Biðlista barna burt Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 21. febrúar 2022 09:01 Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019. Í fréttum RÚV 15. febrúar útlistaði Ágústa Ingibjörg Arnardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga, vel hversu alvarlegt vandamálið er og um leið hversu hratt það stigmagnast samhliða sífellt vaxandi biðlistum. Hér má öllum ljóst vera að grípa þarf inn í og það hratt. Hrósum því sem vel er gert Undir lok síðasta árs kynnti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins [HH] að á nýju ári taki til starfa Geðheilsumiðstöð barna sem þjónusta eigi börn og fjölskyldur á landsvísu: „Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag.“ Þegar mun vera búið að tryggja miðstöðinni rekstrargrundvöll. Jafnframt tilkynnti fyrrum ráðherra heilbrigðismála síðasta haust að ráðstafa skyldi 75 milljónum til ÞHM fyrir átaksverkefni svo stytta megi fyrrnefnda biðlista. Sem formaður ADHD samtakanna og málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál hlýt ég því að spyrja sjálfan mig af hverju ég dansi ekki stríðsdans á götum úti öllu þessu til heilla? Bölið liggur í biðinni Í fyrrnefndu viðtali var hreint engin tilviljun að Ágústa Ingibjörg ítrekaði þann vanda sem fylgir sífellt vaxandi biðlistum. Orsökina sagði hún réttilega tengjast að hluta yfirstandandi faraldri og jafnframt að vart sé á allra færi að greiða fyrir greiningu úr eigin vasa. Fleira kemur eflaust til, en eftir stendur sú blákalda staðreynd að stærsti vandinn liggi í tilvist sjálfra biðlistanna. Ef langvarandi og sívaxandi biðlistar verða ekki tæklaðir af hörku og með hraði þá margfaldist vandamálið eins og jarðskjálftar samkvæmt Richter skala. En bíðum við – var ég ekki rétt i þessu að tala um nýtt fjármagn fyrir Geðheilsumiðstöð barna? Jú, mikið rétt, en samkvæmt viðmælendum mínum meðal fagfólks í heilbrigðisgeiranum er því fjármagni fyrst og fremst ætlað að nýtast fyrir meðferðarúrræði, ekki greiningar. Hvað þá með heilar 75 milljónir til átaks vegna greininga? Fyrir það fyrsta er hér um skammtímafjármagn að ræða, sem hent var inn korteri fyrir kosningar 2021. Engin plön virðast uppi varðandi áframhaldandi stuðning. Að auki rímar sú auma staðreynd því miður við orð minna sömu viðmælenda: Undanfarin ár hefur viðhorf starfsmanna innan stjórnsýslunnar einkennst af efa um nauðsyn þessara greininga. Fyrir vikið hafi þessi hluti starfsemi ÞHM, RGS og fleiri aðila verið undirfjármögnuð um langt skeið. Í því ljósi er vart að undra hve alvarleg staðan er orðin í dag. Heitum á nýjan ráðherra Ágæti Willum Þór, þetta er ekkert flókið: Hvað þessi mál varðar er margt gott í pípunum. Án þess að tækla biðlistana af krafti mun þó hratt frjósa fast og stefna í frekari óefni. Fórnarlömb þess fimbulveturs yrðu sem fyrr börn vors lands og framtíðarþegnar. Skiptum um kúrs áður en svo verður. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019. Í fréttum RÚV 15. febrúar útlistaði Ágústa Ingibjörg Arnardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga, vel hversu alvarlegt vandamálið er og um leið hversu hratt það stigmagnast samhliða sífellt vaxandi biðlistum. Hér má öllum ljóst vera að grípa þarf inn í og það hratt. Hrósum því sem vel er gert Undir lok síðasta árs kynnti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins [HH] að á nýju ári taki til starfa Geðheilsumiðstöð barna sem þjónusta eigi börn og fjölskyldur á landsvísu: „Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag.“ Þegar mun vera búið að tryggja miðstöðinni rekstrargrundvöll. Jafnframt tilkynnti fyrrum ráðherra heilbrigðismála síðasta haust að ráðstafa skyldi 75 milljónum til ÞHM fyrir átaksverkefni svo stytta megi fyrrnefnda biðlista. Sem formaður ADHD samtakanna og málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál hlýt ég því að spyrja sjálfan mig af hverju ég dansi ekki stríðsdans á götum úti öllu þessu til heilla? Bölið liggur í biðinni Í fyrrnefndu viðtali var hreint engin tilviljun að Ágústa Ingibjörg ítrekaði þann vanda sem fylgir sífellt vaxandi biðlistum. Orsökina sagði hún réttilega tengjast að hluta yfirstandandi faraldri og jafnframt að vart sé á allra færi að greiða fyrir greiningu úr eigin vasa. Fleira kemur eflaust til, en eftir stendur sú blákalda staðreynd að stærsti vandinn liggi í tilvist sjálfra biðlistanna. Ef langvarandi og sívaxandi biðlistar verða ekki tæklaðir af hörku og með hraði þá margfaldist vandamálið eins og jarðskjálftar samkvæmt Richter skala. En bíðum við – var ég ekki rétt i þessu að tala um nýtt fjármagn fyrir Geðheilsumiðstöð barna? Jú, mikið rétt, en samkvæmt viðmælendum mínum meðal fagfólks í heilbrigðisgeiranum er því fjármagni fyrst og fremst ætlað að nýtast fyrir meðferðarúrræði, ekki greiningar. Hvað þá með heilar 75 milljónir til átaks vegna greininga? Fyrir það fyrsta er hér um skammtímafjármagn að ræða, sem hent var inn korteri fyrir kosningar 2021. Engin plön virðast uppi varðandi áframhaldandi stuðning. Að auki rímar sú auma staðreynd því miður við orð minna sömu viðmælenda: Undanfarin ár hefur viðhorf starfsmanna innan stjórnsýslunnar einkennst af efa um nauðsyn þessara greininga. Fyrir vikið hafi þessi hluti starfsemi ÞHM, RGS og fleiri aðila verið undirfjármögnuð um langt skeið. Í því ljósi er vart að undra hve alvarleg staðan er orðin í dag. Heitum á nýjan ráðherra Ágæti Willum Þór, þetta er ekkert flókið: Hvað þessi mál varðar er margt gott í pípunum. Án þess að tækla biðlistana af krafti mun þó hratt frjósa fast og stefna í frekari óefni. Fórnarlömb þess fimbulveturs yrðu sem fyrr börn vors lands og framtíðarþegnar. Skiptum um kúrs áður en svo verður. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun