Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:37 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. vísir Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. Í tilkynningu frá nýja flugfélaginu Niceair kemur fram að jómfrúarflugið sé áæltað 2. júní. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala flugmiða á að hefjast á næstu vikum. Þá hafi félagið tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og stefnt er að flugi allt árið um kring. Fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi eru á meðal hluthafa en enginn þeirra er sagður eiga yfir átta prósent. Meðal þeirra eru KEA, Höldur bílaleiga, brugghúsið Kaldi, og Kaldbakur sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands. „Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður. Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann. „Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“ Flugrekstrarleyfi félagsins verður í höndum evrópsks flugrekanda í byrjun samkvæmt tilkynningu og gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist á Akureyri en áhafnir verða bæði íslenskar og erlendar. Arnheiður gerir ráð fyrir mun fleiri afleiddum störfum og uppbyggingu í ferðaþjónustu, hjá afþreyingarfyrirtækjum og víðar. Gististöðum þurfi þá jafnvel ekki að loka yfir vetrartímann. „Það eru núna ein og hálf milljón ónýttra gistanótta yfir árið. Alls konar gististaðir og úti um allt Norðurland en hins vegar ef það er verið að horfa bara á stór hótel mun okkur fljótlega vanta fleiri slík.“ Flugreksturinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir landshlutann. „Þetta mun efla uppbyggingu allra í greininni ef ég horfi bara á ferðaþjónustuna en auðvitað líka annarra atvinnugreina hér á svæðinu. Þetta er í rauninni bætt aðgengi að miðunum ef hægt er að orða það þannig. Án þessa flugs er mjög erfitt að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þannig það er bara algjört grundvallaratriði að þetta gangi vel,“ segir Arnheiður. Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Niceair Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í tilkynningu frá nýja flugfélaginu Niceair kemur fram að jómfrúarflugið sé áæltað 2. júní. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala flugmiða á að hefjast á næstu vikum. Þá hafi félagið tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og stefnt er að flugi allt árið um kring. Fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi eru á meðal hluthafa en enginn þeirra er sagður eiga yfir átta prósent. Meðal þeirra eru KEA, Höldur bílaleiga, brugghúsið Kaldi, og Kaldbakur sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands. „Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður. Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann. „Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“ Flugrekstrarleyfi félagsins verður í höndum evrópsks flugrekanda í byrjun samkvæmt tilkynningu og gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist á Akureyri en áhafnir verða bæði íslenskar og erlendar. Arnheiður gerir ráð fyrir mun fleiri afleiddum störfum og uppbyggingu í ferðaþjónustu, hjá afþreyingarfyrirtækjum og víðar. Gististöðum þurfi þá jafnvel ekki að loka yfir vetrartímann. „Það eru núna ein og hálf milljón ónýttra gistanótta yfir árið. Alls konar gististaðir og úti um allt Norðurland en hins vegar ef það er verið að horfa bara á stór hótel mun okkur fljótlega vanta fleiri slík.“ Flugreksturinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir landshlutann. „Þetta mun efla uppbyggingu allra í greininni ef ég horfi bara á ferðaþjónustuna en auðvitað líka annarra atvinnugreina hér á svæðinu. Þetta er í rauninni bætt aðgengi að miðunum ef hægt er að orða það þannig. Án þessa flugs er mjög erfitt að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þannig það er bara algjört grundvallaratriði að þetta gangi vel,“ segir Arnheiður.
Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Niceair Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira