Guggugulur fannst á Listasafni Akureyrar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 13:18 Verkið Guggugulur fannst í Listasafninu á Akureyri. Aðsend Verkið Guggugulur, sem hvarf á Akureyri fyrir sex árum síðan, er komið í leitirnar og mun kannski skila sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman. Greint var frá því á Vísi í morgun að ljósmyndin Guggugulur hafi horfið á Akureyri árið 2016 og aldrei skilað sér heim til Ísafjarðar. Liturinn var á sínum tíma blandaður eftir gula litnum sem einkenndi togarann Guðbjörgina ÍS sem seld var frá Ísafirði til sjávarútvegsfélagsins Samherja árið 1997. Þrátt fyrir loforð um að Guðbjörgin yrði gerð út frá Ísafirði eftir kaupin fór svo að hún var seld til Þýskalands tveimur árum síðar og Guðbjörgin sigldi aldrei aftur í höfn á Ísafirði. Árið 2016 hélt myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson sýningu á Akureyri og sýndi þar verkið Flaggskip, sem ljósmyndin af málningunni er hluti af. Eftir að sýningunni lauk skilaði myndin sér þó aldrei aftur til Ísafjarðar og var týnd á Akureyri þar til í morgun. Ljósmyndin fannst nefnilega á Listasafninu á Akureyri en hún hafði horfið inn í geymslu eftir endurbætur á safninu. „Hún hafði týnst þarna á milli annarra verka, eins og mig grunaði, þegar þau voru að gera upp safnið. Svo hringdi safnstjórinn í mig strax í morgun. Hann sá fréttina og sagði við mig: Ég vissi ekki að þú hafir gert þetta, ég var búinn að velta þessu fyrir mér,“ segir Gunnar. Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson „Það er gott að vita að henni var ekki stolið. Þessi frétt greinilega skilaði sér vel.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að hann sé hæstánægður með fundinn. Það liggi þó ekki fyrir hvort Guggugulur fari aftur heim á Ísafjörð og gæti verkið því fylgt í fótspor Guðbjargarinnar - Guggunnar - sjálfrar. Þannig að Guggugulur skilar sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman? „Það er aldrei að vita, kannski verður hún bara hjá tengdapabba fyrir norðan. En hún er allavega komin í réttar hendur.“ Myndlist Akureyri Ísafjarðarbær Söfn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að ljósmyndin Guggugulur hafi horfið á Akureyri árið 2016 og aldrei skilað sér heim til Ísafjarðar. Liturinn var á sínum tíma blandaður eftir gula litnum sem einkenndi togarann Guðbjörgina ÍS sem seld var frá Ísafirði til sjávarútvegsfélagsins Samherja árið 1997. Þrátt fyrir loforð um að Guðbjörgin yrði gerð út frá Ísafirði eftir kaupin fór svo að hún var seld til Þýskalands tveimur árum síðar og Guðbjörgin sigldi aldrei aftur í höfn á Ísafirði. Árið 2016 hélt myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson sýningu á Akureyri og sýndi þar verkið Flaggskip, sem ljósmyndin af málningunni er hluti af. Eftir að sýningunni lauk skilaði myndin sér þó aldrei aftur til Ísafjarðar og var týnd á Akureyri þar til í morgun. Ljósmyndin fannst nefnilega á Listasafninu á Akureyri en hún hafði horfið inn í geymslu eftir endurbætur á safninu. „Hún hafði týnst þarna á milli annarra verka, eins og mig grunaði, þegar þau voru að gera upp safnið. Svo hringdi safnstjórinn í mig strax í morgun. Hann sá fréttina og sagði við mig: Ég vissi ekki að þú hafir gert þetta, ég var búinn að velta þessu fyrir mér,“ segir Gunnar. Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson „Það er gott að vita að henni var ekki stolið. Þessi frétt greinilega skilaði sér vel.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að hann sé hæstánægður með fundinn. Það liggi þó ekki fyrir hvort Guggugulur fari aftur heim á Ísafjörð og gæti verkið því fylgt í fótspor Guðbjargarinnar - Guggunnar - sjálfrar. Þannig að Guggugulur skilar sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman? „Það er aldrei að vita, kannski verður hún bara hjá tengdapabba fyrir norðan. En hún er allavega komin í réttar hendur.“
Myndlist Akureyri Ísafjarðarbær Söfn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira