson skordýrafræðingur ljóst að köngulóin hafi náð að setjast hér að.
Köngulóin er eitruð en er talin skaðlaus mönnum. Hún bítur ekki nema henni sé ógnað og eitrið veldur í versta falli léttvægum sviða, segir Erling í færslu á Facebook-síðunni Heimur smádýranna.
„Sjaldnast veldur þessi leggjalanga könguló mikilli kátínu þeirra sem á hana rekast inni hjá sér. Svo merkilegt er það að margar og langar lappir vekja gjarnan hroll! Köngulóin er meinlaus og hrekklaus.“